Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. febrúar 1987 Tíminn 5 Yfir helmingur þrítugra nú „enn ógiftur": Fer hjónabandið að heyra sögunni til? Ótrú ungs fólks á hjónabandinu - eða ást á „frelsinu" - virðist hafa aukist geysilega á aðeins einum ára- tug. Árið 1975 var um helmingur 20-24 ára stúlkna þegar kominn í hjónaband, en aðeins 20% af jafn- öldrum þeirra tíu árum síðar. Af þeim 25-29 ára voru aðeins 18% sem ekki höfðu prófað hjónabandsham- ingjuna árið 1975, en 41% enn látið það eiga sig áratug síðar. Aðeins um 1 af hverjum 10 var enn ógift 30-34 ára fyrra árið en tvöfalt fleiri höfðu enn ekki látið reyna á hjónaband á þeim aldri árið 1985. Sömuleiðis virðist endingu hjónabandanna hafa stórhrakað og færri af þeim sem „gáfust upp“ reynt alvarlega í annað sinn. Af öllum konum 25-34 ára er nú 16. hver fráskilin eða ekkja en aðeins 23. hver fyrir áratug. Meðal karlmannanna hefur þró- unin verið svipuð, enda þarf tvo til. Fyrir áratug voru um 3 af hverjum 10 þegar komnir í „hnapphelduna" á aldrinum 20-24 ára, en aðeins 1 af hverjum 10 áratug síðar. Aðeins innan við þriðjungur karla var ógift- ur á aldrinum 25-29 ára áður en 57% árið 1985 og um 29% hefur enn látið hjónabandið eiga sig á aldrinum 30-34 ára nú, á móti 19% fyrir áratug. Vegna þess að karlar á þessum helsta giftingaraldri - 20-34 ára - eru um 1.400 fleiri en konur á sama aldri leiðir af sjálfu sér að hlutfall ógiftra er hærra hjá þeim en konunum. Þess skal þó getið að hlutfall karla og kvenna á „besta aldri“ er áþekkt á höfuðborgarsvæðinu, sem gerir sjál- fgefið „kvenmannsleysi" lands- byggðarkarlanna ennþá alvarlegra. Þar er algengt að hlutföllin séu 112-113 karlar á móti 100 konum, sem einhverjum af körlunum kynni að þykja ekki hvað minnsta byggð- avandamálið. Þær konur sem eftir eru á landsbyggðinni reyna þó að gera sitt til að halda fólksfjöldaþró- uninni í jafnvægi - þó ekki dugi til - þar sem börn undir 15 ára aldri eru þar hlutfallslega allt að fjórðungi fleiri en í Reykjavík, í hlutfalli við mannfjölda, og er það hlutfall hæst á Vestfjörðum. Hér að framan er borin saman hjúskaparstaða fólks sem var á ákveðnum aldri fyrir áratug og fólks sem er á sama aldri nú, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. En einnig getur verið forvitnilegt að líta á hvernig aðstæður sama hópsins breyttust á þessum áratug og varð fólk fætt 1946-1950 - sem líklega lætur nærri að vera hin svokallaða ’68 kynslóð - fyrir valinu. Á þessum aldri voru alveg um 9.000 karlar og 8.200 konur árið 1975. Af konunum voru rúmlega 78% giftar fyrir áratug og það hlut- fall hækkaði nær ekkert. Helsta breytingin er sú, að tala aldrei giftra lækkaði um nær helming niður í um 10%. Fjöldi fráskilinna og ekkna hækkaði úr 3,6% uppí 8,6% eða úr 300 uppí 687 sem svo var ástatt um 1985. Um 180 höfðu flutt af landi brott umfram jafnöldrur þeirra sem heim hafa komið og 43 hafa dáið á áratugnum. Hjá körlunum eru hlutföllin ekki ósvipuð nema hvað fleiri þeirra, eða rúmlega sjötti hver, hefur eðlilega aldrei kvænst, þar sem þeir eru mun fleiri. Tala fráskilinna 1985 var nær þrefalt hærri en áratug áður, eða Breytt hjúskaparstaða ’68 kynslóðarinnar: Karlar 1975: 1985: Alls: 8.997 8.724 Giftir: 5.983 6.604 Ógiftir: 2.789 1.500 Frásk/ekkl. 225 620 Brottfluttir 166 Látnir Konur 107- Alls 8.204 7.984 Giftar 6.416 6.451 Ógiftar 1.488 846 Frásk/ekkj. 300 687 Brottfluttar 177 Látnar 43 Hin gífurlega breyting sem orðið hefur í hjónabandsmálum ungs fólks síðasta áratuginn sést