Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 4
4 24. júlí 2006 MÁNUDAGUR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 21.7.2006 Bandaríkjadalur 73,68 74,04 Sterlingspund 136,80 137,46 Evra 93,36 93,88 Dönsk króna 12,512 12,586 Norsk króna 11,767 11,837 Sænsk króna 10,101 10,161 Japanskt jen 0,6343 0,6381 SDR 108,83 1089,47 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP 1289,3089 Gengisvísitala krónunnar MS drykkjarvörur í útileguna MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir af næringarefnum. Veldu þér ískaldan mjólkurdrykk í handhægum umbúðum í næstu verslun. Eldur í Flókadal Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Hrísum í Flókadal á sjötta tímanum í fyrrinótt. Skemmdir urðu í risi og á jarðhæð vegna vatns, sóts og elds, en slökkvistarf gekk vel. Ein kona á fimmtugsaldri var í húsinu og slapp hún út af sjálfsdáðum. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLUFRÉTTIR Eldur kom upp í rusli bakdyramegin við geymslu á Sogavegi í gærmorgun. Allt bend- ir til að um íkveikju hafi verið að ræða. Eldurinn var talinn meiri í fyrstu en hann reyndist loks vera og komu fimm bílar frá lögreglu, alls tíu til fimmtán manns. Tals- verður fjöldi slökkvibíla var send- ur á staðinn og gekk auðveldlega að slökkva eldinn. Litlar sem engar skemmdir urðu vegna eldsins, en reyk- skemmdir gætu þó verið nokkr- ar. - sgj Slökkvistarf gekk vel: Eldur í húsi við Sogaveg JARÐSKJÁLFTAR Nokkrir jarðskjálft- ar urðu við Grímsey í fyrrinótt og fram undir morgun. Stærsti skjálftinn var 3,2 á Richter-kvarða og varð hann klukkan 37 mínútur yfir miðnætti. Nokkrir smærri skjálftar komu í kjölfarið. Tíu mínútur yfir tíu í gærmorg- un varð svo skjálfti upp á 2,7 á Richter nálægt Grímsey. - sgj Jarðskjálftar við Grímsey: Sá stærsti 3,2 á Richter-kvarða Stal sælgæti Maður var handtekinn fyrir innbrot í verslun 11-11 í Skipholti í fyrrinótt. Þegar lögregla skipaði manninum að vera kyrr hrundi undan klæðum hans nokkuð magn sælgætis- og snakkpoka. Maðurinn var ölvaður og ekki lítur út fyrir að hann hafi stolið öðru en góðgætinu. SKIPULAGSMÁL Borgarráð Reykja- víkur samþykkti á fundi síðastlið- inn fimmtudag að stofna verkefnis- stjórn, sem skal láta athuga framtíðarstaðsetningu olíubirgða- stöðvarinnar í Örfirisey. Í kjölfar- ið verði svo athugað hvort betra væri að hafa stöðina í Hvalfirði eða á Grundartanga. Einnig verð- ur skoðað hvort henti að flytja olíu svo langa leið frá nýrri stöð inn í höfuðborgina. Gísli Marteinn Baldursson, sem situr í borgarráði, segir hugmynd- ina hafa verið lengi uppi á borðinu. „Þessi tillaga sem við lögðum fram núna miðar að því að finna aðrar lausnir og komast að því hvar ann- ars staðar þessir olíugeymar geta verið,“ segir Gísli. Gísli segir ástæðuna fyrir þessu vera fyrirhugaða fimm til tíuþús- und manna íbúðabyggð í Örfirisey. „Olíubirgðastöð fer ekki saman við þær áætlanir. Það þarf að keyra mörg tonn af eldsneyti gegnum miðborgina, sem er ekki gott fyrir neinn. Þessi byggð mun þó ekki rísa á næstunni, fyrst verður byggt á Geldinganesinu, en Örfirisey er gott byggingaland og þetta yrði mikill áfangi í þéttingu byggðar.“ Verkefnisstjórnin mun skila til- lögum um verklag og tímaáætlun til borgarráðs fyrir 15. september. - sgj Borgarráð lætur skoða hvort henti að flytja olíubirgðastöð burt úr miðbænum: Rýmt verði fyrir íbúðabyggð OLÍUTANKARNIR Í ÖRFIRISEY Meirihlutinn í borginni telur Örfirisey vera áhugaverðan kost fyrir íbúðabyggð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEILBRIGÐISMÁL Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur starfað við geðdeild Landspítalans í tæp 25 ár og gegnir nú stöðu forstöðuiðju- þjálfa við deildina. Elín er ósátt við stefnu spítalans í meðferðar- úrræðum fyrir geðsjúka og vill sjá breytingar. Elín er nú í náms- leyfi og í tengslum við námið vann hún úr notendarannsókn meðal geðsjúkra þar sem kemur í ljós að engin ein leið er sú rétta í átt að bata og engin ein stétt sem ætti að hafa forræðið þegar kemur að meðferðarúrræðum fyrir geð- sjúka. „Ég vil minnka umsvif geð- deildar LSH og færa þjónustuna sem mest í nærumhverfi fólks þar sem unnið er út frá styrkleikum og þátttöku í samfélaginu og því að gera fólk betur í stakk búið að komast aftur út í samfélagið. Það vinnst svo takmarkaður árangur með því að taka fólk út úr samfé- laginu til að lækna það eins og gert er á geðdeild LSH.