Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 10
10 24. júlí 2006 MÁNUDAGUR 1.390.000,- Bílumst! Nýr, fallegri og miklu betri Opel. ��� ����������������������������������������������������������������� ��� �������������������������������������������������������� �������������������������� ��������� ����������������������������� ��� ����� ������ ����������������� ����������������� ������������������������ ��������� ����������������� ���������� � ����� ����������� ���������������������� ATVINNUMÁL Breskur maður var boðaður í starfsviðtal hjá veitinga- húsi í Reykjavík eftir að hann svaraði atvinnuauglýsingu. Í framhaldi var hann beðinn um að vinna eina vakt á veitingahúsinu, í sjö tíma, til reynslu, án þess að fá greitt fyrir. Manninum, sem heitir David Anderson, var tjáð á mánudag að hann ætti að mæta komandi mið- vikudag til reynslu. „Ég spurði um leið hvort ég fengi greitt fyrir vaktina og sagði þá maðurinn að hann teldi svo vera, en hann þyrfti að spyrja yfirmann sinn,“ segir David. „Svo þegar ég mætti til vinnu á miðvikudaginn spurði ég aftur hvort ég fengi greitt og þá sagði maðurinn að svo væri ekki, svo ég afþakkaði boðið.“ Stéttarfélagið Efling segir svona atvik kolólögleg en alls ekki ný af nálinni. „Við þekkjum nokk- ur dæmi þess að fólk er beðið um að vinna til reynslu án þess að fá borgað og er meira að segja látið vinna yfirvinnu. Svo er hringt í það daginn eftir og því tjáð að það fái ekki vinnuna,“ segir Ágúst Þor- láksson, þjónustufulltrúi hjá stétt- arfélaginu Eflingu. Ágúst segir stéttarfélagið aðstoða fólk sem er beitt slíkum órétti. „Ef svona mál kemur inn til okkar er það sett beint í lögfræði- innheimtu og þarf þá atvinnuveit- andinn að borga auka fimmtán þúsund krónur fyrir það eitt að fá bréf frá lögfræðingi. Atvinnurek- endur kjósa yfirleitt að borga ef þeir telja að viðkomandi ætli að gera veður út af svona,“ segir Ágúst. Að sögn Guðmundar Hilmars- sonar hjá Alþýðusambandi Íslands eru fá viðurlög við slíku hátterni hjá atvinnurekendum. „Það eru engin viðurlög til í sjálfu sér, nema að þeir komast ekki upp með svona,“ segir Guðmundur. Hann segir að ef menn séu beðnir munn- lega um að koma í einn dag til vinnu verði atvinnurekendur að virða uppsagnarfrestinn. Enginn geti unnið án þess að vera beðinn og beiðnin jafngildi ráðningar- samningi. „Menn verða að virða uppsagnarfrestinn, sem er mis- munandi eftir kjarasamningum. Það skiptir engu hvort um munn- legan eða skriflegan ráðningar- samning er að ræða því þeir hafa sama gildi.“ aegir@frettabladid.is Látinn vinna launalaust Veitingahús í Reykjavík auglýsti eftir starfskröftum á dögunum. Maður sem sótti um starf var beðinn að vinna einn vinnudag til reynslu og fá ekkert greitt fyrir. Kolólöglegt athæfi, segja stéttarfélögin. VANN KAUPLAUST David Anderson var beðinn að vinna einn dag til reynslu á veitingastað í borginni. Hann fékk ekki greitt fyrir vaktina. Myndin er úr safni. DÓMSMÁL Tveir karlmenn á þrí- tugsaldri voru í Héraðsdómi Reykjaness dæmdir í sektir og fangelsi fyrir líkamsárás, eigna- spjöll og þjófnaði. Mennirnir tveir réðust í júní í fyrra að ómerktum lögreglubíl í Hafnarfirði eftir að hafa veitt honum eftirför og króað hann af. Þeir brutu báðar fremri hliðarrúð- ur