Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 11
Tíminn 11 Laugardagur 7. febrúar 1987 111 llllll anda, hið lífræna svið, kemur fram segulskekkja í áttavita tölvísinnar. Steinn og málmur slitna seint, en slitna bótalaust. En lífið bætir oft slit og áreynslu tvennum og þrennum gjöldum. Það rýrnar og hrörnar við sparnað, en magnast við slit og auðgast við örlæti. Ef menn eru svo gætnir og sínkir, að þeir tíma ekki að segja né skrífa hugsanir sínar, rýmist aldrei til í huganum. Gylfi Þ. Gíslason hefur aldrei sparað sjálfan sig. En fyrir utan þekkingu, vinnusemi og starfsþrek er hann einnig gæddur þolinmæði og þrautseigju, sem eru afar mikilvægir kostir forystumanns í stjómmálum. Mig langar að nefna þrjú dæmi um farsæla forystu Gylfa í málefnum þjóðarinnar, þar sem þessir kostir hans koma glöggt í ljós. Fyrsta dæmið er aðild íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA, og viðskiptasamningar við Evrópubandalagið, sem sigldu í kjölfarið og hafa reynst íslendingum hagstæðir, og eiga án efa eftir að reynast enn hagstæðari í framtíð- inni. Gylfi skildi flestum betur, að íslendingar máttu ekki einangrast á sviði alþjóðaviðskipta, ef unnt átti að reynast að efla útflutningsiðnað verulega sem undirstöðu framfara. Allan sinn ráðherraferil vann hann ásamt öðrum að því að ná hagstæð- um samningum við viðskiptaheild- irnar, sem mynduðust í Vestur-Evr- ópu á síðari hluta sjötta og í upphafi sjöunda áratugarins. Mikilvægasta áfanganum í þessu máli var náð haustið 1969, þegar ísland gerðist aðili að EFTA. Annað dæmið, sem ég vil nefna, er á sviði menntamála. Það er ekki jafnskýrt afmarkað sem einstakur atburður og aðildin að EFTA, en er þó ekki síður mikilvægt. Hér á ég við nýskipan á málefnum Háskólans, sem ákveðin var árið 1970 með setningu reglugerða um aukna fjöl- breytni í kennslu og rannsóknar- störfum og með auknum fjárveiting- um til skólans. Þessi efling Háskól- ans var í reynd ávöxtur margra ára undirbúningsvinnu undir forystu Gylfa. Þriðja dæmið er svo heimkoma handritanna. Sjaldan hefur nokkr- um atburði verið tekið af jafndjúp- um og einlægum fögnuði af öllum landsmönnum eins og þegar mennta- málaráðherra Danmerkur, Helge Larsen, afhenti íslendingum Flat- eyjarbók og Konungsbók eddu- kvæða í apríl árið 1971 til marks um það, að handritamálinu væri lokið með þessu óviðjafnanlega dreng- skaparbragði Dana. Aðdragandi þessa einstæða, menningarsögulega viðburðar var langur. Alla sína ráðherratíð hafði Gylfi Þ. Gíslason forystu fyrir því mikla þolinmæðis- verki að auka skilning Dana á mál- stað íslendinga í þessu viðkvæma máli. Það fór einkar vel á því, að Gylfi skyldi sem menntamálaráð- herra taka við bókunum tveimur fyrir hönd íslendinga. Það er þátttaka Gylfa og forysta í þjóðþrifaverkum af þessu tagi, sem gera það að verkum, að hann má hiklaust telja einn merkasta stjórn- málamann íslendinga á lýðveldis- tímanum. Hann, sem er rösku ári eldri en fullveldið, er einn þeirra stjómmálamanna, sem hafa lagt sitt af mörkum til þess að draumur þeirra, sem hófu sjálfstæðisbarátt- una á nítjándu öld, rættist; draumur- inn um íslenska þjóð sem stjórnar- farslega frjálsa þjóð, efnahagslega sjálfstæða þjóð og menningarlega fullgilda þjóð. En til þess að þetta þrennt verði varanlegur veruleiki þarf þolgæði og þrotlaust starf. í þvf starfi erfordæmi Gylfa