Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 6
FRÉTTAYFIRLlf BEIRÚT — Israelskar orr- ustuþotur flugu yfir Suður-Lí- banon í gær án þess þó að gera árásir. ( Moskvu varaði sovéskur embættismaður stjórnina í Hvíta húsinu við að senda her inn í Líbanon og nefndi um „neikvæð áhrif“ í því sambandi. TEHERAN — Ali Khamenei forseti írans varaði Banda- ríkjamenn við hernaðarlegum ævintýrum á Persaflóa og sagði að slíkt myndi enn auka á baráttu (rana gegn stjórninni í Washington. RÓM — Giulio Andreotti utan- ríkisráðherra Ítalíu sagði að hætt hefði verið við fund sjö iðnaðarríkja um hryðjuverk vegna þess að stjórnir sumra landanna hefðu misskilið slíka ráðstefnu og haldið að rætt yrði um hernaðarárás á Líban- on í því skyni að frelsa gíslana sem þar er haldið. LUNDÚNIR — Bandaríkja- dalur hélt áfram að hækka í verði á gjaldeyrismörkuðum í gær og var ástæðan spár um bata bandarísks efnahagslífs á þessu ári. MOSKVA — Tveir sovéskir geimfarar um borð í Soyuz geimfari þutu hratt í átt að geimstöðinni Mir. Þessi för geimfaranna er liður í þeirri áætlun Sovétmanna að gera Mir að fyrstu geimstöðinni sem verður stöðugt mönnuð. ZURICH — Gerald Seib, fréttaritari Wall Street Journal sem aðsetur hefur í Kairó, kom til Sviss í gær eftir að hafa verið vísað frá (ran þar sem hann var sakaður um njósnir. STOKKHÓLMUR Sænskt dagblað skýrði frá því að sænska vopnafyrirtækið Bofors hefði fiutt vopn í sjötíu flutningavélum til (rans á síð- asta ári frá Norður-Frakklandi. Rannsókn á starfsemi vopna- fyrirtækisins er þegar í gangi þar sem áður hafa borist ásak- anir um að það hefði flutt vopn til vandræðasvæða í Mið- Austurlöndum. Slíkt er bannað samkvæmt sænskum lögum. var til staðar i gær þegar hundruð spænskra mennta- skólanema reyndu að safnast saman til ólöglegrar mótmæla- göngu sem átti að fara að skrifstofu forsætisráðherrans Felipe Gonzalez. Versand er kominn. Stórkostlegt úrval af tískufatnaði (allar stærðir), skóm, búsáhöldum, verkf. o.fl. Gæðavör- ur frá Þýskalandi, Hringið/skrifið. S. 666375, 33249. Verslunin Fell, .greiðslukortaþj. BILALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.. 91-31815/686915 AKUREYRI:.... 96-21715/23515 BORGARNES:.......... 93-7618 BLÖNDUÓS:...... 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:...... 96-71489 HÚSAVÍK:..... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ....... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ... 97-8303 hrterRenft Washington-Reuter Tveir háttvirtir öldungadeildar- þingmenn demókrata á Bandaríkja- þingi sögðu í gær að ný sönnunar- gögn lægju nú fyrir sem sýndu að Augusto Pinochet forseti Chile hefði jafnvel gefið skipun um að láta myrða fyrrum ráðherra Chilestjórn- ar og bandarískan aðstoðarmann hans í Washington árið 1976. Þingmennirnir, Edward Kennedy og Tom Harkin sögðust hafa í huga að leggja fram þingsályktunartillögu þar sem komið væri á efnahagslegum refsiaðgerðum og viðskiptahöftum gegn Chile fyrir það scm Harkin kallaði „ríkisstudd hryðjuverk". Atburðurinn sem þeirfélagar vitn- uðu til gerðist í Washington í sept- ember árið 1976. Þá sprakk bíl- sprengja í bíl Orlando Letelier sem var utanríkisráðherra í stjórn Salva- dor Allende fyrrum forseta. Letelier lét lífið og einnig bandarískur að- stoðarmaður hans, Ronni Moffit. Kennedy sagði að ný sönnunar- gögn sem komið hefðu fram í málinu bentu ekki einungis til að Pinochet hefði skotið hlífðarskildi yfir morð- ingjanna heldur einnig staðið að baki verknaðinum sjálfum. Sönnunargögnin komu fram þegar Armando Fernandez, fyrrum