Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 18

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 18
: JL Lögtaksúrskurður I. Eftir beiðni Hafnarfjarðarbæjar úrskurðast hér með að lögtök fara fram fyrir eftirtöldum gjöldum til Hafnarfjarðar, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Til bæjarsjóðs Hafnarfjarðar: a) Gjaldfallin eru ógreidd gatnagerðargjöld álögð 1986,skv. 6.gr. rgl. nr. 446, 9. okt. 1975 um gatnagerðargjöld í Hafnarfirði sbr. og rgl. nr. 468 7. júlí 1981. b) Gjaldfallin en ógreidd leyfisgjöld álögð 1986, skv. gr. 9.2. í byggingarreglugerð nr. 292, 16. maí 1979. II. Til hafnarsjóðs Hafnarfjarðar: Gjaldfallin en ógreidd hafnargjöld álögð 1986, skv. ■ 11. gr. hafnarlaga nr. 69/1984, sbr. rgl. nr. 494/1986 og rgl. nr. 375/1985. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum ásamt drátt- arvöxtum og kostnaði mega far fram á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð Hafnarfjarðarbæjar, að átta dögum liðnum frá birtingu þessa lögtaksúr- skurðar. Hafnarfirði 30. janúar 1987. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Laus staða forstöðumanns^ Auglýst er til umsóknar staða forstöðumanns á nýju heimili í Reykjavík fyrir 5 fjölfötluð börn. Starfssvið forstöðumanns verður auk meðferðar- starfa, ráðning starfsfólks, vaktaskipulag og fjár- reiður. Staðan veitir hlutaðeigandi mikið frjálsræði hvað varðar efnistök en krefst fagþekkingar, færni í samskiptum og hæfileika til stjórnunar. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af meðferðarstarfi með fötluðum og þekki fjölþætt markmið þess. Ráðningartími hefst þ. 1. júlí n.k. Laun skv. kjörum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 1. mars n.k. Nánari upplýsingar í síma 621388. Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík, Hátúni 10, 105 Reykjavík. Afgreiðslumaður Starfsmaður óskast í vöruafgreiðslu Starfið felur í sér m.a. pökkun á vöru, útsendingar, frágang fylgibréfa og fleira. Við leitum að frískum manni á góðum aldri. Þarf að hafa bílpróf. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannastjóra er veitir upplýsingar. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD SÖLVHÓLSGATA <, Frá Borgarskipulagi Kynning á tillögum að deiliskipulagi Kvosarinnar er í Byggingarþjónustunni, Hallveigarstíg 1, til 6. mars n.k. Opið kl. 09.00-18.00 alla virka daga. Fulltrúar höfunda og Borgarskipulags verða til viðtals á staðnum á fimmtudögum kl. 15.00-18.00, frá fimmtudeginum 12. febrúar til fimmtudagsins 5. mars 1987. 18 Tíminn Laugardagur 7. febrúar 1987 llllllllllllllllll MINNING - " ~ Jóhanna Egilsdóttir Hvammi, Hvítársíðu Fædd 15. apríl 1900 Dáin 30. janúar 1987 Hún var fædd á Galtalæk í Bisk- upstungum. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Steinunn Guðlaugs- dóttir og Egill Egilsson af skaftfellsk- um ættum. Jóhanna ólst upp með foreldrum sínum, ásamt sjö systkin- um og fór fljótt að taka til hendinni við margvísleg störf á stóru heimili. Ekki lá leið hennar til skólanáms fyrir utan stopula barnafræðslu. En er hún hafði aldur til hleypti hún heimdraganum og fór til Reykjavík- ur. Þar vann hún við saumaskap um tíma. Einnig var hún í vinnu- mennsku á nokkrum stöðum, aðal- lega hjá Jóhönnu Egilsdóttur, verka- lýðs- og félagsmálafrömuði, föður- systur