Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 46
 24. júlí 2006 MÁNUDAGUR28 – Mest lesið Þetta gæti tekið tíma Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu? Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss um að eignin þín nái athygli sem flestra! *Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006 F í t o n / S Í A „Ég myndi vilja eiga hús einhvers staðar við Miðjarðarhafið með aldingarði þar sem ég myndi rækta alls kyns ávexti, grænmeti og kryddjurtir. Það væri alltaf ferskt grænmeti í salatinu, ferskir ávextir með morgunmatnum og tilraunir með kryddjurtirnar í eldhúsinu. Síðan væri ég með blómarækt, lítinn gosbrunn og sundlaug í bakgarðinum,“ segir Álfrún og bætir við að það sé mikilvægt að hafa nóg pláss fyrir alla gestina. „Húsið yrði að vera mjög rúmgott og stofan notaleg, ekki með of mörgum húsgögnum en samt nóg af stórum og mjúkum sófum þannig að það sé sæti fyrir alla. Það væru opnanlegar hurðir út í garðinn þar sem væri pallur og þar yrði slegið upp stórum matar- veislum. Inni í húsinu væru húsgögn í antíkstíl, marmari á gólfum og hlýleg marokkósk teppi til að hafa þetta svolítið huggulegra.“ Álfrún myndi ekki búa í húsinu allt árið um kring. „Maður ætti góða íbúð í Reykjavík og eina í New York en dvelja í draumahús- inu í fríum og svona. Síðan myndi ég dvelja þarna í ellinni,“ segir Álfrún að lokum. DRAUMAHÚSIÐ MITT: ÁLFRÚN ÖRNÓLFSDÓTTIR LEIKKONA Gestir ávallt velkomnir Álfrún Örnólfsdóttir leikkona myndi vilja búa við Miðjarðarhafið. Háskóli Íslands var stofnaður árið 1911. Fyrstu árin var hann starfræktur í Alþingishúsinu við Austurvöll en árið 1940 fluttist hann á núverandi stað. Aðalbyggingu Háskóla Íslands og lóðina framan við hana skipulagði Guðjón Samúelsson á árunum 1936 til 1940. Byggingin er í klassískum byggingarstíl og er framhliðin samhverf um miðju. Eftir aðalálmunni endilangri er gangur með skólastofum og skrifstofum til hvorrar handar en fyrir miðju húsinu er glæsilegur forsalur þaðan sem stigar liggja upp á efri hæðir hússins. Innviðir hússins eru hinir glæsilegustu, gólf forsalarins er lagt hellum úr Öskjuhlíð, loftið er klætt silfurbergi og súlur framan við hátíðarsalinn eru úr hrafntinnu. HÁSKÓLI ÍSLANDS Í febrúar síðastliðnum hófu Íslenskir aðalverktakar byggingu á glæsilegu fjölbýlishúsi við Lindargötu 27 í Reykjavík. Húsið er á átta hæðum, með 21 íbúð og sex bílskúrum, í hæsta gæðaflokki. Fjórar íbúðir eru á hverri hæð á fyrstu fimm hæðum hússins, tvær íbúðir á þeirri sjöttu og sjöundu og þakíbúð á efstu hæðinni. Með byggingu húsnæðisins er verið að svara vaxandi eftirpurn eftir lúxusíbúðum í miðbæ Reykja- víkur, enda er það á frábærum stað. Hver íbúð kemur fullbúin með parketti og gólfflísum á eldhúsi og baðherbergi, en sér þvottaher- bergi fylgir hverri íbúð ásamt góðu geymslurými í kjallara. Húsið er klætt að utan og glugg- ar álkæddir viðargluggar og því þarfnast það lítils viðhalds. Þá er búið að ganga frá lóð og sameign hússins. Heiðurinn að hönnun húsnæð- isins eiga Hornsteinar arkitektar, en hugmyndin að baki hönnuninni var að tengja saman nýbyggingar, sem eru austan megin við húsnæð- ið, við gömlu byggðina, sem er vestur af því. Með það í huga var ákveðið að klæða bygginguna með dumbrauðri sléttri álklæðningu og báraðri zinkklæðningu, auk þess sem byggingin er lægri á vesturendanum af tilliti við gömlu byggðina. Framkvæmdir ganga vel, en um þessar mundir er verið að steypa fimmtu hæðina. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar í júní 2007. - rve Lúxusíbúðir í miðbænum Glæsilegt fjölbýlishús rís í hjarta borgarinnar. MYND/ONNO SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 2/6- 8/6 112 9/6- 15/6 120 16/6- 22/6 202 23/6- 29/6 117 30/6- 6/7 121 7/7- 13/7 116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.