Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 60
 23. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR32 menning@frettabladid.is ! Kl. 20.00Kammersveit Bærum tónlist- arskólans í Noregi heldur tón- leika í Norræna húsinu í kvöld og leikur allt frá Mozart til Mussorgsky. Hljómsveitin verð- ur einnig með tónleika í Lang- holtskirkju síðdegis á morgun og í Tónlistarskóla Kópavogs á laugardaginn. Aðgangur á alla tónleikana er ókeypis. > Ekki missa af ... ... tónleikum Megasar á Vetrarhátíð í Hallgrímskirkju á laugardaginn þar sem hann flytur lög sín við Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar með aðstoð barnakórsins Kammerkórs Biskupstungna og hljóðfæraleikara. ... tónleikum samísku söngkonunn- ar Marit Hætta Överli í Norræna húsinu á laugardagskvöld. Með henni koma fram Klemet Andres Buljo, Hilmar Örn Hilmarsson, Sigtryggur Baldursson, Tómas Tómasson, Steindór Andersen og Guðmundur Pétursson ásamt Bjarna og Bjössa úr Mínus. ... frumsýningu Íslenska dansflokks- ins annað kvöld á tveimur verkum eftir Rui Horta og Didy Veldman. Vetrarhátíð í Reykjavík er ein allsherjar menn- ingarnótt sem stendur í þrjá daga. Meðal viðburða eru fimm orgeltónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík í kvöld. „Við ætlum að opna kirkjuna upp á gátt og spila svo hátt að það heyr- ist út um allan Austurvöll,“ segir Guðmundur Sigurðsson, einn af fimm organistum sem ætla að leika á orgelið í Dómkirkjunni í kvöld. Fyrstu tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og síðan hefjast nýir tónleikar á hálftíma fresti allt kvöldið. „Þetta verður mjög fjölbreytt dagskrá, alveg frá sálmasöng til nútímatónlistar,“ segir Guðmund- ur, sem er organisti í Bústaða- kirkju. Það verður hins vegar Friðrik Vignir Stefánsson, organisti Grundarfjarðarkirkju, sem ríður á vaðið klukkan 20.30 og leikur „Bach fyrir börnin“, fræg verk eftir Bach sem eru svo áheyrileg að börn ættu að geta haft býsna gaman af, til dæmis hina þekktu d- moll tokkötu, Slá þú hjartans hörpustrengi og skemmtilegt stutt verk þar sem eingöngu er spilað á pedalnótur orgelsins. Klukkan níu tekur við af honum Kári Þormar, organisti í Áskirkju, og spilar undir fjöldasöng í kirkj- unni, þekkt sálmalög sem allir ættu að kannast við. Hálftíma síðar er röðin komin að dómorganistanum, Marteini Hunger Friðrikssyni, sem leikur fjölbreytt íslensk öndvegisverk, þar á meðal verk eftir Jón Nordal og Hjálmar H. Ragnarsson. Sjálfur ætlar Guðmundur síðan að setjast við dómkirkjuorgelið klukkan 22 og leika „Djass fyrir Drottin“, en svo hljóðar yfirskrift- in á tónleikum hans. „Þetta er matreiðsla tveggja kompónista á þekktum sálmalög- um, eins konar sálmafantasíur í djassstíl eftir Duke Ellington og George Shearing. Mjög bláir tónar,“ segir Guðmundur. „Svo í lokin ætlum við að spila trylltar tokkötur. Þá ætlum við að slökkva öll ljós í kirkjunni, kveikja á kertum og vera með draugalega stemningu.