Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 23. febrúar 2006 Í BRETLANDI BÝÐST KONUM ELDRI EN 50 ÁRA AÐ KOMA Í BRJÓSTA- KRABBAMEINSLEIT Á ÞRIGGJA ÁRA FRESTI. TÖLUR BENDA TIL ÞESS AÐ LEITIN BJARGI 1.400 MANNSLÍFUM ÁRLEGA. Þetta er haft eftir talsmanni ráðgjafa- nefndar brjóstakrabbameinsleitar- innar. Enn fremur heldur nefndin því fram að leitin hafi minnkað dauðsföll af völdum brjóstakrabbameins um þriðjung og komið í veg fyrir fjölda aðgerða þar sem þurft hefði að fjarlæga brjóst. Á árunum 2003-2004 voru 1,5 millj- ónir kvenna skoðaðar og greindust 11.000 þeirra með brjóstakrabbamein. Þetta þýðir að ein af hverjum 136 konum greindist með illkynja æxli. Dr. Lesley Walker, yfirmaður upplýs- ingamála hjá bresku krabbameins- stofnuninni, segir að brjóstaskoðanir séu líflína fyrir konur á aldrinum 50-70 ára, líflína sem flestar ættu að grípa í. Hún bætir þó við: „Það er mik- ilvægt að muna að brjóstaskoðanir draga ekki úr mikilvægi sjálfsskoðunar og að þekkja hvað er eðlilegt og hvað ekki, svo að hægt sé að tilkynna allar breytingar til læknis.“ Krabbameins- leit virkar Hár blóðþrýstingur er fylgi- fiskur of mikillar saltneyslu. Norðmenn borða að meðaltali 10 grömmum of mikið af salti á hverj- um degi segir norskur sérfræð- ingur, Lars Johansson, í samtali við norska dagblaðið Aftenposten. Þrátt fyrir að saltneysla fólks sé mjög mismunandi borða flestir miklu meira en mælt er með. Afleiðingarnar geta verið of hár blóðþrýstingur og sjúkdómar sem honum fylgja. Mest af því salti sem við neyt- um kemur úr tilbúnum matvörum. Sumir matvælaframleiðendur, eins og norski framleiðandinn Toro sem vel er þekktur hér á landi, hafa tekið vel í athugasemd- ir næringarráðgjafa og minnkað saltinnihald í súpum sínum um 20- 25% undanfarna áratugi. Sömu- leiðis hefur Toro minnkað salt í sósum og öðrum vörum sínum. Í grein blaðsins Aftenposten fylgja með ráðleggingar um hvernig draga má úr saltneyslu og fylgja þær með hér. *Saltbragð er ávanabindandi. Flestir sem kjósa að draga úr salt- neyslu komast að raun um að mat- urinn bragðast jafn vel þótt hann sé minna saltaður. *Búðu til matinn frá grunni, þá veistu hvað þú notar mikið salt. *Saltaðu matinn eftir að hann er tilbúinn og settu lítið salt í einu. *Bragðaðu ætíð á matnum áður en þú saltar hann. *Notaðu jurtir og krydd til að draga fram bragðið af matnum. Of mikil saltneysla Salt er best í hófi. Brjóstaskoðun skilar miklum árangri. ������������������������������������������� ���������������������������������� ���������� �������������������� ������������ ���������� ������������� ��������� ����������� ����������� ����� BDF Beiersdorf Ný námskeið að hefjast! Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi . Markviss uppbygging og styrking fyrir líkamann. Sérstök áhersla lögð á miðjuna – kvið og bak. Vertu velkomin í okkar hóp! Hafðu samband! Skráning hafi n E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n RopeYoga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.