Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 18
greinar@frettabladid.is Íaðdraganda kosninganna í vor, vekur tvennt mesta athygli. Annars vegar bylgja umhverfis- og náttúruverndar. Hins vegar undiralda reiði og beiskju eldri borgara. Ég ætla að gera það síðarnefnda að umræðuefni. Hér er á ferðinni fólk sem hingað til hefur að jafnaði látið lítið fyrir sér fara, fylgt straumnum, löghlýðið og borgaralegt, og sjálfsagt kosið hina og þessa flokka. Nú er þessu fólki nóg boðið. Nú vill það helst gera uppreisn. Er að undra? Öldruð hjón, sem hafa verið í sambúð í áratugi en þurfa nú á þjónustu og hjúkrun að halda eru flutt á dvalarheimili, þar sem þau eru aðskilin í sitt hvoru herberginu. Annað aldrað fólk verður að upplifa þann ósóma að búa með á öðru og ókunnugu fólki, á tvíbýli eða fjórbýli. Það er ekki langt síðan ég sjálfur upplifði þá raun að sjá föður minn, kominn hátt á níræðisaldur, fluttan á tveggja eða þriggja manna stofu. Þurfti hann að deila prívatmálum sínum innan um aðra og bera elli sína og blygðunarsemi á borð fyrir ókunnuga. Hann dó á almennings- stofu rýrður reisn sinni og virð- ingu. Þetta margrómaða velferð- arkerfi okkar bauð ekki upp á annað. Þar er ekki við starfsfólk og dvalarheimili að sakast heldur ömurlegt opinbert kerfi. Við sem erum komin á þennan aldur, ellilífeyrisþegar samtím- ans, getum búist við sams konar trakteringum, þegar röðin kemur að okkur að njóta þjónustu og hjúkrunar. Og á meðan búa þau okkar, sem eiga ekki í önnur hús að venda og bíða þessara örlaga, þessa ævikvölds og vilja ennþá bjarga sér til mannsæmandi lífsviðurværis, við þau skilyrði að þeim eru eiginlega allar bjargir bannaðar til sjálfsbjargar. Almannatryggingakerfið, ágætt svo langt sem það nær, hefur innbyggða fátæktargildru, sem felst í því að þér er refsað í hvert skipti sem þú aflar þér einhverra tekna. Ellilífeyririnn er skorinn niður í hvert skipti sem þú sýnir einhverjar tekjur, sem aflað er til að framfleyta þér og þínum. Almannatryggingakerfið refsar fólki fyrir sjálfsbjargar- viðleitnina. Og þú mátt ekki einu sinni vera í hjónabandi með konu eða karli, sem enn er á vinnu- markaði. Þá er þér refsað fyrir það líka. Þá er ótalið það hneyksli sem ríkisstjórnin hefur komist upp með, að halda lífeyrisgreiðslum niðri, með því að miða ekki lengur við launavísitölu þegar ellibætur eru ákveðnar, halda skattleysismörkum langt neðan við velsæmismörk og skattleggja lífeyrisgreiðslur sem eru undir lágmarksneysluþörf aldraðra. Þetta er allt á sömu bókina lært. Smánarlegt tillitsleysi gagnvart eldri borgurum. Er nema von að þessi kynslóð geri uppreisn og leitist við að rétta sinn hlut? Þetta ástand er hluti af þeirri óheillaþróun hér á landi á undanförnum árum að ójöfnuður- inn hefur aukist. Það er hlaðið undir eignamenn og auðmenn og skattkerfið lagað að þörfum þeirra, meðan eldra fólk, sem mest allt verður að lifa af lífeyrisgreiðslum og litlum tekjum er fórnarlömb ósann- gjarnrar og óskammfeilinnar skattastefnu að því leyti að skattleysismörkum er haldið niðri, sem bitnar mest á því fólki sem minnstar hefur tekjurnar. Áður fyrr voru skattleysismörk miðuð við launavísitölu. Ef þeirri reglu hefði verið beitt áfram, væru skattleysismörkin 136 þúsund krónur í stað