Þ. Gíslasonar verðugt til eftirbreytni. Fundum okkar Gylfa bar saman í fyrsta sinn árið 1964, þegar ég hóf störf í Efnahagsstofnun. Mér er það minnisstætt, hversu yfirlætislaus og þægilegur ráðherrann var í viðmóti við nýútskrifaðan kandidat og reiðu- búinn til að tala við hann eins og jafningja um viðfangsefnið, sem var yfirlit yfir þróun kaupmáttar kaup- taxta og tekna. Þá eins og nú hafði hann smitandi áhuga á því að fá sem allra gleggsta mynd af því, sem tölurnar áttu að lýsa. í störfum mínum við Efnahagsstofnun kynnt- ist ég svo Gylfa betur í hinum daglegu verkum^ á sviði efnahags- mála. Auk þess átti ég seinna því láni að fagna að vinna fyrir hann að ýmsum afmörkuðum verkum. Með- al margra góðra kosta, sem Gylfi er gæddur, er sá, að hann á afar létt með að skipta verkum og ætla öðrum verk sem hluta af stærri heild. Þessi hæfileiki er sjaldgæfur, og enn sjald- gæfara, að hann sé gefinn þeim, sem eru sjálfir svo miklir verkmenn sem Gylfi er. Ég tók meðal annarra nokkurn þátt í undirbúningi tillögu til þingsályktunar um aðild íslands að EFTA haustið 1969. í því máli lagði Gylfi af mikilli skarpskyggni höfuðáherslu á, að dregnir yrðu fram þeir möguleikar, sem EFTA- aðildin gæfi íslendingum til þess að auka iðnaðarútflutning. Síðar vann ég einnig með Gylfa og starfsmönn- um hans í menntamálaráðuneyti og Háskóla íslands að undirbúningi til- lagna um eflingu háskólans 1970. Þetta samstarf var mér góður skóli, og þau góðu kynni, sem tókust með okkur þá, hafa haldist og batnað æ síðan. Reyndar finnst mér nú með ólíkindum, að liðnir séu meira en tveir áratugir frá því við kynntumst, og hinn áhugasami fræðimaður og stjórnmálamaður, sem kann svo vel að nota símann til að halda sambandi við vini sína og kunningja, sé orðinn sjötugur. Hann gengur að hverju verki með áhuga hins unga manns, en jafnframt einstæðum hæfileika til einbeitingar, þegar á þarf að halda. Gylfi kvæntist ungur Guðrúnu Vilmundardóttur, og er jafnræði með þeim hjónum. A þeirra heimili er gott að koma. Þar ræður gestrisni húsum. Synir þeirra þrír hafa allir sýnt með verkum sínum, hversu góðir stofnar standa að þeim. Heimilið að Aragötu 11 hefur mátt þola mótlæti. Guðrún og Gylfi og þeirra nánustu hafa orðið fyrir sárum ástvinamissi. Þau hafa orðið að sjá á bak syni og sonarbörnum. Fjölskyld- an hefur borið þessar þungu sorgir með þeirri skapfestu og sálarstyrk, sem fá dæmi eru til. Það lýsir Gylfa vel, og viðhorfi hans til stjórnmálastarfs, sem hann sagði í haust á flokksþingi Alþýðu- flokksins í Hveragerði: „Virðing fyr- ir því, sem er satt og rétt, verður að móta alla baráttu í stjómmálum. Og stjórnmálamenn verða ekki aðeins að kappkosta að segja jafnan satt. Þeir verða einnig að gera rétt, þeir mega aldrei taka eigin hagsmuni eða sérhagsmuni umbjóðenda fram yfir hagsmuni heildarinnar, og þeir eiga að vera fyrirmynd varðandi ráðdeild og reglusemi.