Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 48
 24. júlí 2006 MÁNUDAGUR20 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hermanía Kristín Þórarinsdóttir Skálagerði 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju mánudaginn 24. júlí kl. 13.00. Andrea Danielssen Páll Ragnarsson Sigurþór Charles Málfríður Sjöfn Guðmundsson Hilmarsdóttir Bjarni Ólafur Guðmundsson Martina Guðmundsson Þórarinn Guðmundsson Guðbjörg Ívarsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnheiður Daníelsdóttir Gnoðarvogi 38, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 16. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. júlí kl. 15.00. Árni Sigurðsson Sigurður Árnason Bryndís Alda Jónsdóttir Ingunn Árnadóttir Sighvatur Arnarsson Helgi Árnason Sigurlína Jóhannesdóttir Daníel Árnason Sigurhanna Sigfúsdóttir Gylfi Árnason Guðrún Vala Elísdóttir barnabörn og barnabarnabörn MERKISATBURÐIR 1923 Lausanne-samkomulagið sem markaði landamæri Tyrklands er undirritað af Grikklandi og Búlgaríu ásamt öðrum þátttakendum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 1933 Ferðafélag Íslands fer í fyrstu Þórsmerkurferð sína. 1956 Ríkisstjórn Hermanns Jónas- sonar tekur við völdum og situr í rúm tvö ár. 1974 Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar að Richard Nixon forseta beri skylda til þess að afhenda spólur með samtölum úr Hvíta húsinu vegna rannsóknar á Watergate-málinu. 2005 Lance Armstrong vinnur Tour de France í sjöunda sinn. PETER SELLERS (1925-1980) LÉST ÞENNAN DAG. „Það er enginn ég. Ég er ekki til. Ég var einu sinni til en ég lét fjarlægja mig með skurðaðgerð.“ Peter Sellers var enskur gamanleikari. AFMÆLI Ástrós Gunnars- dóttir dansari er 42 ára. Bryndís Hólm er 41 árs. Birkir Jón Jóns- son alþingismað- ur er 27 ára. Húsavíkurhátíð hefst í dag en í ár verður Mærudögum og Sænskum dögum í fyrsta sinn splæst saman. Hátíðin stendur í viku og er boðið upp á veglega menningar- og skemmtidagskrá sem er ætlað að höfða til allrar fjöl- skyldunnar. Þórunn Harðar- dóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir að Mæru- dagar hafi fyrst verið haldn- ir árið 1997 en að Sænskir dagar hafi verið haldnir í fyrsta sinn í fyrra. „Mærudagar eru fjöl- skylduhátíð fyrir Húsvík- inga, bæði fyrir þá sem búa hér og brottflutta. Það eru margir gamlir Húsvíkingar sem koma heim og heilsa upp á vini og ættingja og síðan er þetta líka fyrir íslenskar fjölskyldur sem eru á ferðinni og erlenda ferðamenn,“ segir Þórunn. Hugmyndin að Sænskum dögum kviknaði árið 1998 þegar Húsvíkingar héldu upp á dag Garðars Svavars- sonar en hann var sænskur víkingur sem kom hingað til lands árið 870. „Við höfum alltaf haft mikinn áhuga á að styrkja menningartengls á milli Íslands og Svíþjóðar í tengslum við þá stórmerki- legu sögu sem við eigum um Garðar Svavarsson og Náttfara. Garðar Svavars- son kom frá Svíþjóð og var fyrstur til að uppgötva að Ísland var eyja og hafði hér vetursetu. Náttfari dvaldi hér áfram og var í rauninni fyrsti landnámsmaðurinn,“ segir Þórunn en það var síðan Ingólfur Arnarson sem fékk heiðurinn af því að vera fyrsti landnáms- maðurinn. „Við höfum unnið mjög náið með sænska sendiráðinu í þessu og erum líka að vinna að sýningu um Garðar Svavarson sem heit- ir Garðarshólm,“ en það nafn gaf Garðar landinu þegar hann kom hingað til lands. Meðal viðburða á hátíð- inni eru siglinganámskeið fyrir börn og unglinga, golf- mót, bílasýning, tónleikar, tívolí, fjölskylduskemmtun og sirkusnámskeið en sænskur sirkus ætlar að mæta á svæðið. Einnig verður boðið upp á fyrir- lestra, glerlistasýningu og brennu. „Síðan verður sænskur matseðill á