Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 24
Samráðsmálinu gegn olíufurstunum þremur var vísað frá í dag. Forstjórar virðast ekki vera sakhæfir fyrir glæpi sem þeir fremja í nafni fyrirtækja svo að ekki er seinna vænna fyrir þá sem hyggja á lögbrot að skrá sig sem hlutafélög og láta hluta- félagið síðan fremja glæpinn. Sama gildir væntanlega um syndir. Nú þyrfti einhver rann- sóknarblaðamaður að spyrja bisk- upinn hvort einstaklingar komist til Himnaríkis ef þeir hafa ein- vörðungu syndgað í nafni fyrir- tækja. Á morgun verð ég grasekkjumaður. Frú Sólveig ætlar loksins að láta verða af því að dveljast um hríð á Reykja- lundi sér til heilsubótar. Hún hefur nokkrar áhyggjur af því að skilja mig einan eftir með börnin eða kannski af því að skilja börnin eftir ein hjá mér. Ég hef fengið nákvæm fyrir- mæli um allt sem gera þarf. Frú Sólveig veit að hún er því miður ómissandi og tortryggir mig þegar ég reyni að sannfæra hana um að þrátt fyrir allt verði hægt að komast af án hennar í nokkra daga. Allir fjölmiðlar flóa nú í tárum út af svo- nefndu Breiðavíkur- máli. Það mál kemur mér ekki tiltakanlega á óvart – fremur en öðrum sem muna aðra tíma en þá sem við lifum nú. Fyrir einum mannsaldri eða svo var það útbreitt viðhorf í þjóðfélag- inu að þau börn sem voru vistuð á opinberum stofnunum hefðu gott af því að vera undir heraga og hefðu jafnvel unnið til fangavistar með ögrandi framkomu eða þrjósku við að læra. Þá – eins og nú – var sú frum- stæða afstaða til lífsins algeng að hver og einn skyldi treysta á mátt sinn og megin. Sem leiðir til þeirrar niðurstöðu að þeir sem ekki kunna fótum sínum forráð séu aumingjar og minna virði en þeir sem eru heppnari með genamengi og klókari að bjarga sér. Sem dæmi um hversu hin forn- eskjulegu viðhorf eru lífseig meðal okkar þá taldi sjálfur forsætisráð- herra okkar við hæfi að leiða getum að því að þær stúlkur sem urðu óléttar eftir geðvillinginn og félaga hans í Byrginu hefðu allt eins getað orðið óléttar þótt þær hefðu aldrei farið í meðferð. Með sömu þursarökfræði mætti allt eins halda því fram að það taki því ekki að gera uppistand út af því þótt einhver sé myrtur því að við- komandi hefði allt eins getað orðið fyrir bíl - og allir þurfi að deyja hvort eð er. Það er meira talað um mannúð nú á dögum en hér á árum áður. Þó er mér mjög til efs að náungakærleik- urinn hafi vaxið í sama hlutfalli og mannúðartalið. Ég veit vel að sá sem hallmælir græðginni er umsvifa- laust afgreiddur sem óábyrgur draumóramaður sem telur að hægt sé að lifa á loftinu. Ég er þó ekki meiri draumóramaður en svo að ég rak fyrirtæki við erfiðar markaðs- aðstæður í aldarfjórðung án þess að fara á hausinn. Af lífsreynslu minni tel ég mig hafa vissu fyrir því að neyslunjálgur valdi sálarkláða sem gerir fólk að friðlausum sjúklingum þrátt fyrir efnislegar allsnægtir í þjóðfélagi sem leggur megin áherslu á umgjörð lífsins en vanrækir inni- hald þess og kjarna. Varðandi Breiðavíkurmálið þá reyndi ég að lýsa andrúmsloftinu á Breiðavíkurhælum landsins í skáld- sögu sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum og heitir „Dauðans óvissi tími“. Þar segir frá því að ungum dreng er nauðgað og með aðstoð félaga síns verður hann kvalara sínum að bana. Lögreglan kemur sunnan úr Reykja- vík og Víkingur Gunnarsson kemur við sögu í sínu fyrsta morðmáli. Það þurfti hvorki rannsóknar- blaðamennsku né skyggnigáfu til að