“ Hann sagði þar líka: „Ef hófsemi og heiðarleiki ásamt virðingu fyrir sannleika og réttlæti eru hornsteinar stjórnmálalífs, verð- ur árangurinn gott þjóðfélag." Sjálf- ur hefur Gylfi fylgt þessum góðu lífsreglum. Gylfi hefur sagt frá því, að hann hafi orðið jafnaðarmaður vegna þess, að sér hafi runnið til rifja fátæktin og atvinnuleysið, sem hann sá sem unglingur á kreppuárunum í Reykjavík. Þá hafi vaknað í brjósti sér eldheit andstaða gegn því rang- læti, sem felst í örbirgð og atvinnu- leysi, og sterk samúð með þeim, sem urðu undir í lífsbaráttunni. Reyndar má segja, að þessi mannúðarhugsjón gangi eins og rauður þráður í gegn- um öll hans verk. En Gylfi skilur líka öðrum mönnum betur, að út- rýming fátæktar og aukin hagsæld er ekki nóg til að færa þjóðum ham- ingju. Til að sækja fram til betra lífs þarf að efla menningu og gæta þess að spilla ekki náttúrlegu umhverfi mannlegs lífs. Um þetta allt má skrifa fleira en rúmast í þessu blaði. Því læt ég staðar numið með einlæg- um árnaðaróskum til Gylfa og fjöl- skyldu hans. Megi honum enn auðn- ast líf og heilsa til góðra verka fyrir land sitt og þjóð og til góðra sam- verustunda með ástvinum sínum. Reykjavík 7. febrúar 1987. Jón Sigurðsson Ertu hættulegur IUMFERÐINNI án þess að vita það? Morg lyf hafa svipuö áhrif ■gSI ogátengi ^ Kynntu þér vel lyfiö sem þú notar il® Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Alla miðvikudaga Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Hg* SKIPADE/LD ^&kSAMBANDSINS LINDARGATA 9A PÓSTH. 1480 • 121 REYKJAVlK SlMI 28200 TELEX 2101 TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN d^ddt Cl HF. Saurbæingar! Hið árlega Þorrablót okkar verður haldið í Risinu að Hverfisgötu 106, Reykjavík, 4. hæð, laugar- daginn 14. febrúar nk. Borðhald hefst kl. 20.00 stundvíslega. Miðar verða seldir í Risinu 12. febrúar nk. kl. 16.00-19.00. SAMVINNU TRYGGINGAR AHMtlLA 3 108 REYKJAVIK SIMI (91)681411 Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða starfsmann til almennra skrifstofustarfa í Brunadeild. Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð og upplýsingar hjá Starfs- mannahaldi, Ármúla 3, sími 681411. Samvinnutryggingar g.t. HR0SSABÆNDA BÆNDAHÖLLINNI HAGATORGI 107 REYKJAVlK ISLAND Bændur, hestamenn! Norskt ræktunarfélag óskar eftir að kaupa ættbók- arfærðan stóðhest frá íslandi með fyrstu eða góð önnur verðlaun. Til greina kemur líka efnilegur ungur stóðhestur. Líklegir hestar verða skoðaðir í byrjun mars. Skriflegt tilboð sendist til Búvörudeildar SÍS, Sölvhólsgötu 4,101 Reykjavík merkt „Stóðhestar" eigi síðar en 25. feb. nk. í tilboðinu skal tilgreind ætt, dómsorð, skapgerð, litur, aldur, mál og verð. Ath. heimilt er að selja eldri hesta en 10 vetra og jafnframt að 20% af verði renni til stofnverndarsjóðs. Félag hrossabænda Reykjavík SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMl45000 Jámhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgarfyrirhönd Byggingadeildaróskar eftir tilboöum í málun á dagvistunarhúsnæði í eigu Reykjavíkurborg- ar. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða op'nuð miðvikudaginn 18. febrúar nk. kl. 14.00. INNKAUPASTOFNllN reykjavIkurborgar Fríkirlijuv«gi 3 — Sími 25800 Laus staða Dósentsstaða í viðskiptadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Kennslugreinar þær sem stöðunni fylgja eru í hagfræði, einkum greinum þar sem beitt er aðferðum tölfræðinnar og stærðfræðinnar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júll 1987. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um visindastörf, rannsóknir og ritsmiðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðu- neytinu Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 6. mars nk. Menntamálaráðuneytið 4. febrúar 1987

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.