Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Laugardagur 7. febrúar 1987 llllllllllllllllllllllllll MINNING llllllllllllllllllllllllilllllllllllilllllllllllllllllllllllll Margrét Þorkelsdóttir Fædd 28. ágúst 1897 Dáin 30. janúar 1987 Pann 30. f. m. lést í hárri elli, ekkjan, Margrét Þorkelsdóttir fyrr- unt húsfreyja að Austurey í Laug- ardal. Hún fæddist í Miðengi í Grímsnesi 28. ágúst 1897, þar sem (oreldrar hennar, Þorkell Gíslason og Sigrún Gísladóttir, bjuggu um hríð. Arið 1898 fluttu þau að Minna- Mosfelli, en unt aldamótin flytja þau svo að Þórisstöðum í sömu sveit og þar ólst Margrét upp. Var hún yngst 6 systkina, sem nú eru öll látin. Margrét giftist 16. sept. 1921 Kjartani Bjarnasyni (f. 4.11.1891) frá Minnibæ í Grímsnesi. Hann var sonur hjónanna Ragnhildar Jóns- dóttur og Bjarna Jörgenssonar, sem þar bjuggu allan sinn búskap. Fyrst eftir giftinguna áttu þau heima á Mosfelli, þar sem Kjartan var ráðs- maður, fyrst hjá sr. Þorsteini Briem og síðan sr. Ingimar Jónssyni til ársins 1923. Á Mosfelli kynntist hún fjölskyldu sr. Þorsteins. Talaði hún oft um frú Valgerði og móður hennar frú Kristínu Pétursdóttur Guð- johnsen. Eins minntist hún dætra prestshjónanna og hvað þær höfðu verið henni góðar. Þessar minningar voru henni mjög dýrmætar. Árið 1923 hófu þau búskap í vesturbænum á Kringlu. Þar bjuggu þau í tvíbýli við Sigurjón Gíslason og Jódísi Sigmundsdóttur til ársins 1926, en það ár festa þau kaup á jörðinni Áusturey í Laugardal og búa þar upp frá því. Kjartan, sem var afburða duglegur maður, naut sín vel við búskapinn í Austurey. Þar var líka silungsveiði, sem hann stundaði vel. Amma mín, Ragnhild- ur, sem dvaldi hjá þeim meðan þau bjuggu á Kringlu og 2 fyrstu árin þeirra í Austurey, sagði að fyrstu vorin í Austurey hafi hann lagt nótt við dag um sauðburðinn við að sinna lambám og veiði. Mann sinn missti Margrét 11. maf Austurey 1939 aðeins 47 ára að aldri. Hann var jarðsettur á Mosfelli við höfða- gafl móður sinnar. Margrét og Kjartan eignuðust 7 börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: Þorkell, lengi bóndi í Austurey, nú á Laugarvatni. Kristrún var hús- freyja í Haga í Grímsnesi, býr nú á Selfossi og starfar á Ási, dvalarheim- ili aldraðra í Hveragerði. Lárus bóndi í Austurey. Bjarnheiður Ragna, húsfreyja í Kópavogi. Anna Sigrún vinnur á hreppsskrifstofu Hveragerðis. Þorbjörg húsfreyja í Reykjavík og Kjartan trésmiður í Hveragerði, er hann yngstur og var skírður við kistu föður síns. Missir Margrétar var mikill, þegar Kjartan, maður hennar féll frá á besta aldri og 2 elstu börnin rétt rúmlega fermd. Þar að auki hafði Þorkell, elsti sonurinn, átt við heilsu- leysi að stríða og var tæpast orðinn vinnufær aftur. Búskapnum hélt Margrét áfram með börnum sínum og einhverri aðkeyptri hjálp til að byrjað með. Árið 1950 taka 2 eldri synirnir við búi og jörð, en hún dvelur þar að mestu næstu árin. Síðan flytur hún til barna sinna í Hveragerði, en síðustu 10 árin var hún vistmaður á Elliheimilinu Ási í Hveragerði. Það var Margréti alltaf mikið tilhlökkunarefni að komast upp í Laugardal á sumrin og alla tíð átti hún heimilisfang sitt þar. Síðustu jólin sfn var hún hjá börnum sínum í Hveragerði og voru þessi jól henni sönn gleðihátíð. Margrét var mjög fínleg kona og sérlega snyrtileg í allri umgengni, eins og verið hafði Sigrún móðir hennar. Á fyrri árum gekk hún á peysufötum