Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 56
 17. FEBRÚAR 2007 LAUGARDAGUR14 fréttablaðið eurovision Hver er maðurinn? Maðurinn heitir Andri Bergmann og kemur frá Eskifirði. Eins og er þá er ég tónmenntakennari á Eskifirði en hef undanfarin ár verið að vinna í Gítarskóla Íslands. Áður í Eurovision? Ég hef horft á Eurovision og það er það næsta sem ég hef komist því að vera í keppninni. Hef bara sungið með lögunum heima í stofu. Ég held að alla hafi dreymt um að standa á sviðinu á Eurovision og ég er engin undantekning á því. Hvernig tónlist hlustarðu á? Ég hlusta mest á rokk frá A til Ö. Það sem kemur fyrst upp í hugann er Metallica en ég hef verið aðdáandi þeirra síðan ég var fjögurra ára. Síðan á seinni tímum er það Radio- head, Muse og sá pakki. Hvernig undirbýrðu þig fyrir kvöldið? Ég mun taka því bara rólega framan af þangað til að æfingar byrja. Það er eiginlega séð um allan undirbúning á sjálfan keppnisdaginn fyrir mann. Ég mun annars ekki hafa neinn sér- stakan undirbúning. Hvað gerirðu ef þú sigrar í kvöld? Þá ætla ég að rífa mig úr að ofan og hlaupa einn hring í kringum húsið. Besta íslenska Eurovision-lag allra tíma? Það er Gleðibankinn, engin spurning. Eurovision alltaf verið draumur Hver er maðurinn? Maðurinn er Eiríkur Hauksson. Ég er örlaga- rokkari og vinn við að syngja. Áður í Eurovision? Það er 1986 með ICY og 1991 fyrir Noreg. Hvernig tónlist hlustarðu á? Ég hlusta langmest á þungarokk. Þar er ég eiginlega fastur í sjöunda áratugnum og hlusta m.a. á gömlu góðu Deep Purple og Sabbath. Af þessu nýja hef ég gaman af bönd- um eins og Pantera. Hvernig undirbýrðu þig fyrir kvöldið? Undirbúningurinn er mjög háður því að ég er búsettur erlendis. Stefnan er sett á að koma sér heim til Íslands á fimmtudeg- inum og svo er undirbúningur á föstudag. Annars er þetta eins og hver önnur framkoma fyrir utan það hvað þetta er stutt. Ég er mjög afslappaður og ekkert að stressa mig. Það er allavega fasta rútínan að lauma sér eitthvert í „smók“ rétt áður en maður stekkur á svið. Hvað gerirðu ef þú sigrar í kvöld? Ég hefði aldrei farið út í þetta ef ég hefði ekki verið tilbú- inn til þess að fara alla leið. Ef ég sigra þá er ég til í slaginn og reyni að gera þetta eins gott og hægt er þarna úti. Ég held og vona að Íslendingar séu orðnir það sjóaðir í þessu Eurovision-dæmi að það verði ekkert brjálæði eins og var kringum Gleðibankann. Ég hef verið tengdur þessari keppni síð- ustu ár og túlka það þannig að Ísland á nákvæmlega engan mögu- leika á að vinna. Þetta er þó góð landkynning og stefnan á að vera sett á að komast í gegnum undan- riðilinn. Ef það næst er sigur unn- inn. Besta íslenska Eurovisionlag allra tíma? Gleðibankinn er sögu- legasta lagið af eðlilegum ástæð- um og er þrusufínt lag. Mitt uppá- halds Eurovisionlag er Nína. Afslappaður örlagarokkari Hver er maðurinn? Ég vinn sem tónlistarmaður og einnig á Rás 2. Þar hef ég unnið í nokkur ár en annars hef ég gert tónlist í tut- tugu ár. Árið 1994 gaf ég út fyrsta geisladiskinn en það var með Unun. Síðan þá hef ég bæði gert diska með hljómsveitinni Heiða og heiðingjarnir og svo sóló- diska. Áður í Eurovision? Árið 2003 tók ég þátt með eigin lagi og texta eftir vin minn. Það var lagið „Tangó“. Sama ár vann Birgitta með „Segðu mér allt“. Hvernig tónlist hlustarðu á? Sérstaklega eftir að ég fór að vinna í útvarpinu þá breikkaði ég tónlistarsmekk minn. Það má segja að ég hafi mjög gaman af næstum því allri tónlist nema kannski óperum og nýju kántríi. Hins vegar hef ég gaman af gamalli kántrí-tónlist. Nánast allt annað hlusta ég á, allt frá Madonnu til Black-metals. Til dæmis finnst mér norskt Black- metal alveg frábært. Ég hef alla tíð verið mikil nýbylgju- og indí manneskja. Það er margt skemmtilegt að gerast í popptón- list í dag, bæði hér heima og utan landsteinanna. Hvernig undirbýrðu þig fyrir kvöldið? Ég hef verið í stífum æfingum daglega. Æft dansspor og austurlenska íhugun. Svo er ég á sérstöku fæði en það er leyndarmál. Hvað gerirðu ef þú sigrar í kvöld? Fer maður þá ekki til Finnlands? Það verður stórkost- legt ef ég sigra. Þá mun ég verða landi mínu til sóma. Besta íslenska Eurovisionlag allra tíma? Lagið með Páli Óskari var æðislegt en fyrir utan það tel ég okkar lag, „Ég og heilinn minn“, slaga upp í að vera eitt skemmti- legasta Eurovision-lagið. Annars er fullt af lögum sem náðu ekki að vinna forkeppnirnar hérna heima sem ég held mikið upp á. Eitt af þeim er lagið „Sögur“ sem Ingunn Gylfadóttir söng, Sölvi Blöndal gerði forritið fyrir og Sjón samdi textann við. Ég hefði viljað sjá það lag vinna það ár þótt það hafi verið sama árið og ég tók þátt. Best varð- veitta Eurovision-leyndarmálið úr forkeppnunum á Íslandi. Stundar austurlenska íhugun og æfir dansspor 900 2003 Titill: Bjarta brosið Flytjandi: Andri Bergmann Höfundur: Torfi Ólafsson Texti: Kristján Hreinsson 900 2004 Titill: Ég les í lófa þínum Flytjandi: Eiríkur Hauksson Höfundur: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Kristján Hreinsson 900 2002 Titill: Ég og heilinn minn Flytjandi: Ragnheiður Eiríksdóttir Höfundar: Dr. Gunni, Ragnheiður Eiríksdóttir Texti: Dr. Gunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.