Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 16
 24. júlí 2006 MÁNUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Svona erum við FRÉTTASKÝRING SIGRÍÐUR D. GUÐMUNDSD. sdg@frettabladid.is TRYGGÐU ÞÉR BLAÐIÐ Í ÁSKRIFT MEÐ 30% AFSLÆTTI Á AÐEINS 489 KR. EINTAKIÐ OG FÁÐU VEGLEGA GJÖF Í KAUPBÆTI GLÆNÝTT VEGGFÓÐUR ER KOMIÐ ÚT ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS • Draumahús íslenskra hjóna í Hollandi • Fjörupikknikk Áslaugar Snorradóttur • Rómantískt heimili Fjölnis Elvarssonar og Rósu Svövudóttur • Dagar Magnúsar Scheving fullir af tækifærum > Fjöldi brautskráðra með meistara- gráðu á Íslandi Mávar eru farnir að gera mörgum íbúuum höfuðborgarsvæðisins lífið leitt og hafa sumir borgarfulltrúar skorið upp herör gegn mávunum. Guðmundur Björnsson er rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg. Hversu mikið er af mávum í borg- inni? Síðustu tölur frá 1990 herma að stofn- inn á landinu telji um 110 þúsund fugla. Ég hef heyrt að í borginni séu í kringum 3000 stykki. Hefur fuglunum fjölgað undan- farið? Það eru ekki til tölur um það. Mín tilfinning er að það séu færri fuglar í vörpunum en hefur verið. Eru svona mávavandamál þekkt erlendis? Menn hafa lent í svona og tekið á þeim málum á sama hátt og hér er gert, og meira að segja með svefnlyfj- um líka. SPURT & SVARAÐ MÁVAVANDINN Meindýraeyðar skjóta máva Þó að margir stjórnmálamenn telji það auðvelt hafa fræðimenn ekki náð samstöðu um hver getur talist hryðjuverkamaður. Vandinn felst aðallega í því að erfitt er að skilgreina hver sé munurinn á hermanni, skæruliða og hryðju- verkamanni. Slíkt mat getur farið eftir pólitísk- um tilgangi þess sem skilgreinir eða hugsun- argangi á hverjum tíma, að sögn Vísindavefs Háskóla Íslands. Hvað er hryðjuverkamaður? Í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 hefur verið erfiðara að skilgreina hugtakið „hryðjuverkamaður”, því margir valdhafar hafa notað hugtakið eftir hentugleika. Hryðjuverkamenn vinna í hópum sem fara leynt og ráðast á saklausa borgara í pólitískum tilgangi. Hins vegar eru hermenn merktir og berjast fyrir opnum tjöldum gegn öðrum hermönnum. Þeim er bannað að ráðast á borgara. Munurinn er því eðli skotmarka. Skæruliði er svo annað hugtak, en skæruliðar berjast fyrir stjórnarskiptum eða byltingum og getur barátta þeirra jafnvel verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu. Hvenær hefur almenningsálit breytt skil- greiningunni? Dæmi eru um það að álit á aðilum hefur breyst í takt við tíðarandann. Til dæmis var Nelson Mandela úthrópaður sem hryðjuverkamaður fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Það breyttist allt eftir að aðskiln- aðarstefnunni lauk, hann varð forseti og hlaut friðarverðlaun Nóbels. Hvað er hryðjuverk? Orðið hryðjuverk var fyrst notað um stjórnar- athafnir ógnarstjórnar Jakobína í Frakklandi undir lok 18. aldar, þegar fjölmargir pólitískir andstæðingar þeirra voru sendir í fallöxina. Nú á dögum er orðið notað á annan hátt. Verknaðir öfgahópa og andspyrnuafla eru kallaðir hryðju- verk, en aðgerðir stjórnvalda og herja eitthvað annað. Árásir ríkisstjórna á eigin þegna eru kölluð mannréttindabrot, en árásir gegn þegnum annarra ríkja eru kallaðar stríðsglæpir. FBL GREINING: HRYÐJUVERKAMAÐUR Huglægt hver er hryðjuverkamaður Meginmarkmið rannsóknar- áætlunarinnar, sem felur í sér veiðar á 200 hrefnum, er að afla grunnþekkingar á fæðuvistfræði hrefnu hér við land en auk rann- sókna á fæðusamsetningu með greiningu magainnihalds verður aflað annarra gagna sem nauð- synleg eru til að meta afrán teg- undarinnar á hinum ýmsu fæðu- tegundum. Sýnatökur hófust í ágúst 2003 og voru 37 hrefnur veiddar á veiði- tímabilinu það árið. Árið 2004 voru 25 hrefnur veiddar og árið 2005 veiddust 39 hrefnur. Sjávar- útvegsráðuneytið gaf leyfi fyrir veiðum á 50 hrefnum á veiðitíma- bilinu í ár og hafa 28 hrefnur verið veiddar af þeim kvóta. Veiðitíma- bilinu í ár átti að ljúka 4. ágúst en sökum mikillar brælu í sumar var ákveðið að lengja tímabilið til 18. ágúst. Hafrannsóknastofnunin gerði verktakasamning við Félag hrefnuveiðimanna vegna vísinda- veiðanna en enginn annar leyfi til að veiða hér hrefnur. Á vef Haf- rannsóknastofnunarinnar er tekið fram að vísindaveiðarnar séu ekki dulbúnar atvinnuveiðar þar sem tryggt sé að allur hugsanlegur ágóði af sölu afurða renni til rann- sóknanna. Áður en veiðar hófust var gerð kostnaðaráætlun sem tók meðal annars til launa og reksturs skipa og í lok veiðitímabils er bók- hald veiðimanna yfirfarið af endurskoðendum. Eftirspurn eftir hrefnukjöti Að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna, hefur sala á hrefnukjöti gengið vonum framar í ár. „Við byrjuðum á ákveðinni markaðssetningu í fyrra sem er að skila sér núna. Miðað við þá eftirspurn sem við erum að sjá er ekki hægt að segja að það sé ekki markaður fyrir hrefnukjöt á Íslandi.