veit- ingastaðnum Gamla bauk og það er kokkurinn úr sendiráðinu sem ætlar að elda sænskan mat,“ segir Þórunn en sendiherra Sví- þjóðar á Íslandi, Madeleine Ströje-Wilkens, ætlar að koma til Húsavíkur og ávarpa gesti hátíðarinnar. Það er ókeypis inn á hátíðina en það kostar inn á einstaka viðburði eins og tónleikana, leiksýningarnar og böllin sem haldin verða á laugardagskvöldið. Á tjald- stæðinu þarf aðeins að borga fyrir fyrstu nóttina en eftir það geta gestir dvalið þar sér að kostnaðar- lausu. gudrun@frettabladid.is HÚSAVÍKURHÁTIÐ: HEFST Í DAG Góð stemning í bænum FRÁ HÁTÍÐARHÖLDUNUM Í HÚSAVÍK Í FYRRA Í ár verða Mærudagar og Sænskir dagar í fyrsta sinn haldnir saman en sendiherra Svíþjóðar, forseti Íslands og utanríkisráðherra munu öll heiðra hátíðargesti með nærveru sinni. ÚTFARIR 13.00 Hermanía Kristín Þórar- insdóttir, Skálagerði 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensás- kirkju. 13.00 Ragnar Marnó Bjarnason, rafvirkjameistari, Háagerði 31, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu. 15.00 Sæmundur Björnsson, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju Á þessum degi árið 1911 enduruppgötvaði Hiram Bing- ham hina fornu borg Inka, Macchu Picchu. Borgin er um 80 kílómetra norðvestur af Cuzco í Andesfjöllunum í Perú og er í 2.350 metra hæð yfir sjávarmáli. Hiram Bingham, prófessor við Yale-háskólann í Bandaríkjunum, var leiddur til Macchu Picchu af heimamanninum Melchor Arteaga. Þrátt fyrir að umheimurinn hafi ekki vitað af tilvist borgarinnar gerðu heimamenn það. Talið er að borgin hafi verið byggð af Sapa Inca Pachacuti um 1440 en þar var búið til ársins 1532 þegar Spánverjar réðust inn í Perú og náðu landinu á sitt vald. Borgin var ekki hefðbundin Inkaborg heldur er talið að þangað hafi þeir farið til þess að hvíla sig frá ys og þys stærri borganna. Yfir háannatímann hafi búið þar um 750 manns en mun færri á meðan á regn- tímanum stóð. Macchu Picchu er einn frægasti minnisvarði um veldi Inkana en það var stærsta veldi Ameríku fyrir tíma Kólumbusar. Árið 1983 var Macchu Picchu sett á heimsminjaskrá UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þangað kemur mikill fjöldi ferðamanna á hverju ári en margir óttast þó of mikinn ágang þeirra um svæðið. Macchu Picchu er mikilvægasti ferðamannastaður Perú og hafa stjórnvöld þar í landi barist fyrir að fá til baka þá muni sem Bingham tók með sér til Yale á sínum tíma. ÞETTA GERÐIST 24. JÚLÍ 1911. Macchu Picchu finnst Á þessum degi í New York árið 1956 skemmtu þeir Dean Martin og Jerry Lewis í síðasta sinn saman á Copa- cabana-klúbbnum en þar höfðu þeir staðið fyrir skemmtunum í tíu ár. Dean Martin var leikari og söngvari og vinsæll skemmtikraftur í Banda- ríkjunum um miðja síðustu öld. Hann hitti Lewis á næturklúbbi þar sem þeir voru báðir að skemmta og með þeim tókst vinátta og síðar samvinna. Þeir hófu samstarf sitt árið 1946 í Atl- anta og urðu fljótlega mjög vinsælir en samstarf þeirra brast árið 1956. Lewis gekk vel að fá störf í Hollywood en Martin átti erfiðara upp- dráttar. Martin var hins vegar mjög vinsæll skemmtikraftur og árið 1965 fékk hann sinn eigin sjónvarpsþátt á NBC-sjón- varpsstöðinni sem hét The Dean Martin Show. Hann var einnig vinsæll söngvari og var hluti af Rottugeng- inu ásamt þeim Frank Sin- atra, Sammy Davis Jr., Peter Lawford og Joey Bishop. Hann lést árið 1995, þá 78 ára gamall. Martin og Lewis skemmta í síðasta sinn Þessi skrautlegi stuðningsmaður var mættur á fóboltaleik á Green Point-vellinum í Höfðaborg í Suður- Afríku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DEAN MARTIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.