Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 23. febrúar 2006 5 ICETREND OUTLET SÍÐUMÚLA 34 Kaup ið fy rir 50 00 o g fái ð 10% extr a afs látt OG MARGT FLEIRA..... Opið: Virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 NÝ FATASENDING VÆNTANLEG Í MARS - VERÐUR AUGLÝST SÍÐAR! NÚ 30% AFLSÁTTUR Á PIPPI OG CLAIRE FATNAÐI Regína Ósk Óskarsdóttir söng- kona fylgist vel með tískunni og hefur gaman af því að kaupa sér föt. Regína segist hafa mjög gaman af því að kaupa sér föt og á sér uppáhalds búðir. „Uppáhalds búðin mín er Vila í Smáralind og svo versla ég stundum í Vero Moda,“ segir Regína. Regína fylgist vel með tískunni en er samt með sinn eigin stíl. „Ég kaupi mér ekki föt sem klæða mig ekki bara af því að þau eru í tísku eins og sumir gera. Ég er hins vegar voða dugleg að grafa upp eitthvað sem klæðir mig og finn yfirleitt eitthvað sem mér líkar,“ segir hún. Regína keypti sér síðast tvo kjóla í Rokki og rósum. „Þetta eru gamlir kjólar, rosa flottir. Annar er svona koníaksbrúnn og hinn er svartur. Ég held að ég eigi eftir að nota þá mjög mikið því það er bæði hægt að dressa þá upp og niður,“ segir hún. Regína er ekki ennþá búin að nota svarta kjólinn en hún fór í koníaksbrúna kjólnum á Íslensku tónlistarverðlaunin um daginn. Regína á sér enga eina uppá- haldsflík. „Ég á mér alltaf bara uppáhaldsflíkur í einhvern ákveð- inn tíma og svo hætti ég að nota þær og eignast nýjar uppáhalds- flíkur,“ segir hún. Regínu finnst gallabuxur ómiss- andi í fataskápinn. „Ég nota galla- buxur mikið og svo finnst mér nauðsynlegt að eiga svört pils því ég er voða mikil pilsa- og kjóla- kona. Ég vil hafa pilsin svona milli- síð eða síð því ég er ekki mikið fyrir mínípils. Mínípilsatískan er tíska sem ég tileinkaði mér ekki,“ segir Regína og hlær. Regína hefur mjög gaman af því að kaupa sér skó. „Ég er mjög mikið í stígvélum og mér finnst frábært hvað er mikið úrval af þeim í verslunum núna. Ég verð alltaf að eiga svört stígvél og svo er ég mjög hrifin af brúnum stíg- vélum núna en ég á stígvél í öllum litum sem ég get notað við ýmis tækifæri.“ emilia@frettabladid.is Klæðist mjög oft kjólum FYRIR KOMANDI SUMAR GÆTU JAFNVEL HINAR HALLÆRISLEGU HAWAII-SKYRTUR ORÐIÐ AÐ TÍSKU- FYRIRBRIGÐI. Hawaii-skyrtur er ekki eitthvað sem maður sér dagsdaglega. Sérstaklega ekki á hinu ísaköldu Íslandi. Þeir einu sem hafa þorað að láta sjá sig í Hawaii-skyrtum á Íslandi eru einstaka flipparar og Dr. Gunni. Á herratískusýningum fyrir komandi sumar hafa nokkrir tískuhönnuðir haft skrautlegar Hawaii-skyrtur í hávegum. Má þar til dæmis nefna Dolce & Gabbana, Kean Etro, Rachel Comey og Paul Smith. Ekki eingöngu hafa hönnuðir verið að leika sér með Hawaii-skyrtur heldur hafa þeir verið að nýta þessi trópísku munstur í fjölmargt annað. Má þar sem dæmi nefna jakka, stutt- buxur, belti, bindi og jakka. Þessir einstöku flipparar og Dr. Gunni geta því fagnað komandi sumri, gengið í Hawaii-skyrtunum sínum stoltir og hver veit nema að aðrir fylgi í kjölfarið? Aloaha! KATTARDÝRAMYNSTUR, TIL DÆMIS HLÉBARÐAMYNSTUR, ERU AÐ RYÐJA SÉR TIL RÚMS HJÁ KARLMÖNNUM. Loðfeldir og dýramynstur hafa hingað til oftast verið bendluð við kvenkynið. Að undanförnu hafa dýramynstur verið afar algeng hjá stúlkum og konum, sérstaklega með auknum vinsældum verslana sem selja notuð föt. Þessi dýramynstur gætu nú einnig verið að færa sig yfir í tískudeild karlmanna. Alltént hafa margir tískuhönnuðir verið að nota allskyns dýramynstur og þá aðallega hlébarðamynstur. Hefur tískuvefur- inn style.com meðal annars hampað hlébarðamynstrinu sem tilvonandi tískufyrirbæri hjá karlmönnum. Ekki er endilega um að ræða heilu hlébarðaskinnin heldur einungis útfærslur á þessum mynstrum á jökkum, peysum og vestum. Vissu- lega mjög svalt enda eru kattardýr eitursvöl og láta ekki vaða yfir sig. Karlkyns kattardýramynstur Regína í koníaksbrúnum kjól sem hún keypti í Rokki og rósum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Margir tískuhönnuðir hafa beitt fjöl- breyttum og exótískum munstrum fyrir komandi sumar í herratískunni. Almennt eru kattardýr afar harðsvíruð og kattardýramynstur ættu því að sóma sér vel á alvöru karlmönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.