“ Gunnar segir að erlendir ferðamenn séu einna æstastir í að kaupa hrefnukjötið en hörð gagn- rýni á hvalveiðar hefur undanfar- in ár komið frá einum geira í ferðaþjónustu, fulltrúum hvala- skoðunarskipa. Hvalaskoðun og hvalveiðar Hvalaskoðun hófst við strendur Íslands árið 1995 og hefur verið sívaxandi iðnaður síðan. Sam- kvæmt úttekt auðlindasérfræð- ings sem gerð var árið 2003 eru beinar og óbeinar tekjur í kring- um milljarð að sögn Ásbjörns Björgvinssonar, formanns Hvala- skoðunarsamtakanna. „Aðalsölu- varan okkar er gæfustu og for- vitnustu dýrin sem koma upp á bátunum. Það er því verið að skaða okkur með beinum hætti með veið- um þar sem þetta eru dýrin sem hrefnuveiðimenn skjóta helst.“ Ásbjörn segir að þegar ákveðið hafi verið að hefja vísindaveiðar hafi sjávarútvegsráðherra lofað að ekki yrði veitt á skilgreindum hvalaskoðunarsvæðum. „Þegar það var ekki að ganga eftir kvört- uðum við yfir því við sjávar- útvegsráðuneytið og sýndum hvaða svæði það væru sem við hefðum verið að sigla um. Yfir- maður hvaladeildar Hafrann- sóknastofnunarinnar sagði þá að þeir hefðu ekki áttað sig á því á hvaða svæði hvalaskoðunarskipin væru að sigla á og vildi ekki sam- þykkja þau.“ Gísli Víkingsson, hvalasér- fræðingur hjá Hafrannsókna- stofnuninni, segir að vissulega sé ágreiningur um skilgreiningu á svæðum. „En við höfum notað þá reglu að fara ekki inn á þau svæði við vísindaveiðarnar þar sem hvalaskoðunarfyrirtækin eru í reglulegum ferðum. En sum fyrir- tækin vildu skilgreina stærra hvalaskoðunarsvæði en við gátum samþykkt. Til dæmis er Faxafló- inn langþéttasta hrefnusvæði landsins og það myndi skekkja sýnatöku ef við værum útilokaðir þaðan.“ Gísli segir að Hafrann- sóknastofnunin hafi ekki viljað beita sér fyrir því að svæðin yrðu skilgreind nákvæmlega þar sem um takmarkaða rannsókn sé að ræða. „Líkur eru á að atvinnuveið- ar hefjist síðar og við vildum því ekki setja fordæmi núna.“ Hafrannsóknastofnunin hefur mælt með veiðum á hrefnu af líf- fræðilegum ástæðum á allt að 400 dýrum undanfarin ár. Um 44 þús- und hrefnur eru á landgrunni Íslands samkvæmt síðustu mæl- ingu, sem fór fram árið 2001. Næsta mæling verður gerð eftir ár. Atvinnuveiðar rökrétt framhald Ekki hafa verið teknar neinar pólitískar ákvarðanir um hvað tekur við þegar vísindaveiðum lýkur, að sögn Einars K. Guðfinns- sonar sjávarútvegsráðherra. „En ég tel rökrétt framhald að við stundum hvalveiðar í atvinnu- skyni. Allar líffræðilegar forsend- ur eru til staðar og það er orðið óumdeilt að takmarkaðar veiðar munu ekki hafa nein neikvæð áhrif á hvalastofna nema síður sé. Og þjóðréttarlega séð höfum við allan rétt okkar megin.“ Einar segir þó að þetta þurfi að vega og meta út frá öllum hliðum. „Menn hafa talað um það að hvalveiðar myndu trufla aðra atvinnustarf- semi á borð við ferðaþjónustu. Nú höfum við stundað hvalveiðar í þrjú ár sem hefur ekki haft nein slæm áhrif á ferðaþjónustu nema síður sé. Reynslan hefur því sýnt að ótti manna var ástæðulaus.“ Spurður hvort ekki þurfi að skilgreina nánar svæði hvalaskoð- unar annars vegar og hvalveiða hins vegar segir Einar það engan vanda. „Það má skilgreina svæði sem hvalveiðar fara ekki fram á til þess að koma til móts við hags- muni hvalaskoðunarfyrirtækja. Hafsvæðið í kringum Ísland er nægilega stórt til að bera hvoru- tveggja hvalveiðar og hvalaskoð- un.“ Atvinnuveiðar á hrefnu hefjast hugsanlega á næsta ári VAXANDI ATVINNUGREIN Hvalaskoðun hófst við strendur Íslands árið 1995 og hefur verið sívaxandi atvinnugrein síðan. Vísindaveiðum á hrefnu við Íslandsstrendur lýkur á næsta ári og vonast Félag hrefnuveiðimanna til þess að atvinnu- veiðar taki þá við. Sjávarútvegsráðherra telur atvinnuveið- ar rökrétt framhald af vísindaveiðunum. VÍSINDAVEIÐAR Árið 2003 hófust hvalveiðar í vísindaskyni. VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN Hvalveiðiskipin hafa verið bundin við bryggju síðan árið 1989. GUÐMUNDUR BJÖRNSSON 21 7 28 6 10 2 Heimild: www.hi.is 2000 2002 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.