spari, en nokkuð snemma fór hún að klæðast kjólbún- ingi við öll tækifæri. Mér er í minni, þegar hún mætti í brúðkaupi sonar míns fyrir unt það bil 15 árum, hvað hún, þetta fullorðin kona, var glæsi- leg í síðum rauðrósóttum kjól. Enginn, sem ekki vissi, hefði trúað því að hér færi kona á áttræðisaldri. Síðast sá ég Margréti síðdegis 28. f.m. á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi, en þangað var hún flutt daginn áður. Hún var mjög máttfarin og ég var ekki viss um að hún þekkti mig, svo ég sagði: „Þetta er Imba, dóttir hennar Siggu á Hömrum." Þá svar- aði hún: Já, mér fannst ég kannast við þig, en við sjáumst svo sj aldan. “ Nú er hún komin yfir móðuna miklu á fund ástvinarins kæra, sem svo sárt var að kveðja fyrir hart nær hálfri öld. í dag verður hún kvödd í Selfoss- kirkju og lögð til hinstu hvíldar í sveitinni sinni. Börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Tönsberg Anna Sigurðardóttir, Fyrrum húsfreyja aö Auðnum í Ólafsfirðii Fædd 31. janúar 1904 Dáin 17. janúar 1987 Þann 24. janúar síðastliðinn, var jarðsett hér í Ólafsfirði Anna Sig- urðardóttir frá Auðnum. Hún var fædd 31. janúar 1904, Garði í Ólafsfirði. Anna ólst upp í fæðingasveit sinni, og bjó þar allt sitt líf. Ung giftist hún Steini Ásgríms- syni frá Karlsstöðum í sömu sveit. Bæði elskuðu þau sveitina sína, og stunduðu búskap, lengst af, sín hjú- skaparár. Þó óblíðar aðstæður slitu þau frá þeim störfum um tíma, vegna veik- inda Steina, þráðu þau bæði að komast aftur í sveitina. Þau keyptu Auðnir, og hófu þar búskap að nýju, og bjuggu þar til efri ára. Þau Anna og Steini eignuðust átta mannvænleg börn, sem öll komust til fullorðins ára. Anna var vel kynnt og vinamörg, og þrátt fyrir sinn stóra barnahóp, og mikið annríki heima fyrir, átti hún ætíð tíma aflögu til að rétta þeim hjálparhönd, sem þurftu þess með, og þannig voru þau hjónin bæði, og fékk ég, sem þessar línur skrifa, og mitt heimili að njóta þeirra góðu eiginleika þessara hjóna. Við fluttum í nágrenni við þau 1951, og þó vatnsflötur skildi í milli bæja, voru drengirnir þeirra fúsir að ferja okkur yfir á bátnum þeirra. Oft þurftum við að leita til þeirra hjóna á margvíslegan hátt, um hjálparhönd, sem ætíð var fúslega veitt, bæði af þeim og börnum þeirra. Þakklæti fengu þau eitt að launum, fyrir alla sína hjálp og greiðasemi, um annað var aldrei talað, það var þeim gleði að geta rétt þeim hjálparhönd, sem þurftu þess með. Þau áttu sjálf sína reynslu úr skóla lífsins, og þekktu baráttu þá, sem oft verður að heyja í þögn og þolinmæði, við fátækt og strit. í þeim skóla lærist að ávaxta sitt pund, vera sparsamur nægjusamur og nýtinn, og þessa ávexti átti Anna í ríkum mæli. Anna var dásamleg kona og móðir. Hún lét aldrei erfið- leikana buga sig. Þó hópurinn henn- ar væri stór og efnin lítil, voru börnin ávallt vel klædd, og báru vitni sínum móðurhöndum, sem saumaði þeim falleg föt, úr gömlum og notuð- um flíkum, sem vent var og sniðið úr, og gerði sem nýtt væri. Og tel ég, að börnin þeirra Önnu og Steina hafi fengið dýrmætari arf í veganesti út í lífið, en heimsins auður getur veitt. Elsku Anna mín, ég kveð þig með þakklæti í hug og hjarta, fyrir alla þína hjálp og vinsemd, sem ég fékk að njóta í fátækt minni og sjúkleika. Þú skildir mig öðrum betur, og varst alltaf tilbúin að létta af mér, eins og þú gast. Tókst yngsta barnið mitt yfir til þín, þegar ég lá