bílsins þannig að glerbrotum rigndi yfir óeinkennisklæddu lög- reglumennina tvo sem í bílnum sátu, en lögreglumennirnir hlutu af því skurði og rispur. Mennirnir höfðu ætlað að aðstoða kunningja sinn við að endurheimta farsíma sem tekinn hafði verið upp í fíkni- efnaskuld en rugluðust á bílum og réðust á lögreglumennina. Annar árásarmannanna hlaut hundrað þúsund króna fjársekt fyrir athæf- ið. Hinn maðurinn var einnig sak- felldur fyrir fjögur innbrot og þjófnaði, þar sem hann stal pen- ingum og ýmsu góssi að verðmæti tæpar fimm hundruð þúsund krón- ur. Sá hlaut níu mánaða fangelsis- dóm, þar af átta mánuði skilorðs- bundna til þriggja ára, auk fjársekta til handa ríkisins og þeirra sem hann rændi, samtals tæpar sex hundruð þúsund krón- ur. Báðir mennirnir hafa marg- sinnis komist í kast við lögin. Annar hefur frá árinu 1997 hlotið þrettán dóma og verið dæmdur í 35 mánaða fangelsi samanlagt. Hinn hefur frá árinu 1998 hlotið átta dóma og samtals 24 mánuði í fangelsi. - sh Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir að brjóta rúður á ómerktum lögreglubíl: Töldu lögreglumenn vera farsímaþjófa HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Báðir hafa mennirnir margsinnis komist í kast við lögin og var annar maðurinn einnig dæmdur fyrir fjóra þjófnaði á síðasta ári. ARGENTÍNA, AP Fríversl- unarsamtök rómönsku Ameríku, Mercosur, bættu Venesúela form- lega í sinn hóp á fundi í Argentínu í síðustu viku. Þetta er ein mesta stækkun samtakanna frá stofnun þeirra árið 1991 og eru nú þrjú stærstu hagkerfi Suður- Ameríku; Brasilía, Arg- entína og Venesúela, saman komin í þeim. Hugo Chávez, for- seti Venesúela, sagði í ræðu að þetta markaði nýtt tímabil í sögu Mercosur: að samtökin „ættu að reisa að húni gunnfána baráttunn- ar gegn félagslegu mis- rétti, fátækt og atvinnu- leysi.“ Fundinn sátu flestir lykiláhrifamenn álfunn- ar, til dæmis forsetar Brasilíu, Bólivíu og Chile. Mesta athygli vakti þó koma Fídels Kastró, sem mætti í grænum hermannabún- ingi. Með komu hans var saman kominn á fundinum bróðurhluti þeirra leiðtoga í álfunni sem mest hafa staðið uppi í hári ráðamanna í Washington, að funda um efnahagslega sam- vinnu. - kóþ Venesúela í Mercosur-fríverslunarsamtökin: Barist gegn félagslegu misrétti FÍDEL KASTRÓ SVEITARSTJÓRNARMÁL Tólf umsóknir bárust um embætti sveitarstjóra í Norðurþingi. Norðurþing varð til við sameiningu Raufarhafnar- hrepps, Öxarfjarðarhrepps, Keldu- neshrepps og Húsavíkurbæjar. Umsækjendur eru Arinbjörn Kúld viðskiptafræðingur, Ásmund- ur Richardsson viðskiptafræðing- ur. Friðfinnur Hermannssson framkvæmdastjóri, Garðar Jóhannesson framkvæmdastjóri, Guðmundur Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri, Helgi S. Harrýsson framkvæmdastjóri, Jón Óskar Þórhallsson skrifstofu- stjóri, Óskar Marinó Sigurjónsson bílstjóri, Róbert Trausti Árnason rekstrarráðgjafi, Sigríður Hrönn Elíasdóttir ráðgjafi, Sigurjón Benediktsson tannlæknir og Veturliði Þór Stefánsson sendi- ráðsritari. - öhö Sveitarstjóri Norðurþings: Tólf sækja um embættið ÞJÓÐDANSARI Í KONGÓ Þessi þjóðdansari sjænaði sig til fyrr í mánuðinum í tilefni af danshátíð til heiðurs Joseph Kabila, forseta landsins, í Kinshasa. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.