Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 34

Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 34
[ ] Hægt er að bregða sér út á svalir til að anda að sér fersku lofti og njóta útsýnis á meðan veitinga er neytt. Það getur verið gott að grípa í bók til að gleyma daglegu amstri en kaffihúsið býr yfir vænum bókakosti. Á kaffihúsinu með skemmti- lega nafninu, Babalú, er tekið á móti gestum eins og heima- mönnum. Babalú er rúmlega eins árs kaffi- hús, sem hefur yfir sér heimilis- legan blæ með notalegri stemn- ingu. Það mætti jafnvel segja að það sé í skemmtilega draslara- legum stíl. Það er á annarri hæð Skóla- vörðustígs 22a, ekki nema 70 fermetrar að stærð og útbúið 30 fermetra svölum þar sem hægt er að sitja úti með kaffibolla og slappa af. Veitingaúrval er með ágætu móti á staðnum, en að sögn eins eigenda hans, Hallgríms Hann- essonar, eru veitingar undir sterkum áhrifum frá franskri og spænskri matseld. „Við bjóðum upp á kaffi, te, áfengi og gosdrykki,“ segir Hannes. „Gestir geta síðan valið úr ljúffengum ítölskum tertum, heimabökuðum kökum en súkku- laðikakan er þeirra sjálfsagt vin- sælust, og frönskum langbrauð- um og pönnukökum eða crépe með alls kyns áleggi, svo sem spínati, tómötum og osti, sem eru aðalsmerki hússins.“ Veitingar eru ekki það eina sem hitað er í ofninum á Babalú að sögn Hallgríms. „Gestum gefst nefnilega kost- ur á að búa til leirverk sem eru bökuð á staðnum og notuð til skreytinga, en þannig eiga þeir þátt í því að gera kaffihúsið að því sem það er,“ útskýrir hann. „Sama máli gegnir um myndir sem hanga uppi á veggjum og eru eftir gesti og gangandi. Síðan er alltaf einhver sýning í gangi til að gleðja augað, auk þess sem hægt er að grípa í blað eða bók til að grúska í og njóta lífsins.“ roald@frettabladid.is Á Babalú er úr mörgum kaffi- og tetegund- um að velja, auk þess sem gestir getað pantað sér gosdrykki eða áfenga drykki. Vertu eins og heima hjá þér Franskar pönnukökur njóta mikilla vin- sælda en matseldin er undir frönskum og spænskum áhrifum. Á einum veggja Babalú getur að líta hillu með leirverkum sem gestir kaffihússins hafa búið til á staðnum. Ljósmyndir eftir hina pólsku Ania Leoniak prýða veggi kaffihússins um þessar mundir. Babalú er á annarri hæð Skólavörðustígs 22a. Á kaffihúsinu ríkir notalega heimilisleg stemning. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Skartgripi er hægt að kaupa í hinum ótelj- andi skartgripabúðum og hönnunarbúðum sem prýða miðbæinn. Haustvörurnar frá komnar Sigurboginn Laugavegi 80 s. 561 1330 GLÆSILEGU FRÖNSKU PEYSURNAR OG VESTIN ERU KOMIN Sokkabuxur í miklu úrvali Lauga vegi 25 s: 533 5500 www.ol sen.de Ný og stærri verslun Opnum nýja deild með stærðum 44-52 �������� ���� ���� ���������������� ����������
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.