Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 96
Æfingar standa nú yfir á leikritinu Killer Joe, sem frumsýnt verður Borgarleikhúsinu 1. mars. Verkið, sem er eftir bandaríska leikskáldið Tracy Letts, fór fyrst á fjalirnar árið 1993 og hefur verið sýnt í um tuttugu löndum síðan. Leikritið lýsir sérkennilegri fjöl- skyldu í Texas sem býr við bág kjör en elur með sér drauma um betra líf og grípur til örþrifaráða til að sjá drauma sína rætast. Leikfélagið Skámáni setur Kill- er Joe upp í samstarfi við Borgar- leikhúsið. Síðasta sýning Skámána var einleikurinn Ég er mín eigin kona sem sýndur var við miklar vinsældir í Iðnó. Eins og þá er leik- stjórn í höndum Stefáns Baldurs- sonar en fimm leikarar eru í sýn- ingunni: Björn Thors, Unnur Ösp Stefánsdóttur, Þröstur Leó Gunn- arsson, Maríanna Clara Lúthers- dóttir og Þorvaldur Davíð Kristj- ánsson. Tónlistina semur Pétur Ben en búningahönnun og sviðsmynd er í höndum Filippíu Elísdóttur og Vytautas Narbutas. Anima gallerí færir út kvíarnar og opnar í dag nýja sýningaraðstöðu í Lækjargötu 2a. Forsvarsmenn gallerísins, Hólmfríður Jóhannes- dóttir og Kristinn Már Pálmason, hafa undanfarið ár rekið gallerí og söngskóla í Ingólfsstræti 8 þar sem margir af þekktari mynd- listarmönnum þjóðarinnar hafa fengið inni. Auk þess hafa verið haldnir tónleikar í húsakynnunum við Ingólfsstræti sem einnig hafa mælst vel fyrir. Nýja sýningarrýmið er á ann- arri hæð í Iðuhúsinu svokallaða en þar munu listaverkin fá að kallast á við kröfur og ágengni nútímans með nýjum hætti því fjölmargar tegundir þjónustu er þegar að finna í húsinu, til að mynda kaffi- hús, sushi-stað og bókabúð. Aðstandendur gallerís- ins hafa þó leitast við að hanna sýn- ingarrýmið með þeim hætti að myndlistin stríði ekki við nálæg vörumerki og auglýsingar í þessu verslunarum- hverfi heldur fái að njóta sín í sátt. Gestir fá því tækifæri á að auðga anda sinn og líf með ólíkum hætti i þessu iðandi húsi. Anima gallerí fer af stað með sýningu á verkum eftir ljósmyndarann Spessa, Hall- dóru Emils, Ómar Stefánsson og Jón Garðar Henrysson. Önnur nýjung í starfsemi Animu sem vert er að minnast á er þjónusta og ráðgjöf við val og inn- setningu á myndlist fyrir heimili og fyrirtæki. Húsið er opið frá 10-22 alla daga vikunnar en opnað verður kl. 17 í dag. Myndlist í Iðuhúsi Eyrarrósin, sérstök viður- kenning fyrir framúrskar- andi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent í þriðja sinn á Bessa- stöðum á miðvikudag. Þrjú verkefni eru tilnefnd úr hópi fjölmargra umsækjenda og verður eitt þeirra verðlaunað á miðvikudag með peninga- verðlaunum og verðlauna- grip. Hljóta hin tvö 200 þús- und króna framlag. Öll hljóta tíu flugferðir frá Flugfélagi Íslands að auki. Tilnefnt í ár er Safnasafn- ið í Eyjafirði, sem er eina safn sinnar tegundar á land- inu. Það geymir alþýðulist, nýrri list og handverk af ýmsu tagi. Þá er Skálholts- hátíð í Skálholti tilnefnd en hún hefur staðið fyrir Sumar- tónleikum þar frá 1975. Þar hafa verið flutt innlend og erlend tónverk af fremstu flytjendum landsins af ýmsu tagi. Strandagaldur á Strönd- um er þriðja verkefnið sem tilnefnt er. Strandagaldur stendur að fjölbreyttum verk- efnum og sýningum á sviði þjóðfræða og sögu og óhætt er að fullyrða að verkefnið eigi sér fáar hliðstæður á heimsvísu. Fyrir rúmu ári féllu verð- launin í skaut LungA – lista- hátíðar ungs fólks, Austur- landi en árið 2005 hlaut Þjóðlagahátíðin á Siglufirði Eyrarrósina. Eyrarrósin á rætur sínar í því að árið 2004 gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á landsbyggðinni til þriggja ára í tilraunaskyni. Afar vel hefur tekist til og því hefur verið ákveðið að endurnýja samstarfið. Auglýst var eftir umsókn- um í fjölmiðlum og voru umsækjendur m.a. ýmis tíma- bundin verkefni, menningar- hátíðir, stofnanir og söfn. Verkefnisstjórn, skipuð for- stjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar og stjórn- anda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, til- nefnir og velur verðlauna- hafa. Eyrarrósar- tilnefningar „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.