sinni. Pessi undirstaða varð gott vega- nesti í lífsins skóla. Því að Jóhanna var bráðdugleg og verklagin. Tæplega þrítug eða 1928 verður hún ráðskona hjá Torfa Magnússyni, bónda í Hvammi. í>ar með var ævistarfið ráðið. Þann 20. júlí 1929 gengu þau Torfi í hjónaband sem entist til 15. janúar 1983 erTorfilést. Þau hófu búskap við lítil efni á krepputímum en með ráðdeild og dugnaði tókst þeim að halda fram á veginn og sigrast á erfiðleikum frum- býlisáranna. Túnið var stækkað og bústofn aukinn. Búið varð aldrei stórt en afburðagott enda bæði dýra- vinir. Þau byggðu hús yfir fólk og fénað sem enn standa. Börnin þeirra þrjú talin í aldurs- röð eru: Guðlaugur, kennari og bóndi Hvammi, giftur Steinunni Önnu Guðmundsdóttur. Þau eiga 5 börn: Arnheiði, Jóhönnu Ernu, Bryndísi, Guðmund og Torfa. Svanlaug, fóstra og húsmóðir, Kópavogi, gift Ásgeiri Þór Óskars- syni. Þau eiga þrjár dætur: Ingu Ósk, Jóhönnu og Guðmundu. Magnús Ágúst, rafvélavirki Reykjavík, giftur Steinunni Thor- steinsson. Þau eiga 2 börn: Rósu og Torfa. Árið 1959 hættu þau Jóhanna og Torfi búskap. Við tóku sonur og tengdadóttir. Eldri hjónin bjuggu samt áfram í hluta hússins í rúm 20 ár. Það gefur auga leið að miklu skiptir að vel takist er þrjár kynslóðir búa undir sama þaki og reynir á samvinnu og umburðarlyndi. Ég tel börnin mín lánsöm að hafa verið í samvistum við ömmu og afa æsku- og uppvaxtarárin. Þau voru alltaf velkomin undir verndarvæng ömmu ef við hjón þurftum til útiverka eða að bregða okkur af bæ. Stundum var sofið á flatsæng við rúm afa og ömmu í litla svefnherberginu og allir undu glaðir við sitt. Þá er ótalinn fatnaðurinn sem hún saumaði og prjónaði á börnin af smekkvísi og myndarskap. Kvenfélag Hvítársíðu var stofnað árið sem Jóhanna flutti hingað í sveitina og gekk hún í það sama ár. Tók hún þátt í störfum félagsins af áhuga og hlýhug. Hún var gerð að heiðursfélaga á 50 ára afmæli kven- félagsins 1978. Þegar Torfi missti heilsuna fluttu þau hjón á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar undu þau sér vel við góða aðbúð. Stuttu eftir að Torfi lést tók Jóhanna að kenna lasleika sem ágerðist. Hún gladdist við að fá skyldfólk og vini í heimsókn, þekkti andlitin þótt hún myndi ekki nöfnin. Ég halla ekki á neinn þó ég nefni að Svanlaug dóttir hennar sýndi henni sérstaka umhyggju og létti henni stundirnar með heimsóknum og aðhlynningu. Starfsfólki á hjúkrunardeild Hrafnistu færum við bestu þakkir. Ég þakka tengdamóður minni samfylgdina og kveð með þessu erindi Tómasar Guðmundssonar: Og dagurinn leið í djúpið vesiur, og dauðinn kom inn til þín. Pú lokaðir augunum- andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn, - og sólina allt í einu í austrinu risa sjá. Steinunn Anna Guðmundsdóttir „Ég átti forðum yndi best hjá þér, og óskir hjartans barstu í skauti þínu.