þess að vera 90 þús krónur á mánuði við næstu álagningu. Lífeyrir og tekjutrygg- ing, fyrir þá einhleypinga sem hafa ekki í annað hús að venda en Tryggingastofnun ríkisins, nemur um 125 þúsund krónum meðan Hagstofan reiknar það út að framfærsla lífeyrisþega kosti rúmar tvö hundruð þúsund krónur á mánuði. Ranglætið er síðan toppað með því að leggja mismunandi skatta á eldri borgara, eftir því hvort þeir fá lífeyrisgreiðslur eða hafa tekjur af fjármagnseign. Þarf ég að halda áfram að tala um þennan ójöfnuð? Þarf frekar vitnanna við, hvernig eldra fólk er grátt leikið? Um þetta ástand erum við kannski ekki meðvituð, meðan við erum ung og hraust á vinnumark- aðnum. En þegar aldurinn færist yfir og sextíu og sjö ára fólk stendur frammi fyrir þessum veruleika, þarf engan að undra þótt eldri borgurum sé heitt í hamsi og reiðin brjótist út. En reiði gagnvart hverjum nema þeim sem bera ábyrgð á þessum kjörum? Stjórnvöldum þessa lands. Þeirra er sökin. Ríkis- stjórnin og þeir flokkar sem að henni standa eiga að gjalda fyrir það skammarlega tillitsleysi sem hún hefur sýnt eldri borgurum. Meðferðin og skilningsleysið á högum aldraðra er smánarblettur ríkrar þjóðar. Þeirri smán verður að aflétta. Ekki einvörðungu fyrir eldri kynslóð dagsins í dag, heldur fyrir alla þá sem eiga eftir að upplifa sitt eigið ævikvöld. Uppreisn aldraðra Undanfarnar vikur hef ég bent hér á tví-skinnung og stefnuleysi Sjálfstæðis- flokksins í stóriðjumálum. Ég hef bent á að flokkurinn gæti án tafar gert tvennt til að tryggja markaðsverð á orku og styðja við umhverfisvernd: Skilyrt heimildir orku- fyrirtækja til eignarnáms við virkjanir í þágu almennings og skyldað orkufyrirtæki til að afla fjár á markaðskjörum til raforku- uppbyggingar vegna stóriðju. Illugi Gunnarsson skrifaði grein hér í blaðið á sunnudag. Þar skýrði hann að þegar hann fitjar upp á að afnumdar verði heimildir orkufyrirtækjanna til eignarnáms vegna virkjana í þágu stóriðju er hann að túlka sínar eigin prívatskoðanir. Hann stað- festi að Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur hefur enga stefnu um raunhæfar aðgerðir til að koma í veg fyrir ríkisaðstoð af þessum toga til stóriðjuupp- byggingar. Einnig virðist Illugi ekki vilja tjá sig um þann vanda sem felst í ótakmörkuðum aðgangi opin- berra orkufyrirtækja að erlendu lánsfé með ríkis- ábyrgð. Sú aðstaða felur í sér gríðarlega ríkisaðstoð til orkufyrirtækjanna og gerir þeim kleift að selja raforkuna á útsöluverði. Eins og niðurlæging Sjálfstæðisflokks- ins í umhverfismálum væri ekki næg lýsti svo Geir H. Haarde því yfir í Silfri Egils að Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunn- arsson væru vonarsprotar íhaldsins í umhverfismálum. Bittinú. Sama dag og Morgunblaðið krýnir Illuga sem hug- myndafræðing flokksins í umhverfismál- um, setur formaðurinn hann í handlang- arasæti hjá Guðlaugi Þór, stjórnarformanni Orkuveitunnar. Guðlaugur Þór hefur hins vegar enga umhverfisstefnu sett fram, aðra en hina sovéskættuðu stóriðjustefnu Sjálf- stæðisflokksins. Í síðustu viku spurði ég hvort Sjálfstæðisflokk- urinn þyrfti að hafa a.m.k. tvær stefnur í orkumál- um – eina fyrir Illuga og aðra fyrir höfuðkommiss- ar Orkuveitunnar, Guðlaug Þór. Mér datt nú samt ekki í hug