vita að á upptökuheimilum hafa verið framdir hryllilegir glæpir – sem eru ennþá óhugnanlegri en ella vegna þess að fórnarlömbin hafa verið varnarlaus börn sem áttu „ríkið“ fyrir verndara. Sá verndari brást. Það eru því miður mörg dæmi þess að íslenska ríkið – fyrir hönd okkar allra - hefur brugðist skjól- stæðingum sínum. Breiðavík, Byrg- ið, Bjarg, Geirfinnsmál og þannig má telja stafrófið á enda. Við þess- um dapurlegu mistökum er aðeins tvennt að gera, reyna að bæta fyrir fyrri misgjörðir og gæta þess að læra af reynslunni. Sennilega hefur veröldinni farið fram síðan á sjö- unda áratug síðustu aldar – en fram- farirnar mættu vera töluvert meiri. Eitthvert mikið átak gegn veggjakroti er loksins komið í gang. Það er hið besta mál. Töluvert vantar samt upp á að Reykjavík verði snyrtileg borg. Til dæmis sjást tvær starfsstéttir aldrei hérna í Grjóta- þorpinu en það eru lögregluþjónar og götusóparar. Að vísu getur verið að óeinkennisklæddir lögreglu- menn séu hér á vappi en ég hef enga trú á því að við séum undir handarjaðri óeinkennisklæddra götusópara. Til að sýna framfaravilja mætti hreinsunardeild borgarinnar fara að huga að því að hirða hérna af götunum dauð jólatré sem hafa fokið hér á milli húsa síðan á þrett- ándanum. Missti af frönsku- námskeiðinu mínu í dag. Litla Sól var greinilega orðin mjög þreytt þegar ég sótti hana í leikskólann og lét dólgslega og hafði í hótunum við mig út af engu. Svo valt hún út af steinsofandi í bílnum á leiðinni heim. Ég bar hana inn í rúm og sú litla rumskaði ekki. Þá hringdi ég í Sylvíu vinkonu mína og tilkynnti forföll en hún hafði ætlað að leyfa litlu Sól að vera hjá sér meðan ég væri á nám- skeiðinu. Skömmu eftir að ég var búinn að afboða komu okkar vaknaði sú stutta og hvessti ásakandi á mig augun og sagði: Ég vil ekki sofa lengur – rétt eins og hún hefði ein- göngu gert það fyrir minn bæna- stað að fá sér þessa löngu kríu. Það er langur vinnudagur hjá börnum sem þurfa að vakna fyrir klukkan átta á morgnana og eru ekki komin heim til sín aftur fyrr en milli fjögur og fimm, jafnvel seinna. Þetta er kannski ekki alveg sam- bærilegt við barnaþrælkun eins og hún gerist verst í fátækustu löndum heims. En hér er það ekki sár fátækt sem veldur þessum langa vinnudegi barna heldur eingöngu sú staðreynd að hagsmunir og líðan barna teljast ekki til forgangsmála í okkar sam- félagi. Mikilvægi barna má til dæmis reikna út með því að bera saman launakjör þeirra sem vinna í fjár- málastofnunum og þeirra sem vinna við barnakennslu eða barnfóstur. Ég sé í anda Kastljóss- og Kompáss-fólk næstu aldar taka and- köf af grátbólginni samúð yfir bernskuminningum einhvers sem útskrifaðist af leikskóla fyrir 100 árum. Mér sýnist á frétt- um að meira að segja dómaranum hafi loksins blöskr- að fíflagangur ákær- andans í Baugsmál- inu og bundið enda á spurningaleikinn við Jón Ásgeir. Ákæruvaldinu hefur tekist hið ómögulega: Sem sé að fá allan almenning til að sárvorkenna rík- ustu mönnum landsins. Það er sannarlega kraftaverk! Um þursarökfræði, neyslunjálg og kraftaverk Í Dagbók Þráins Bertelssonar er spurt hvort ein- staklingar geti svindlað sér inn í Himnaríki með því að kenna fyrirtækjum um syndir sínar. Þá er vikið að þursarökfræði, neyslunjálgi, veggjakroti og jólatrjám og minnst á það einstæða afrek ákæruvaldsins að breyta milljarðamæringum í píslarvotta. Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.