Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 52
 17. FEBRÚAR 2007 LAUGARDAGUR10 fréttablaðið eurovision Um leið og keppni lýkur í und- ankeppni Eurovision í kvöld mun Páll Óskar Hjálmtýsson þeyta skífum á Nasa í sínu árlega Eurovision-partíi. Sérstakur gestur í kvöld verður fulltrúi Rúmeníu í Eurovision í fyrra, Mihali Traistariu, sem sló í gegn í Grikklandi með laginu Tornero. „Hann er alveg magnað- ur. Hann sýndi það og sannaði í keppninni í Grikklandi að þarna fer stór söngvari í litlum líkama. Hann er súperstjarna í sínu heima- landi og ekki að ástæðulausu,“ segir Páll Óskar. „Ég er ofsalega glaður og ánægður að fá hann hingað og líka af þessu tilefni. Tornero verður auðvitað á efnis- skránni og einhverjir rúmenskir hittarar sem hann ætlar að kynna fyrir okkur. Hann verður skraut- fjöður þessa Eurovision-partís.“ PLÖTU ÞJÓFSTARTAÐ Auk þess að þeyta skífum mun Páll syngja sín vinsælustu lög. Útilokar hann ekki að syngja eitt- hvað af væntanlegri plötu sinni. „Það má vel vera að ég þjófstarti kannski einum eða tveimur lögum af henni. Þessi plata stefnir í brjálað teknó og mér líst mjög vel á blikuna. Ég er að vinna hana meðfram X-Fact- or, sem er meiri vinna en nokk- urn grunaði. Þetta er engan veg- inn sambærilegt við Idol. Ég er að upplifa þetta eins og svart og hvítt,“ segir hann. DR. GUNNI EÐA EIRÍKUR HAUKS Páli Óskari líst ágætlega á lögin sem keppa í undankeppninni í kvöld og segir það ekkert borð- leggjandi hver muni fara með sigur af hólmi. „Þetta verður meira spennandi keppni en í fyrra. Ég get ekki gert upp á milli tveggja laga. Það er lagið hans Dr. Gunna, Ég og heilinn minn, sem Heiða syngur af fádæma öryggi og svo er ég svolítið spenntur fyrir því að sjá Eirík Hauksson komast áfram. Það er fyrirtaks lag og ofsalega vel flutt. Ég væri ánægður með að gefa rokki eða jaðartónlist smá pláss í Euro- vision og við skulum hætta þess- ari minnimáttarkennd því Ísland getur alveg unnið þessa keppni. Það er ekki til nein uppskrift af Eurovision-lagi og Finnland sann- aði það í fyrra.“ KEPPENDURNIR FJÖLMENNA Keppendurnir sem taka þátt í und- ankeppninni í kvöld munu mæta á Nasa auk þess sem gestir geta fagnað sigurvegaranum, sem vita- skuld mun syngja sigurlagið. „Ég á von á því að keppendurnir fjöl- menni. Þetta er samt ekki prívat partí því almenningur getur keypt sig inn. Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjóðheita aðdáendur að taka í spaðann á keppendum og Mihali,“ segir Páll Óskar. Miðasala fer fram á Nasa og kostar 1.900 krónur inn. Húsið verður opnað klukkan 23.00 og er aldurstakmark 20 ár. freyr@frettabladid.is Mihali verður skrautfjöðurin Páll Óskar fór á kostum í Eurovision-partíinu í fyrra. Hann ætlar að endurtaka leikinn í kvöld. Eins og flestir vita fóru augnaynd- in í finnsku skrímslarokksveitinni Lordi með sigur af hólmi í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrra. Fyrir vikið fer fimmtug- asta og önnur söngvakeppnin fram í Helsinki í ár. Finnland, sem tók fyrst þátt í keppninni árið 1961, hefur átt misjöfnu gengi að fagna í keppninni. Í þau fjörutíu ár sem landið hefur sent fulltrúa sína í Eurovision hefur það hæst komist í sjöunda sæti, þar til skrímslin komu, sáu og sigruðu í Aþenu í fyrra. Þetta er því í fyrsta skipti sem frasinn „Good evening, Hels- inki“ mun heyrast á ljósvakaöld- unum. Alls 42 lönd hafa tilkynnt um þátttöku sína í ár, sem er hæsta tala þátttakenda frá upphafi. 