glöggt á þess- um myndum. Af konum komnum vel á þrítugsaldurinn er nú nær helmingurínn enn ógiftar eða „laus- ar“ á ný, á móti innan við fjórðung fyrir áratug, og langt yfir helmingur karla á sama aldri enn laus og liðugur núna. Þó eru breytingamar ennþá meiri meðal fólks á aldrinum 20-24 ára. Þessi milda breyting á svo stuttum tíma hlýtur að hafa mikil áhríf á marga þætti þjóðlífsins. T.d. mætti ætla að húsnæðisþörf ungs fólks sé nú verulega breytt frá því sem hún var fyrir áratug - þ.e. fleiri sækist eftir litlum íbúðum. 620. Brottfluttir umfram aðflutta voru um 176 og 107 úr þessum hópi voru ekki lengur á lífi 1985, sem þýðir að hátt í þrefalt fleiri karlar hafa látist en konur úr sama ald- urshópi. -HEI Mannfjöldi 25-29 ára eftir hjúskapar- stétt 1975 og 1985 KARLAR Giftfólk Ógiftfólk KONUR Breytingar á hjúskaparstöðu fólks sem fætt er árín 1946 til 1950 á áratugnum 1975-1985. M.a. vekur athygli hve margir af þessum hóp, sem orðinn var 25-29 ára 1975 hefur síðan flust af landi brott og hve miklu fleiri karlar en konur hafa týnt lífi sínu. Áður gift Arnarflug hf.: Sala nýs hlutafjár Á almennum hluthafafundi í Arnarflugi hf. 5. febrúar sl. var stjórn félagsins heimilað að auka hlutafé félagsins um allt að kr. 130.377.000, og hefur stjórnin ákveðið að nýta þessa heimild og bjóða hið nýja hlutafé til sölu. Núverandi hluthafar hafa forgangsrétt til áskriftar að hinu nýja hlutafé í hlutfalli við hlutafjáreign sína, enda skrái þeir sig fyrir hlutum fyrir lok febrúar- mánaðar. Eftir þann tíma er heimilt að selja öðrum aðilum þá hluti, sem áskrift hefur ekki fengist að. Hlutaféð verður selt á nafnverði og greiðist með peningum, víxlum eða skuldabréfum með trygg- ingum, sem fullnægjandi verða metnar, og reiknast peningalegt andvirði víxla og skuldabréfa sem framlagt hlutafé. Núverandi hluthafar, sem óska að nota forgangs- rétt sinn til kaupa á hinu nýja hlutafé skulu tilkynna það til Þórðar Jónssonar, skrifstofustjóra á skrif- stofu Arnarflugs hf., Lágmúla 7, Reykjavík, s. 29511, fyrir lok febrúarmánaðar. Jafnframt eru aðrir aðilar, sem áhuga hafa á að kaupa hlutafé í félaginu, beðnir að tilkynna um það með sama hætti til Þórðar Jónssonar, sem tekur við slíkum tilkynningum fyrir hönd stjórnarinnar. Reykjavík, 6. febrúar 1987. Stjórn Arnarflugs hf. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgarfyrirhönd byggingadeildar óskar eftirtilboðum í byggingu á efna og líftæknihúsi á Keldnaholti. Verktaki tekur við lóð í núverandi ástandi, byggir húsið og skilar því tilbúnu undir tréverk inni og fullfrágengnu að utan. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 4. mars n.k. kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvagl 3 — Simi 25800 Laust embætti sem forseti íslands veitir Prófessorsembætti í almennri bókmenntafræði við heimspekideild Háskóla íslands er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6,160 Reykjavík, fyrir 6. mars nk. Menntamálaráðuneytið 5. febrúar 1987 i í bflinn J - ' í bátinn . * á vinnustaöiw | á heimlllð ^ ,F. í sumarbústíMWi n ‘ ferðalagfð og flí. Mýtt pg ódýrt. Ef þú hefur einu sinni reynt Effco-þurrkuna viltu ekkert annað. Effco- þurrkan er bæði mjúk og sterk. I henni sameinast kc'Stir klúts og tvists, það eykur notagildi Effco- þurrkunnar. Effco-þurrk- an sýgur í sig hvers konar vætu á svipstundu. Effco- þurrkan er ómissandi í bílinn, bátinn, ferðalagið, á vinnustaðinn og til heimilisins. Effco-þurrkan fæst hjá okkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.