Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2006, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 01.09.2006, Qupperneq 68
 1. september 2006 FÖSTUDAGUR36 menning@frettabladid.is ! Kl. 18.00Sýning á verkum Steinunnar Mart- einsdóttur verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar. Steinunn sýnir bæði keramikverk og málverk en tékknesk strengjasveit leikur við opnun. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13.00-17.30 og stendur til 15. október. > Ekki missa af... listasýningunni „Guðs útvalda þjóð“ sem opnar í Kling & bang á morgun. Hópur ólíkra listamanna með ólíkar skoðanir kemur saman og vinnur frjálst út frá titli sýningarinnar. opnu húsi í álverinu í Straums- vík á sunnudaginn. Leiðsagnir og lúðrasveit, myndlist, leiklist og sönglist fyrir alla fjölskylduna. sýningunni Prójekt Patterson sem opnar í galleríinu Suð- suðvestur við Hafnargötu 22 og í gömlu sundhöll Keflavíkur við Framnesveg kl. 17 í dag. Fjórtán myndlistarmenn og fimm hljómsveitir taka þátt í sýningunni. Nýtt íslenskt leikrit, Afgangar eftir Agnar Jón Egilsson, verð- ur frumsýnt kl. 21 í Austurbæ í kvöld. Verkið fjallar um samskipti manns og konu sem standa á þrítugu og fella hugi saman og gerist verkið nóttina sem þau kynnast. Í fréttatilkynningu frá Ísmediu, framleiðanda verksins, kemur fram að saga þeirra sé í senn ljúfsár og beitt en um leið kunnugleg svo að allir þeir sem einhvern tíma hafa staðið í ástarsambandi ættu að kannast við tilfinningarnar í verkinu. Það sé síðan undir áhorfandanum komið að ákveða hvort senur úr hjóna- lífi þeirra eru framtíðarsýn, óskhyggja eða hvort þetta sé saga hjóna sem horfa til baka á líf sitt saman. Verkið er sýnt í nýju sýningar- rými á efri hæð Austurbæjar þar sem áður var bíósalur en hann hefur nú verið gerður upp og tekur 80-100 manns í sæti. Leikendur eru Elma Lísa Gunnarsdóttir og Stefán Hallur Stefánsson en tónlist gerir Hallur Ingólfsson, lýsingu annast Halldór Örn Óskarsson en um búninga og leikmynd sjá Arnheiður Vala Magnúsdóttir og Ólafur Stef- ánsson. Höfundurinn, Agnar Jón Egilsson, er jafnframt leikstjóri. Með fortíðina á bakinu LEIKRITIÐ AFGANGAR Í AUSTURBÆ Ljúfsár og beitt saga um kunnuglegar tilfinningar. Íslenski dansflokkurinn sýnir fjög- ur frumsamin verk á komandi vetri, tvö eftir íslenska danshöfunda og tvö eftir þekkta erlenda höfunda. Starfsárið hefst með sýningu á nýju verki Ólafar Ingólfsdóttur sem gerir verk í félagi við tvo áhuga- verða tónlistarmenn; tónskáldið Áskel Másson og margverðlaunaða norska tónlistarkonu að nafni Maja Ratkje en hún mun flytja tónlistina á sviðinu með sinni ótrúlegu rödd. Í október verður einnig frum- sýnt verkið Flest um fátt eftir Aðal- heiði Halldórsdóttur og Valgerði Rúnarsdóttur en verk þeirra er framhald á vinnu sem þær unnu í Danssmiðju Íd síðasta vor. Nóvem- ber verður helgaður fjölskyldunni en laugardaga þess mánaðar stend- ur flokkurinn fyrir fjölskyldusýn- ingum með úrvali af hinu besta úr vinsælum verkum. Börn yngri en 12 ára fá ókeypis inn á sýningarnar en þetta framtak mæltist vel fyrir þegar efnt var til fjölskylduhátíðar síðasta vetur. Danshöfundarnir Roberto Olivan og André Gringras semja tvö verk fyrir flokkinn sem frumsýnd verða í febrúar en þeir eru báðir rísandi stjörnur í evrópsku danslífi og hafa unnið með mörgum af þekktustu sviðslistamönnum heims. Sem fyrr verður einnig boðið upp á námskeið fyrir unga stráka sem vilja finna dansarann í sér og Danssmiðja Íd fyrir unga danshöf- unda verður haldin þriðja árið í röð að ógleymdri dansleikhúskeppni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins, 25 tímar, sem fer fram í júní. Næstkomandi sunnudag verður opið hús í Borgarleikhúsinu þar sem innanbúðarfólk bæði úr dans- flokknum og Leikfélagi Reykjavík- ur kynnir dagskrá vetrarins. - khh Fjögur ný verk SPENNANDI VETUR FRAMUNDAN Íslenska dansflokkinum bætist liðsauki en Katrín Á. Johnson og Cameron Corbett dansa á ný með hópn- um í vetur auk Kamils Warchulski sem dansað hefur með flokkum í Þýskalandi og Austurríki undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.