að Geir H. Haarde myndi fara að ómaka sig í sjónvarpssal til þess eins að svara þeirri spurn- ingu játandi með jafn skýrum og ótvíræðum hætti og honum tókst í Silfrinu á sunnudag. Höfundur er lögfræðingur. Illugi settur út í horn 245,- Þú átt allt gott skilið! Rjómabolla og kaffi alla helgina Þ ótt umræðan hafi verið áköf undanfarnar vikur eru það ekki ný tíðindi að almenningi finnist dómskerfið fara of vægum höndum um þá sem verða uppvísir að kynferðisbrotum gagnvart börnum. Sú umræða teygir sig mun lengra aftur og tengist þeirri jákvæðu þróun að launhelginni hefur verið svipt af þessum málum. Lengi vel var viðbragð samfélagsins einfaldlega að slá þagnarhjúpi um brot gegn börnum vegna þess að þau voru of sársaukafull viður- eignar. Fyrir það viðhorf guldu fórnarlömbin umfram alla aðra. Frammi fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra um lagabreytingu sem felur í sér þyngingu refsinga í þessum brotaflokki. Ef það fæst samþykkt eru komin skýr boð frá lög- gjafanum til dómstólanna um að kynferðisbrot gagnvart börnum sé alvarlegri glæpur en núverandi refsirammi gerir ráð fyrir. Ekki leikur neinn vafi á því að frumvarpið er mikilvægur áfangi í baráttu fyrir bættum rétti fórnarlamba kynferðisbrota. Hins vegar er það mikil skammsýni að ætla að einhver lausn sé fólgin í þyngri dómum. Ef sjúkur kynferðisbrotamaður fær ekki meðferð á meðan afplánun stendur er hann jafn hættulegur umhverfi sínu þegar hann sleppur laus þótt hann sitji tveimur árum lengur fyrir aftan lás og slá. Það er öllum í hag, afbrotamönnunum og samfélaginu í heild, að fangelsisdómur sé ekki aðeins refsivist heldur ekki síður betrunarvist. Nokkuð virðist skorta upp á þann þátt í fangelsis- málum landsins. Reynsla Breta af hertum refsingum fyrir glæpi er ekki upp- örvandi. Bresk fangelsi eru yfirfull og á undanförnum áratugum hefur hlutfall fyrrverandi fanga sem brjóta af sér aftur farið úr fimmtíu prósentum í sjötíu prósent. Ástæðan er fyrst og fremst að meðferðar- og endurhæfingaúrræði fangelsanna hafa ekki ráðið við fjölgun fanga, sem fyrir vikið fara þaðan í vaxandi mæli jafn forhertir og þeir komu þangað inn, eða verri. Það er sjálfsögð krafa að frumvarpi dómsmálaráðherra verði fylgt eftir með löngu tímabærri stefnumörkun og aðgerðum í meðferð kynferðisglæpamanna á meðan á afplánun stendur. Annar þáttur sem stjórnvöld hafa vanrækt er eftirlit með þekktum kynferðisbrotamönnum. Eins og staðan er nú hafa til dæmis skólar, íþróttafélög og aðrir aðilar sem vinna með börn- um litla möguleika á að komast að því hvort umsækjendur um störf hafi mátt sæta kærum fyrir óeðlilega hegðun. Í öðrum löndum eru starfræktir gagnagrunnar um þá sem hafa brotið af sér gagnvart börnum og þar með reynt að minnka möguleikann á að þeir komist í aðstöðu til að endurtaka brot sín. Þar er reynd- ar komið að viðkvæmum mörkum persónuverndar og almanna- öryggis og meðalvegurinn getur verið vandrataður. Hins vegar er ekkert við það að athuga að sérstök skrá sé haldin yfir kynferðisafbrotamenn sem sérfræðingar hafa metið að svari ekki meðferð og séu því líklegir til að brjóta af sér aftur, og þeir hafðir undir gaumgæfilegu eftirliti. Refsigleði leysir ekki vandann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.