28 þeirra etja kappi í undankeppn- inni sem fram fer 10. maí. Sam- kvæmt reglum sem settar voru í fyrra fara löndin sem lentu í tíu efstu sætunum í fyrra sjálfkrafa inn í lokakeppnina 12. maí. Stóru löndin fjögur, Frakkland, Þýska- land, Spánn og Bretland, sem ganga undir nafninu The Big Four í Eurovision-kreðsum, hafa sjálf- krafa þátttökurétt í lokakeppn- inni. Fjögur lönd bætast við þátt- tökulistann í ár: Tékkland og Georgía taka nú þátt í fyrsta skipti, og eins keppa Svartfjalla- land og Serbía í fyrsta skipti sem tvö sjálfstæð ríki. Austurríki og Ungverjaland taka einnig þátt í glensinu, en þau voru ekki með í fyrra. Mónakó hefur hins vegar dregið sig úr keppni. Sjónvarpsstöðvarnar evrópsku fara ýmsar leiðir til að útnefna fulltrúa sína. Flest halda löndin þó undankeppnir með einhverju sniði. Írland hefur þann háttinn á í ár að sveitinni Dervish var falið að semja nokkur lög, sem áhorf- endur fá síðan að velja úr. Ung- verjaland ætlar hins vegar að feta sömu braut og síðast þegar landið tók þátt og sendir Ungstirni árs- ins, sem valið verður á tónlistar- verðlaunaafhendingu í næstu viku. Undankeppnir víðs vegar um álfuna eru flestar vel á veg komnar, og ætti úrslitum að rigna inn á næstu vikum. Af vinum okkar og frændum á Norðurlöndunum hafa eingöngu Noregur og Danmörk valið fram- lög sín að svo stöddu. Það er drag- drottningin DQ, eða Peter Ander- sen, sem syngur lagið Drama Queen fyrir Danmörku í ár. Norð- menn senda hins vegar söngkon- una Guri Schanke, sem leitar á suðlægari slóðir og býður upp í dans með laginu Ven a bailar con- migo. Finnar kjósa fulltrúa sinn í kvöld, en niðurstöðu frá Svíþjóð er ekki að vænta fyrr en 10. mars. Báðar keppnir fara fram í Hart- wall-höllinni, sem hýsir stærsta íshokkíleikvang frænda okkar Finna. Kynnar verða þau Jaana Pelkonen og Mikko Leppilampi. Jaana þessi er reynslubolti í Euro- vision-heiminum, en hún er ein- mitt kynnir undankeppni þeirra Finna. Þau Jaana og Mikko verða í draumkenndri stemningu á svið- inu, því þema keppninnar ku vera „True Fantasy“, eða sannir hugar- órar. Hvernig það skilar sér á sjónvarpsskjánum á eftir að koma í ljós þegar tjaldið rís hinn 10. maí. Hyvää iltaa, Helsinki! Helsinkibúar eru gestgjafar Eurovision- keppninnar í ár, en þetta er í fyrsta skipti sem Finnar halda keppnina á þeim fjörutíu árum sem þeir hafa tekið þátt í henni. ÞEGAR GÓÐA EUROVISIONVEISLU GJÖRA SKAL er lögmálið að tjalda öllu því sem til er. Keppnin einkennist af prjáli og prakt, og ef hin sanna Evróvisjónstemning á að skila sér heim í stofu ætti að hafa þau gildi að leiðarljósi. Ef þessi atriði eru til staðar eru miklar líkur á að fjallar verði um partíið þitt í sögubókum framtíðarinnar. Góða skemmtun! LITRÍKUR KOKTEILL Því litríkari, því betri. Í þessu tilfelli skiptir umgjörðin meira máli en innihaldið. Svo er um að gera að hafa marglit kokteilber og glasaskraut við hendina. Og hver hefur nokkurn tíma dáið af að gleypa smá glimmer? SNAKK, SNAKK, SNAKKOg helst allar tegund- ir af öllu, eins og Evróvisjón-fljóð- ið Dana söng hér um árið. Gestirnir verða að hafa eitthvað að sökkva tönnunum í á milli laga þegar spennan ætlar að gera út af við fólk. MÖRG LÖG ENNSegir það sig ekki sjálft að ekta Eurovisiontónlist er ómissandi með öllu í partíi með sama nafni? Skelltu einu lagi enn á fóninn og þá veistu svarið − og munt ekki gleyma því þangað til að hinsti dansinn er stiginn. PARTÍLEIKIR Partíleikir og Eurovision- keppnin eru svipuð að vinsældum. Fólk lýsir því gjarnan yfir að bæði fyrirbærin séu framúrskar- andi hallærisleg, alveg þangað til útsendingin eða leikurinn byrjar. Þá skemmta allir sér konunglega. Hvernig væri að hrista hópinn saman með því að bregða á leik? Það má til dæmis láta fólk leika þekktar Eurovisionpersónur, nú, eða flytja lag, og stof- an breytist í gleðibanka. GLIMMER, GLAMÚR OG GLITUR Ef Silvía Nótt kenndi okkur eitthvað, var sá lærdómur fólginn í því að það er aldrei nóg af glimmeri. Stráðu glimmeri yfir borðdúkinn, á boðskortin og sáldraðu því í kringum þig þegar úrslitin eru opinberuð. Vertu bara viss um að handryksugan sé skammt undan, svo þú missir ekki vitið þegar þú rankar við þér að partíi loknu. Mihali hefur sungið sleitulaust um alla Evr- ópu síðan Tornero sló í gegn. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.