“ í dag verður til moldar borin amma mín, Jóhanna Egilsdóttir. Hún var fædd 15. apríl aldamótaárið á Galtalæk í Biskupstungum. Foreldrar hennar voru Guðlaug Steinunn Guðlaugsdóttir og Egill Egilsson. Voru þau bæði skaft- fellskrar ættar. Amma var næstelst átta systkina sem öll eru á lífi utan einn bróðir er lést fyrir þremur árum. Ólst hún upp í foreldrahúsum og gekk til allra almennra starfa eins og siður var í þá daga. Hún giftist 29. júlí 1929 Torfa E. Magnússyni bónda í Hvammi, Hvít- ársíðu og bjuggu þau þar uns þau fluttust að Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir fimm árum. Afi lést 15. janúar 1983. Þeim varð þriggja barna auðið, sem eru: Guðlaugur bóndi í Hvammi, Svanlaug búsett í Kópa- vogi og Magnús Ágúst búsettur í Reykjavík. Fyrsta minning mín um ömmu er sú, að ég fimm ára gömul fékk að heimsækja hana í sveitina ásamt föður mínum. Sú minning stendur mér Ijóslifandi fyrir hugskotssjón- um. Þarna stóð hún í bæjardyrunum með bláan skýluklút um höfuð og mjaltarfötu í hendi. Ég hljóp f fangið á henni og fann þá til þeirrar hlýju sem ætíð einkenndi hana. Mannkærleikur, réttlætiskennd og trúfesta voru eðlisþættir sem ein- kenndu hana öðrum fremur. Hún var ávallt tilbúin til að rétta þeim hendi sem minna máttu sín, enda átti hún mikið að gefa, ekki af auði þessa heims, heldur af innri auðlegð. Amma var mjög starfsöm og hafði yndi af bústörfum og allri umgengni við skepnur, enda hændust dýr að henni. Það voru ófáar vornæturnar sem hún vakti yfir veikburða lömb- um og blés í þau lífsanda og mátti þar sjá hversu næm hún var fyrir öllu lifandi sem í kringum hana var. Síðan þegar jólin nálguðust tók hún til við prjónaskapinn, en það var venja hennar að vinna í höndum allar jólagjafir sinna nánustu og gæta þess að enginn færi í jólakött- inn. Þá passaði hún alltaf upp á að dúkkur okkar systranna fengju einnig sín jólaföt. Þegar ég heimsótti ömmu hafði hún alltaf tíma aflögu til viðræðna og hafði þá gjarnan að orðtæki: „Verkin munu bíða eftir mér, en okkar samverustund er liðin áður en varir,“ en þetta viðhorf var dæmigert fyrir hana, að hafa alltaf tíma aflögu fyrir aðra. Mér finnst að ég hafi verið mikillar gæfu aðnjótandi að eiga ömmu sem ég gat leitað til öllunt stundum og rætt við í trúnaði um vandamál bernskuára. Amma mín var huggar- inn mikli. Hjá henni fann ég þann skilning sem ég þarfnaðist oft í amstri daganna. Að leiðarlokum þakka ég henni samfylgdina gegnum árin með þess- um ljóðlínum Matthíasar Jochums- sonar: Ég hefi þekkt marga háa sál, ég hefi þekkt bækur og tungumál og setið við lista lindir, en enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú né gaf mér svo guðlegar myndir. Amheiður Guðlaugsdóttir. Gunnar Pálsson Fæddur 22. júní 1896 Dáinn 1. febrúar 1987 „Traustir skulu hornsteinar hárra sala.“ Mundi það ekki hljóma eins og öfugmæli þegar þú kemur inn í gömlu kúahlöðuna í Tungu. Þar finnst mér ég hafa séð í bókstafleg- ustum skilningi byggt ofan á arf forfeðranna. Þar getur að líta tveggja metra háa steypta veggi ofan á axlarháa grjótveggi. Og á þeim nær 60 árum síðan það var steypt, hefur enginn steinn haggast í þeirri hleðslu. Og svo sem nafna mínum hefur orðið að trú sinni um þá undirstöðu, gildir sama um önnur hans handa- verk í Tungu. Ekki munu víða í sveitum hafa verið risin jafn myndar- Tungu, Fáskrúðsfirði leg fjárhús á áburðarkjallara með þurrheys- og votheysgeymslum, þeg- ar hann byggði síri. Einhvers staðar hef ég heyrt eða lesið „hugmaður". Það finnst mér geta átt við um hann. Ekki bjó hann einn, og ekki mun hafa hallast á um dugnað og áhuga þeirra hjóna. Og elskulegri tengdaforeldra hefði ég ekki getað hugsað mér. Blessuð sé minning þeirra. Gunnar Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.