Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 72
Fimmtudagur 2. mars 19.00 - 20.00 Setning skólans Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar setur skólann. 20.00 - 21.00 Að starfa í stjórnmálum Margrét Frímannsdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar og Andrés Jónsson, formaður ungra jafnaðarmanna. 21.00 - 22.00 Félagsstörf, fundarsköp og ræðumennska Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Föstudagur 3. mars 19.00 - 20.00 Efnahagsmál, helstu heiti og hugtök Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. 20.00 - 21.00 Nýr flokkur – nýjar áherslur Kristrún Heimisdóttir, varaformaður framtíðarnefndar Samfylkingarinnar. 21.00-22.00 Að koma skoðun sinni á framfæri, um leiðir til að koma hugmyndum á framfæri Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Laugardagur 4. mars 12.00 - 13.00 Jafnrétti / kvenfrelsi Þórunn Sveinbjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. 13.00 – 17.00 Framkoma í fjölmiðlum, ræðumennska, tjáning og lokaverkefni Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinar, Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, Hilda Jana Gísladóttir, fréttamaður á Aksjón á Akureyri. 17.00 Ráðhús Reykjavíkur heimsótt 17.45 Alþingi heimsótt Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. 19.00 Lokahóf Stjórnmálaskólans Helgi Hjörvar, skólastjóri Stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar, slítur skólanum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Skráning er hafin á Samfylking@samfylking.is og í síma 414-2200 Stjórnmálaskóli Samfylkingarinnar 2., 3. og 4. mars 2006 Hallveigarstíg 1, 2. hæð. Virkjum mannauðinn! [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Það er langt síðan ég hef beðið svona spenntur eftir plötu ein- hvers listamanns. Deep Cuts, síð- asta afurð sænska systkinadúetts- ins The Knife, var þvílíkt afrek. Líklegast besta raftónlistarplata sem ég hef heyrt. Sú plata fer auð- veldlega inn á topp 10 listann minn yfir bestu plötur síðustu 10 ára. Það sem gerir The Knife svona merkilega er hversu litlu máli tæknin skiptir. Þetta er gegnheil raftónlist, hér heyrir maður nær aldrei í áþreifanlegum hljóð- færum, en það er þó aldrei verið að flassa einhverjum nýjum tækniundrum á kostnað lagsins. Lögin skipta mestu máli og það er eins lítið notað og mögulegt er til þess að koma þeim til skila. Stund- um bara einföld bassatromma, hljóðgervill og söngur. Söngkonan Karin Dreijer, sem syngur á nýj- ustu Röyksopp-smáskífunni, hefur líka svo sérkennilega rödd og sterkan sænskan hreim að það er ekki annað hægt en að falla kylli- flatur fyrir henni. Svo sannarlega engri annarri lík, sem er mjög dýrmætt á þessum tímum Idol- meðalmennsku. Miðað við hversu vel The Knife hefur tekist að koma sér á kortið, þrátt fyrir að spila popptónlist sem er allverulega á kant við flest annað, leyfði ég mér að dreyma um að með næstu plötu myndi sveitin ná heimsyfirráðum. En auðvitað fara svo þessir sérvitru Svíar í þveröfuga átt frá því sem ég vildi heyra. Þau hafa svo ótrú- lega næmni fyrir góðri popptón- list að ég varð hálfsvekktur yfir því að þau hafa kosið að fara enn lengra út á kantinn. Silent Shout er hvergi eins grípandi og flest laganna á síðustu plötu. Heimsyfirráð verða því að bíða eitthvað lengur, því miður. En er hægt að búast við öðru frá hljómsveit sem neitar að spila á tónleikum, mæta á verðlaunahátíðir og bara almennt að láta mynda sig til að kynna tón- list sína? Þau trúa því nefnilega að persónudýrkun sé að skemma heim popptónlistar, og það er kannski eitthvað til í því. Lögin á Silent Shout eru fyllri og meira fljótandi en fyrri plötur. Það er ekki eins mikið tómarúm í lögunum, og er það miður. Í stað þess að skila af sér annarri skot- heldri poppplötu kjósa þau að róa í áttina til sveimtónlistar sem fer þeim ekki eins vel. Karin kýs svo að syngja minna, sem mér finnst synd því hún er uppáhaldssöng- konan mín. En þrátt fyrir að þetta sé sísta plata The Knife til þessa er hún vel yfir meðallagi. Lög á borð við Marble House, Silent Shout og The Captain tryggja það að sveitin heldur enn höfði sem ein af athygl- isverðari rafsveitum okkar tíma. Kaupið þessa, en ekki fyrr en þið hafið orðið ykkur úti um hinar tvær sem komu á undan. Birgir Örn Steinarsson Tími til að brýna hnífinn! THE KNIFE SILENT SHOUT Niðurstaða: Sænski systkinadúettinn The Knife kýs að yfirgefa poppið á þriðju breiðskífu sinni og færa sig nær tormeltari og sveim- kenndari raftónlist. Samt nægilega sterk plata til þess að halda athygli aðdáenda. Hljómsveitin Guns N´Roses, sem gerði garðinn frægan fyrir mörgum árum síðan, mun koma fram á tón- leikum í Dublin hinn 9. júní. Mötley Crüe mun einnig koma fram á tónleikunum, sem er vænt- anlega beðið með mikilli eftirvænt- ingu á Írlandi því tónleikar Guns N´Roses hafa ekki verið á hverju strái að undanförnu. Sveitin, sem hefur þegar selt rúmlega áttatíu milljónir platna, er að gera sína fyrstu plötu í langan tíma um þess- ar mundir. ■ Tónleikar í Dublin AXL ROSE Axl Rose og félagar halda tón- leika í Dublin í sumar. REUTERS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.