“ Það er Douglas A. Brotchie, org- anisti í Háteigskirkju, sem leikur villta orgeltónlist í myrkvaðri Dómkirkjunni á þessum síðustu orgeltónleikum kvöldsins. ■ GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Organisti Bústaðakirkju ætlar að leika ólgandi djass úr smiðju Ellingtons og George Shearing á orgel Dómkirkj- unnar í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHEM Organistar eiga kvöldið Spunameistarar af ýmsu tagi fagna því næstu þrjú kvöld að spunakvöld, sem haldin hafa verið reglulega síðustu misseri í Klink og Bank, eru nú komin á vergang því þau húsakynni standa ekki lengur til boða. Í kvöld verður því haldið Spunakvöld í Nýlistasafn- inu, annað kvöld í Stúdentakjallar- anum og á laugardaginn í Nor- ræna húsinu. „Við ætlum að halda almenni- lega upp á það að vera komin á vergang,“ segir Gunnar Gríms- son, sem hefur haldið utan um spunakvöldin ásamt félaga sínum, Magnúsi Jónssyni. Meðal þeirra sem koma fram er finnska tónskáldið og spuna- maðurinn Sami Klemola, en heim- sókn hans til landsins er tilefni þess að efnt er til þessara þriggja spunakvölda nú. „Þeir eru margir sem hafa komið að þessu alveg frá upphafi,“ segir Magnús, en samtökin Spuni hafa staðið fyrir Spunakvöldum reglulega í ein sautján ár, þótt undanfarið hafi samastaður þeirra verið í Spunasal gömlu Hampiðj- unnar, þar sem Klink og Bank var til húsa. Öllum hefur jafnan verið heim- il þátttaka á Spunakvöldunum, hvort sem sú þátttaka er virk eða óvirk. Oftast hafa þau farið fram þannig að fyrst er haldinn undir- búningsfundur þar sem fyrirliggj- andi efni er metið og búin til dag- skrá. Að því búnu hefst dagskráin. „Í þetta skiptið höfum við gefið kost á því að fólk boði þátttöku sína fyrirfram, og þetta fer þá þannig fram að fyrir hlé koma þeir fram sem voru búnir að boða sig en eftir hlé verða svo þeir sem boða þátttöku sína í hléinu.“ Eðli sínu samkvæmt eru spuna- atriði óvænt og því geta gestir átt von á nánast hverju sem er. „Reyndar hefur þetta mest verið tónlist,“ viðurkennir Magn- ús, en tekur fram að gerður sé skýr greinarmunur á spuna og djammi. „Við erum ekki að setjast niður í æfingahúsi að spila bara af því okkur finnst það svo gaman. Mark- miðið er að búa til góða tónlist fyrir áheyrendur, ekki bara að skemmta þeim sem standa á svið- inu.“ Dagskráin í Nýlistasafninu í kvöld hefst klukkan 20, í Stúdenta- kjallaranum annað kvöld klukkan 22 og í Norræna húsinu á laugar- daginn klukkan 20. ■ Spuni á vergangi FRÁ EINU AF SPUNAKVÖLDUNUM Í KLINK OG BANK Spunaleikröð verður í Nýlistasafninu í kvöld, Stúdentakjallaranum annað kvöld og í Norræna húsinu á laugardagskvöldið. Leikritið Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson í samstarfi Kommononsense og nemendaleikhússins aftur á fjalirnar á Litla sviði Borgarleikhússins í mars, en sýningin fékk afar góðar viðtökur jafnt almenn- ings og gagnrýnenda þegar það var sýnt í haust. „Við höfðum sviðið bara í mánuð í haust, en sýningin spurðist vel út og á endanum komust færri að en vildu,“ segir Valur Freyr Einarsson hjá Kommononsense. „Við ákváðum því að sýna það aftur.“ Sýningarnar verða hins vegar aðeins tíu og er því að gera að hafa vaðið fyrir neðan sig og panta tímanlega. Forðist okkur er aðlögun á samnefndri teikni- myndasögu Hugleiks Dagssonar. Stefán Jónsson og Ólöf Ingólfsdóttir, en leikarar eru Birgitta Birgisdótt- ir, Dóra Jóhannsdóttir, Halldóra Malín Pétursdóttir, Jörundur Ragnarsson, Magnea Björk Valdimarsdótt- ir, Stefán Hallur Stefánsson, Sveinn Ólafur Gunnars- son, Víðir Guðmundsson, Valur Freyr Einarsson og Aðalheiður Halldórsdóttir. Forðist okkur aftur á svið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.