Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. febrúar 1987 Tíminn 3 Togarar Þormóðs Ramma hf. á Siglufírði í höfn á Siglufírði. Þeir hafa aflad vei eftir verkfall. Tímamynd ö.Þ. Þormóður Rammi hf. á Siglufirði: Mikil aukning á fiskvinnslu - jókst um 1500 tonn frá 1985 Fréttaritari Tímans í Fljótum, Öm Þórarinsson: Mikil aukning varð í fiskvinnslu hjá Þormóði Ramma hf á Siglufirði á síðasta ári. Alls tók fyrirtækið á móti um sjö þúsund tonnum af fiski sem er um 1500 tonnum meira en árið áður. Af þessum afla hafa 5706 tonn farið í frystingu sem eru 140 tonnum meira en árið áður. 1310 tonn voru verkuð í salt en árið 1985 fór aðeins 91 tonn af fiski í saltfisk- verkun. Afli togara Þormóðs Ramma, Sigluvíkur og Stálvíkur, á síðasta ári var í kringum 5500 tonn samtals sem er mjög svipað og árið áður. Þá fékk fyrirtækið um 1200 tonn af afla Sveinborgar SI 70 og einnig nokkuð af fiski frá smærri bátum sem gerðir eru út frá Siglufirði. Báðir togararnir voru í landi á meðan sjómannaverk- fallið stóð en héldu til veiða strax og vinnudeilan leystist og hafa aflað mjög vel síðan. Sigluvíkin hefur landað tvívegis, samtals um 240 tonnum, og Stálvík einu sinni 150 tonnum. Þá hefur Núpur frá Greni- vík landað 50 tonnum og mun hann leggja upp afla sinn hjá Þormóði Ramma á næstunni. Rúmlega eitt hundrað manns vinna í frystihúsi Þormóðs Ramma að jafnaði og er fyrirtækið stærsti vinnuveitandinn í bænum. Borgarstjómarfundur: Fóstrur betur launaðar í Eyjum en í Reykjavík - segir Bjarni P. Magnússon Fóstrur í Reykjavík fá sem sam- svarar tvennum mánaðarlaunum minna í árslaun en fóstrur í Vest- mannaeyjum. Þetta kom m.a. fram í máli Bjarna P. Magnússonar í borgarstjórn á fimmtudag. Fulltrúar minnihlutans gerðu launamál fóstra að umtalsefni, en foreldrar barna á dagvistunarstofn- unum lögðu fram undirskriftalista, þar sem foreldrarnir lýsa áhyggjum sínum með þróun mál ef fóstrur fá ekki mannsæmandi laun út úr kom- andi kjarasamningum. Fulltrúar minnihlutans hafa ítrekað bent á erfiðleika með að manna dagvistar- heimili borgarinnar vegna lágra launa. Bjarni P. átaldi núverandi meirih- luta sjálfstæðismanna harðlega fyrir hversu illa hann hafi staðið að þess- um málefnum og sagði þessum mála- flokk hafi hrakað gífurlega. Hann sagði að þessi mál hefðu verið í miklu betra standi hjá fyrri meiri- hlutum sjálfstæðismanna. í sama streng tóku aðrir fulltrúar minnihlutans og lagði Sigrún Magn- úsdóttir t.d. áherslu á hve mikilvægt uppeldisstarf fóstrur vinna. Hún benti á að á dagvistarstofnunum væri lagður gfunnur að þroska barn- anna og sá grunnur þyrfti að vera góður. Það þyrfti að vanda til þessar- ar undirstöðu ekki síður en vanda þurfi til undirstaða mannvirkja eins og brú yfir Grafarvoginn. Þetta ættu sjálfstæðismenn greinilega erfitt með að skilja. Opinn fundur í Odda um OECD skýrsluna: Hvert stefnir í íslenskum skólamálum? Málfundafélag félagshyggju- fólks efnir til opins fundar í dag um íslensk skólamál. Til umræðu vcrður skýrsla OECD um stöðu skólamála á íslandi. Leitað verður svara við spurningum, svo scm: Erum við að dragast aftur úr öðrunH Evr- ópuríkjum á þessu sviði? Er framhaldsskótinn stjórnlaust fer- líki? Eyðum við tímanum um of í tungumál á kostnað raungreina? Er láglaunastefnan að kæfa kennara í yfirvinnu? Af