Fréttablaðið - 01.09.2006, Page 83

Fréttablaðið - 01.09.2006, Page 83
FÖSTUDAGUR 1. september 2006 51 FÓTBOLTI Harry Redknapp var duglegur á leikmannamarkaðnum í gær og festi kaup á tveimur leikmönnum. Andy Cole er kominn í raðir Portsmouth frá Manchester City og skrifaði undir tveggja ára samning. Portsmouth borgaði Manchester City 500 þúsund pund en sú upphæð gæti farið upp í eina milljón. Þá gekk Portsmouth einnig frá kaupum á króatíska miðjumannin- um Niko Kranjcar frá Hajduk Split fyrir 3,5 milljónir punda. - dsd Portsmouth styrkist: Kranjcar og Cole til liðsins ANDY COLE Þessi mikli markaskorari er kominn til Portsmouth. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Didier Drogba hefur skorað á William Gallas, sam- herja sinn hjá Chelsea, að koma hreint fram í sínu máli gagnvart félaginu. Gallas hefur látið hafa það eftir sér að hann vilji komast frá Chelsea en hefur aldrei gefið upp ástæðu þess. „Eins og stjórinn sagði nýlega er Gallas eini maðurinn sem getur sagt hver ástæðan er,“ sagði Drogba. „Við verðum að standa saman ef við eigum að ná árangri. Við verðum að vera einbeittir í þeirri baráttu sem framundan er og allt svona rugl gerir hana bara erfiðari,“ bætti Drogba við. - dsd Didier Drogba: Gallas þarf að hreinsa loftið FÓTBOLTI Mohamed Abdelwahab, egypskur landsliðsmaður og leikmaður Al-Ahly, lést á æfingu með liði sínu í gær. Hann hneig niður þegar um 35 mínútur voru liðnar af æfingunni. „Hann lenti ekki í samstuði við annan leikmann, hann bara féll í jörðina,“ sagði talsmaður félagsins. „Þetta gæti hafa verið hjartaáfall en það er óvíst sem stendur.“ Abdelwahab var fluttur í flýti á sjúkrahús en var látinn þegar þangað var komið. - esá Egypskur landsliðsmaður: Lést á æfingu Síðumúla 11 • 108 Reykjavík • Sími: 588 6500 • www.utivistogveidi.is OPIÐ: laugardag 10-17, sunnudag 11-16, virka daga 9-19 Neyðarsími allan sólarhringinn 844 7000 AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM Sunnudagurinn 3. september er síðasti dagur sumarútsölunnar FÓTBOLTI Arsenal og Real Madrid skiptust í gær á leikmönnum. Jose Antonio Reyes, sem lengi hefur vælt um að fá að fara aftur til Spánar, mun leika með Real Madrid út leiktíðina og á móti fer Julio Baptista til Arsenal. Arsene Wenger reyndi að kaupa Baptista fyrir ári síðan en hann kaus að fara til Real Madrid. Hann hefur hins vegar ekki náð að heilla Fabio Capello, nýráðinn stjóra hjá Real Madrid. - dsd Arsenal fær Baptista: Jose Reyes til Real Madrid FÓTBOLTI Bæði Íslendingaliðin Norrköping og Silkeborg voru í eldlínunni í bikarkeppnunum í Svíþjóð og Danmörku. Norrköp- ing, sem leikur í sænsku 1. deildinni, tapaði 4-2 i framlengd- um leik gegn úrvalsdeildarliðinu Kalmar FF en fyrrnefnda liðið náði 2-0 forskoti í leiknum. Garðar Gunnlaugsson og Stefán Þórðarson leika með Norrköping. Bæði Bjarni Ólafur Eiríksson og Hörður Sveinsson léku allan leikinn er Silkeborg tapaði fyrir Midtjylland, 3-0, í dönsku bikarkeppninni. Silkeborg hefur ekki átt góðu gengi að fagna á núverandi tímabili. - esá Danmörk og Svíþjóð: Íslendingalið úr leik í bikarnum FÓTBOLTI Liverpool seldi í gær hol- lenska varnarmanninn Jan Krom- kamp til PSV í Hollandi. Hann skrifaði undir fimm ára samning við hollenska liðið en kaupverðið er ekki uppgefið. Liverpool keypti Kromkamp í janúar en hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá félag- inu. PSV lét ekki þar við sitja held- ur gekk Patrick Kluivert einnig til liðs við félagið, en hann lék áður með Valencia á Spáni. Newcastle United fékk í gær Ítalann Giuseppe Rossi að láni frá Manchester United. Lánssamning- urinn gildir fram í janúar en Rossi má ekki leika með Newcastle gegn Manchester United þegar liðin mætast á Old Trafford 1. október. „Þegar hann kemur aftur verð- ur hann búinn að öðlast meiri reynslu og það mun koma okkur til góða. Þetta var erfið ákvörðun fyrir okkur, sérstaklega vegna þess að við erum ekki með það marga framherja. En þetta var það sem Giuseppe vildi, enda þarf hann að fá að spila reglulega,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Blackburn bætti einum leik- manni við hóp sinn í gær þegar liðið gekk frá kaupum á sóknarmannin- um Shabani Nonda frá Roma. Wigan keypti Kevin Kilbane frá Everton og þá gekk Charlton frá kaupum á Omar Pouso frá Úrúguay. Fleiri viðskipti áttu sér stað hjá Charlton því liðið seldi Jason Euell til Middlesbrough fyrir hálfa milljón punda. - dsd Nóg var um að vera á leikmannamarkaðnum í knattspyrnuheiminum í gær: Liverpool seldi Jan Kromkamp JAN KROMKAMP Er farinn til PSV ásamt Patrick Kluivert. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði Garðar Jóhannsson ekkert heyrt um undanþágubeiðni Fredrikstad til FIFA en í síðustu viku skrifaði hann undir samning við félagið. Hann fékk hins vegar ekki félagaskiptin samþykkt hjá norska knattspyrnusambandinu þar sem hann lék með tveimur félögum í júlí og má ekki leika með því þriðja fyrr en á næsta ári. - esá Garðar Jóhannsson: Óvissa um undanþágu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.