Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 88
Í slensku tónlistarmennirn- ir voru kynntir undir for- merkjum Iceland Air- waves og af þeim sökum fóru til dæmis Eldar Ást- þórsson, framkvæmda- stjóri Airwaves, og Egill Tómas- son, einn af aðalmönnum Herra Örlygs, einnig með út. Ferðin virt- ist leggjast ágætlega í allan hóp- inn nema þá kannski helst Valda, bassaleikara Reykjavík!, sem hélt því statt og stöðugt fram að Norð- menn væru á móti gleðskap en samt stæði í lögum að allir ættu alltaf að vera brosandi. UMTBS voru sérstaklega spenntir enda í fyrsta skiptið sem sú unga og efni- lega sveit fær tækifæri til þess að spila utan landsteinanna. Eftir hressilegt flug, fyrst til Óslóar og síðan til Þrándheims, tók á móti hópnum fimmtán stiga frost en hins vegar glæsilegur bær og ekki síður bæjarstæði á ágætum fimmtudegi. Þarna lágu snjósetin tré yfir holt og hæðir og sjarmerandi bærinn við ósa Niðar skartaði sínu fegursta í sólskin- inu. Fyrstu íslensku tónleikar kvöldsins voru með UMTBS. Strax í fyrsta lagi sá maður hvert stefndi, dúndrandi elektró og Siggi söngvari í villtu stuði. Sá var reyndar ekki alls kostar sáttur með hljóðmanninn, rauk út í sal og gaf honum fingurinn. Áhorfendur vissu varla hvaðan á sig stóð veðr- ið, hvað þá þegar Siggi fleygði sér úr fötunum og sagði öllum að hunska sér í smá stuð. Undir lokin voru hins vegar allir byrjaðir að dilla sér. Reykjavík! steig síðan á stokk stuttu seinna og hélt kraft- mikla tónleika. Daginn eftir var hátíðarblaðið undirlagt íslensku sveitunum. Tónleikar Reykjavík! voru sagðir þeir villtustu á hátíðinni og UMTBS fékk heilsíðu og fyrir- sögnina Fantastic!. Seinna í blað- inu var síðan önnur heilsíða þar sem allir voru hvattir til þess að sjá Lay Low. Hún spilaði í sérstöku tjaldi í miðbænum á föstudeginum og fyrir einskæra tilviljun römb- uðum við Egill inn í tjaldið rétt áður en Lay Low átti að byrja að spila. Þar var Lovísa ásamt hljóm- sveit sinni byrjuð að koma upp dótinu sínu en þeim hafði verið hent beint á staðinn eftir að hafa lent á flugvellinum. Flugþreytan virtist sitja örlítið í hópnum og tónleikarnir voru kannski ekki þeir bestu sem ég hef upplifað. Norðmennirnir voru hins vegar stórhrifnir og daginn eftir birtist enn ein heilsíðan þar sem tónleik- unum var hampað. Seinna á föstudagskvöldinu spiluðu Reykjavík! og UMTBS á seinni tónleikunum sínum. Reykja- vík! hóf leik og var jafnvel enn betri en kvöldið áður. Hápunktur- inn var án efa þegar hljómsveitin tók einnar sekúndu þögn fyrir Önnu Nicole Smith. Eftir tónleik- ana hittum við svo heimamanninn Jan sem talaði reiprennandi íslensku en hann þekkti Hauk, gítarleikara Reykjavík!, enda höfðu þeir tveir verið að vinna saman í löndun í Reykjavík. Skipst var á drykkjum og nokkrum tíma seinna, eða um tvö eftir miðnætti, var rölt á staðinn þar sem UMTBS átti að spila. Umfjöllunin í blaðinu hafði greinilega skilað sér því bið- röðin var alllöng. UMTBS stóð fyrir sínu og kvöldið eftir setti Lay Low góðan punkt yfir i-ið og sýndi það og sannaði að íslensku sveitir Iceland Airwaves hefðu rústað þessari hátíð. Norðmennirnir reyndu síðan hvað þeir gátu til þess að komast að íslensku stjörnunum. Ég fékk meðal annars að koma með Reykjavík! í partí sem haldið var af verkefnastjóra hjá norska ríkis- útvarpinu sem er án efa einn besti gestgjafi sem ég hef kynnst. Eld- aði ofan í mannskapinn, gaf fólki að drekka og skildi heldur ekki af hverju fólkið var að spila tónlist- ina svona lágt (íbúðin var um 70 fermetrar á þriðju hæð í fjölbýli). Fyrir utan Reykjavík! var samt frægasti maðurinn á svæðinu án efa menningarmálaráðherra Nor- egs, sem leit reyndar út eins og hver annar hátíðargestur, spurn- ing hvort maður sæi Þorgerði Katrínu einhvern tímann í þannig gír? Við Íslendingarnir voru samt mestu stuðboltarnir og vildi hús- ráðandinn hann Geir endilega fá okkur aftur í heimsókn kvöldið eftir, með því skilyrði að Reykja- vík! tæki lagið. Já sögðu þeir en bara ef reddað yrði trommusetti og Geir sagði að það yrði nú varla mikið mál. Kvöldið eftir blasti síðan við glæsilegt Mikka mús barnatrommusett sem skemmti- legur hljómur var af. Síðan var bassa stungið í samband við græj- urnar og tveir kassagítarar full- komnuðu síðan málið. Íbúðin var stöppuð að fólki sem fagnaði hástöfum eftir hvert lag Reykja- vík! sem spilaði meira að segja þrjú uppklappslög. Eftir þetta var hins vegar haldið í háttinn enda flug snemma morguninn eftir auk þess menn voru mishressir eftir átök gærkvöldsins. Hátíðin gekk samt vel í alla staði og meira að segja efasemda- maðurinn Valdi var himinlifandi. Hátíðin sem slík var líka mjög flott og vegleg. Fyrir utan reyndar skyndimatinn sem þar var boðið upp á sem samanstóð af eintómum fiskiréttum; fiskiborgurum, fiski- pylsum, fiskitortillum, fiskinögg- um og svo framvegis. Þrátt fyrir skyndibitann þurfa hins vegar engum að koma á óvart frekari landvinningar íslensku sveitanna og nokkuð ljóst að UMTBS á sem dæmi eftir að halda fleirri tón- leika á erlendri grundu. Þrándheimur enginn Þrándur í Götu Íslensku listamennirnir Lay Low, Reykjavík! og Ultra Mega Technobandið Stefán (UMTBS) héldu í víking um síðustu helgi og spiluðu á by:Larm hátiðinni í Þrándheimi, sem er stærsta tónlistarráðstefna Norðurlandanna. Steinþór Helgi Arnsteinsson brá sér með í för og upplifði hvernig Norðmennirnir og aðrir gestir lágu kylliflatir fyrir íslensku sveitunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.