sjúk, og oft komst þú færandi hendi, með glaðn- ingu til mín og barnanna. Stundum voru það föt, sem þú hafðir saumað þeim. Alla ævidaga þína stóðst þú sem hetja í holskeflum lífsins, án þess að kikna fyrir augum manna. Sárin voru stór, þegar dóttursonur þinn drukknaði við vatnsbakkann, og svo þegar næst yngsti sonurinn fórst með skipi sínu og allri áhöfn. Pá harm þinn barst í hljóði en herrann sá þín tár. Hendur hans, þœr grceða og mýkja öll vor sár. Hann þekkir allra reynslu í þraut og stríði hér, á þinni lífsins göngu hann jafnan fylgdi þér. Ég á svo margt að þakka þér elsku Anna mín, og eru þetta fátœkleg kveðjuorð til þín. í hjarta mínu á ég þá innilegu trú að allt þér verði launað í ríki Drottins nú. ísól Karlsdóttir Aðalgötu 50, Ólafsfirði Loðdýrabændur - Graskögglanotendur Til sölu nokkur lítið gölluð fiskikör, meðal annars útlitsgölluð. Henta fyrir loðdýrafóður, grasköggla, matvæli o.fl. Stæröir 660 og 1000 lítra. Seljast með góðum afslætti. Borgarplast hf. Vesturvör 27, Kópavogi Sími: (91)46966 LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar 1. Þrjár nýjar stöður félagsráðgjafa við hverfaskrif- stofur fjölskyldudeildar. 2. Staða deildarfulltrúa við fjölskyldudeild, hverfa- skrifstofu, Asparfelli 12. Áskilin er félagsráð- gjafamenntun og starfsreynsla á sviði fjölskylduverndar og barnaverndar. 3. Afleysingarstaða í 12 mánuði á sviði fóstur- og forræðismála. Áskilin er félagsráðgjafamennt- un og starfsreynsla á sviði fjölskylduverndar. 4. Félagsráðgjafar og fólk með sambærilega menntun eða starfsreynslu af vettvangi félags- málaþjónustu og barnaverndar óskast til sumarafleysinga. Upplýsingar um ofangreind störf veitir yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknarfrestur er til 27. febrúar 1967. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. rml IAUSAR STÖÐUR HJÁ -MFj REYKJAVIKURBORG Starfsmenn óskast til sumarafleysinga á Slökkvi- stöðina í Reykjavík á sumri komandi. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-28 ára og hafa meirapróf til aksturs. Iðnmenntun eða sam- bærileg menntun æskileg. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Slökkvistöðv- arinnar. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. mars n.k. Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Ólafsson skrif stof ustjóri. Árnesingakórinn í Reykjavík heldur 20 ára afmælishátíð föstudaginn 27. febrú- ar n.k. í Domus Medica. Fyrrverandi kórfélagar og velunnarar kórsins eru hvattir til að koma. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 20. febrúar til Bjarna, sími 611816, Önnu Maríu, sími 75680 eða Ingibjargar sími 41048. + Þökkum öllum sem sendu okkur samúðarkveöjur og sýndu okkur hlýhug og stuðning vegna fráfalls og útfarar Stefáns Vilhjálmssonar Eyvindará Ingibjörg og Björk Margrét Sveinsdóttir Vilhjálmur Jónsson systkini og aðrir vandamenn. ‘ + Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og útför sr. Eiríks J. Eiríkssonar Sigr. Kristín Jónsdóttir Aðalsteinn Eiríksson Guðrún Larsen Jón Eiríksson Sjöfn Kristjánsdóttir Hildur Eiríksdottir Sævar Valdemarsson Ágústa Eiríksdóttir Sorri Björn Sigurðsson Jónína Eiríksdóttir Guðlaugur Óskarsson MagnúsEiríksson Ástþóra Kristinsdóttir Guðmundur Eiríksson Dagmar Hrönn Guðnadóttir Ásmundur Eiríksson Aldís Eiríksdóttir Ingveldur Eiríksdóttir Páll Skaftason og barnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.