hverju hætta 50% innritaðra í Háskóla íslands, áður en þcir Ijúka prófi? Taka einkaskólar í auknum mæli við? Hvað er til varnar? Frummælendur á fundinum verða Halldór Guðjónsson kennslustjóri Háskóla íslands, Svanhildur Kaabcr formaður Bandalags kennarafélaga og Eygló Eyjólfsdóttir konrektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Fundurinn hefst kl. 13:30 í Odda, stofu 101 - húsi Háskól- ans. Mjólkurstöðvarnar á landinu: REKSTURINN TEKINN TIL ENDURSKODUNAR Landbúnaðarráðherra hefur fal- ið nefnd þeirri sem unnið hefur við skoða rekstur sláturhúsa, að skoða rekstur mjólkursamsalanna í land- inu. „Ég reikna með að skýrslu um allar afurðastöðvarnar, hvort held- ur það eru sláturhús eða mjólkur- stöðvar, verði skilað í einu lagi. Sláturhús og mjólkurstöðvar eru samtengdar á mörgum stöðum og því heppilegra að upplýsingar séu samræmdar," sagði Jón Helgason landbúnaðarráðherra. Jón sagði ennfremur að endur- skoðun rekstrar sláturhúsanna væri langt komin og styttri tíma tæki að skoða mjólkurstöðvarnar, þannig að ekki væri mjög langt að bíða skýrslunnar. Aðspurður um hvort ákveðnar mjólkurstöðvar stæðu áberandi verr að vígi en aðrar, sagði Jón að reksturinn væri erfiðastur þar sem mjólkurmagnið væri minnst, en erfitt væri að segja nákvæmlega til um þetta fyrr en skýrslan lægi fyrir. Framleiðsluráð taldi að mjög illa liti út með rekstur mjólkurstöðv- anna miðað við fyrri hluta ársins. Hallinn á mjólkursamsölunum fyrri part ársins var orðinn um 80 milljónir króna, en heildarupp- gjörs mjólkurbúanna er að vænta um næstu mánaðamót. Vegna þessa halla var talið óhjákvæmilegt að hækka verðmiðl- unargjald mjólkur í haust. Gjaldið er notað til þess að létta mjólkur- samlögunum að laga rekstur sinn að þeirri ákveðnu framleiðslu- stjórn er upp var tekin við gildis- töku búvörulaganna 1985. Verðmiðlunargjald þetta er lagt á alla mjólk og er nú 1,68 kr. á hvern mjólkurlítra, en mjólk í eins lítra pakkningum kostar nú 39 krónur. ABS Wagoneer flAMC Jeep. ÞAÐ ER VALIÐ Cherokee Gæði-Snerpa LÚXUS Vid bjóðum nú þennan veglega bíl á mjög hagkvæmu verði. T.d. er CHEROKEE frá kr. 1.075.000. -(m. gengi 30.1.87) með eftirtöldum búnaði: - 2.5 1 bensínvél m/tölvustýrðri innspýtingu - 4ra gíra gírkassa. - Heil hásing að framan - Aflbremsur m/læsivörn - Vökvastýri - Command trac - Litað gler - Gormar framan og fjaðrir að aftan - Svart grill listar og rammar eins og i Chif - Ballanstangir framan og aftan - Teppalagður og tauklæddur - Ljós í hanskahólfi - Hálogen aðalljós - Fjarstýrður hliðarspegill - Vindlingakveikjari - Sportfelgur - Hjólbarðar 195/75R15 - Stokkur milli sæta - Körfustólar m/höfuðpúðum - Stýrishöggdeyfir - Öryggisbelti í fram og aftursætum. LÚXUSÚTFÆRSLUR: Pioneer kr. 65.000.- Chif kr. 118.000,- Laredo kr. 205.000.- og svo flaggskipið WAGONEER LIMITED: sem á engan sinn líka. Fáanlegir: 5 gíra sjálfsk. m/seletrac 6 cyl. 173 hö 4 cyl diesel m/intercooler n AMC Jeep. FYRIR ÞÁ ALLRA KRÖFU- HÖRÐUSTU Jeep. ríkulega útbúinn'Cherokee 1987 er 5 meuina bíll með nægu plássi fyrir fjölskylduna og farangurinn. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Söluumboð Akureyri: Þórshamar hf. - sími 22700 Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202 - HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.