Fréttablaðið - 01.09.2006, Page 66

Fréttablaðið - 01.09.2006, Page 66
 1. september 2006 FÖSTUDAGUR September er byrjað- ur og haustið því formlega gengið í garð en það hefur alltaf verið uppá- haldsárstíðin mín. Á meðan áramótin marka upphaf hjá mörgum öðrum gerir haustið það hjá mér og þó að ég strengi aldrei nein áramótaheit set ég mér alltaf fullt af háleitum markmiðum á hverju hausti. Markmiðin sem ég set mér snúa þó yfirleitt ekki að hreyfingu og lík- amsrækt eins og algengt er. Ég hef meiri áhuga á notalegri inniveru á veturna og sanka því að mér haug- um af bókum, litum og teikniblokk- um, garni og ýmsu öðru sem ég ætla að dunda mér við á fallegum vetrar- kvöldum. Ég sé sjálfa mig fyrir mér í hillingum koma eldhressa heim úr vinnunni á hverjum degi og taka til við að framleiða framúrstefnulegar prjónaflíkur á alla fjölskylduna, skreyta heimilið litríkum listaverk- um og sporðrenna hverju bók- menntameistaraverkinu á fætur öðru. Sjaldnast tekst mér samt að afreka allt sem ég ætla mér þegar á reynir þó að yfirleitt geri ég eitt- hvað af því. Ég er nefnilega eins og margir aðrir Íslendingar, ekkert svo orkumikil í skammdeginu þó að ég haldi það alltaf í upphafi vetrar. Þær áætlanir sem ég geri þegar ennþá er sæmilega bjart úti fram eftir degi standast ekki alltaf þegar sá tími kemur að það er ennþá kolniðamyrkur þegar ég fer í vinn- una á morgnana og aftur orðið dimmt þegar ég kem heim. Þess vegna læt ég mér oftast nægja að dunda mér við eins og eina prjóna- flík á haustin á meðan ég hangi fyrir framan sjónvarpið og heims- bókmenntirnar eru oft látnar víkja fyrir upplífgandi ástarsögum þegar líða fer á veturinn. Skammdegið er hins vegar ekki endalaust og eins og aðrir Íslend- ingar finn ég hvernig ég fyllist orku aftur þegar fer að birta meira á vorin. En ólíkt þeim sem fara þá að tala um hvað allt verði nú gott þegar sumarið kemur fer ég strax að hlakka til næsta hausts og alls sem ég ætla að gera þegar kemur að því. STUÐ MILLI STRÍÐA Haustrómantík EMILÍA ÖRLYGSDÓTTIR HLAKKAR TIL VETRARINS. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 33 63 8 08 /2 00 6 Cheerios er trefjaríkt og sykurlítið og fer vel í litla og stóra maga ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman ■ Pondus Eftir Frode Øverli Sannleikann eða endur- greitt Þú áttir smáhest þegar þú varst lítill! Pabbi þinn er læknir og mamma þín starfar á strúta- búgarði. Þú ert kvæntur og átt átta börn. Þú starfar sem fótaaðgerða- fræðingur og nemur spænsk keramikfræði í frístundum. Þú nýtur þess! Konan þín heitir Gerða og syngur í samkór! Hún er yndis- leg vera sem kann að meta mysuost, burritos og hrein- dýraket. Snjöll með pottaplöntur! Ég er orðlaus! Borgað- irðu?! Mér fannst hún eiga það skilið! Þótt sagan hafi ekki verið sönn, þá var hún góð! Hæ Palli. Hæ Stanislaw. Jóhanna er að hugsa um að fara í fara í einkaþjálfun hjá rússneskum fimleikakappa. Við erum að ganga um og spyrja fólk hvort það sé sammála því. En ef þið eruð ósammála þá skuluð þið bara halda því út af fyrir ykkur, því að hún er búin að panta tíma og við viljum ekki eyðileggja það fyrir henni. Allt í lagi? Bæ! Vandamálið með þessar er að varirnar hreyfast á meðan þær hugsa! Gamaldags tannlækningar Adda. Gleymdu öllu um „vetrarhoppið“ mitt. Hannes á pantaðan tíma hjá lækni á eftir. Geturðu ekki farið með Sollu á leikskólann? Hmm... tja... Sko, ég lofaði Henning að mæta snemma í dag svo við gætum snyrt skýrsluna fyrir mjög mikilvægan fund klukk- an tíu... og svo á ég símafund klukkan níu, svo... Svo að svarið þitt er...? Endilega. Reyndu aldrei að segja tveggja barna móður að þú hafir mikið að gera.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.