“ Elín lýsir ánægju með tilrauna- verkefnið Ný leið fyrir unglinga í vanda sem hleypt var af stokkun- um nú um helgina og vill sjá sams konar úrræði fyrir geðsjúka. Elín er enn fremur mjög ósátt við þá stéttaskiptingu sem er við lýði á geðdeild Landspítalans en þar spila læknar og hjúkrunar- fræðingar stærsta hlutverkið. „Í nýju stjórnskipulagi var sú leið farin að setja hjúkrunarfræðing og lækni yfir flest svið á LSH og sú breyting gerð að nýskipaðir yfirmenn fengu aukin völd og bera þeir nú alfarið ábyrgð á fjárhag og starfsemi deildanna.“ Elín segist hafa litla trú á því stjórnarfyrirkomulagi sem ríki innan LSH og segir tilkomu hátæknisjúkrahúss engu bæta þar um. „Þrátt fyrir innihaldsfagra starfsmannastefnu spítalans er það staðreynd að starfsfólk hans er mismikils metið og hefur mis- mikil áhrif.“ Elín hefur háð launa- baráttu við LSH og finnur sárlega til þess að sitja ekki við sama borð og aðrir hærra settir í valda- pýramída spítalans. „Ég hef ekki sama bakland og yfirlæknar LSH, sem hafa töluvert hærri tekjur en ég og hafa þar af leiðandi efni á að ráða sér lögfræðing ef þeim finnst á sér brotið og fara með málið til Hæstaréttar.“ Elín segir að í seinni tíð sé það orðin lenska að starfsfólk LSH annað hvort yfirgefi spítalann eða fari í mál því lítið rúm sé fyrir skiptar skoðanir og lítið sé hlustað á raddir starfsfólks sem séu á skjön við ríkjandi fyrirkomulag. Elín segir að lokum mikilvægt að fólk láti í ljós skoðanir sínar á starfsemi LSH, ekki síst í ljósi þess að spítalinn sé í eigu allra landsmanna. hugrun@frettabladid.is Meðferðarúrræði úr takt við tímann Endurskipuleggja þarf meðferð fyrir geðsjúka, að mati Elínar Ebbu Ásmunds- dóttur, meðlims Hugarafls. Hún er þeirrar skoðunar að skerða eigi þá starfsemi sem nú er í höndum geðdeildar LSH og byggja upp önnur úrræði fyrir geðsjúka. ELÍN EBBA ÁSMUNDSDÓTTIR Meðlimur Hugarafls. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐ- DEILDAR LANDSPÍTALANS Elín Ebba vill minnka umsvif geðeildarinnar og færa þjónustuna í nær- umhverfi fólks. Amfetamín á Húsavík Lögreglan á Húsavík lagði hald á fimm grömm af ætluðu amfetamíni í gær. Hún hafði fengið vísbendingu um efnið í bíl á leið til bæjarins og reyndist vísbendingin rétt. Ekki er talið að efnið hafi verið ætlað til sölu. Málið telst nú upplýst. Tekinn með amfetamín Karlmaður var tekinn í fyrrinótt í Kópavogi með amfetamín í fórum sínum, en bíll sem hann var farþegi í var stöðvaður við reglubundið eftirlit. Málið telst upplýst. LÖGREGLUFRÉTTIR NÝJA-DELÍ, AP Litlum dreng var bjargað úr átján metra djúpri holu á Indlandi í gær. Drengurinn hafði mátt dúsa í holunni í tæpar fimm- tíu klukkustundir eða síðan á föstudaginn. Atvikið vakti mikla athygli um víða veröld þar sem indversk sjón- varpsstöð kom myndavél niður í holuna og var með beina útsend- ingu af ástandi drengsins og björg- unaraðgerðum allan sólarhring- inn. Til að tryggja að holan félli ekki saman og drengurinn græfist inni handgrófu indverskir her- menn nýja holu og tengdu hana við þá fyrri með neðanjarðargöng- um. Samkvæmt indversku sjón- varpsstöðinni Zee var dagur frels- unarinnar einnig fimm ára afmælisdagur piltsins. - kóþ Lítill drengur á Indlandi: Bjargað eftir fimmtíu tíma AFTUR OFANJARÐAR Drengurinn Prins sést hér borinn í burtu frá átján metra djúpri holunni. NORDICPHOTOS/AFP SÓMALÍA, AP Hundruð eþíópískra hermanna fóru í fyrradag inn í sinn annan bæ í Sómalíu til að styðja stjórn stríðsherra í landinu. Eþíóp- ísk stjórnvöld neita að hafa sent herlið inn í landið en íbúar og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru á öðru máli. Auk þess sveima herþyrlur um svæðið, en engin slík er í eigu sómalska hersins. Herinn hóf innreið sína síðast- liðinn fimmtudag og í kjölfarið lauk friðarviðræðum stjórnar stríðsherranna við íslamska bók- stafstrúarmenn. Múslimarnir gengu út af fundinum og sögðu vopnahlé hafa verið rofið með inn- rás hers Eþíópíu. - sgj Eþíópíski herinn neitar innrás: Hafa tekið tvo bæi í Sómalíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.