með- limur leyniþjónustu Chilehers, viðurkenndi að hafa aðstoðað morð- ingjana. í stað þessarar játningar mun Fernandez hljóta mildari fang- elsisdóm. f játningu Fernandez kom fram að haft var samband við „höfðingjann“ áður en morðin voru framkvæmd. Fernandez sagðist halda að höfðing- inn svokallaði væri enginn annar en Pinochet. „Bandaríkin geta ekki haldið áfram sambandi sínu við Chilestjórn 6 Tíminn Laugardagur 7. febrúar 1987 Filippseyjar: Hitnar í kolunum - Ramos yfirhers- höfðingi hvetur menn sína til að vera tilbúna verði úti um vopnahléið milli hersins og skæru- liða kommúnista á morgun Manila-Rcuter Fidel Ramos yfirmaður hersins á Filippseyjum bað herinn í gær um að vera í viðbragðsstöðu eftir að skæru- liðar kommúnista í einu héraði landsins höfðu lýst yfir að þeir myndu hefja baráttu sfna á ný þegar hinu sextíu daga vopnahléi lýkur á sunnudaginn. Samningamenn stjórnar Corazon- ar Aquino forseta biðu þó enn eftir því í gær að heyra frá opinberum fulltrúum skæruliðanna í Lýðræðis- legu þjóðfylkingunni hvort þeir hygðust halda áfram samningavið- ræðum og þar af leiðandi samþykkja j að framlengja vopnahléið. Samkvæmt heimildum innan vinstri vængsins á stjórnmálasviðinu á Filippseyjum mátti búast við form- legu svari frá skæruliðunum í dag. Skæruliðarnir yfirgáfu samninga- borðið á föstudaginn fyrir rétt rúmri viku og sökuðu stjórnvöld um að sýna lítinn vilja í friðarsamningun- um. „Við lýsum yfir að vopnahléið er að Ijúka í Norður Luzon“, sagði í yfirlýsingu Lýðræðislegu þjóðfylk- ingarinnar á þessu svæði í gær. Corazon Aquino forseti hefur þegar lýst yfir að hún vilji að vopna- hléið verð framlengt, jafnvel þótt ekki sé víst að skæruliðarnir vilji ganga að samningaborðinu. Margir hershöfðingjar vilja hins- vegar hefja hernað gegn skæruliðum kommúnista hið fyrsta og Ramos hvatti þá til að vera tilbúna til að „gera harðar árásir“ væri svo að úti yrði um vopnahléð á morgun. Hefja skæruliðar I kommúnista hern-’ að sinn að nýju á morgun eða tekst Corazon Aquino áfram að hemja bæði þá og herinn? Bandaríkin: Vikuritið Ash-Shiraa í Líbanon: Enn má semja um Waite Beirút - Reuter Vikuritið Ash-Shiraa í Beirút, sem fyrst skýrði frá vopnasölu Bandaríkjastjórnar til írans, sagði í frétt í gær að dyrnar væru enn opnar til samninga um lausn Terry Waites, sendimanns ensku biskupakirkjunnar sem talið er að sé í haldi mannræningja í Líbanon. Ash-Shiraa hafði upplýsingar sínar eftir heimildum innan raða múslima í Beirút og samkvæmt þeim getur svo farið að Waite verði leystur úr haldi í næstu viku. „Sú staðreynd að ekki hefur verið tilkynnt um aftöku hans þýðir að dyrnar eru enn opnar til samninga um lausn hans“, sagði vikuritið. Heldur ófriðlegt var í lofti, á láði sem legi í Líbanon í gær. ísraelskar herflugvélar flugu yfir landið, byssubátar fsraelsmanna sveimuðu úti fyrir ströndum í nágrenni við borgina Sídon. Þá kom bandaríska flugmóðurskipið John F. Kennedy til ísraelsku hafnarborgarinnar Haifu og lagði þar akkerum. Samkvæmt heim- ildum gæti heimsókn skipsins staðið yfir í viku. Walid Jumblatt leiðtogi drúsa í Líbanon varaði í gær við hernað- aðgerðum sjötta flota Banda- ríkjahers og sagði slíkar aðgerðir munu hafa alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir Líbanonbúa og Banda- ríkjamenn. Vitað er að stjórnin í Washington hefur íhugað hern- aðaríhlutun í Líbanon en mörg- um þykir slíkur kostur þó ekki góður, bæði vegna gíslanna og framtíðarinnar á þessu svæði. Saumað að Chileforseta - Kennedy og Harkin segja Pinochet hafa skipaö fyrir um morö á fyrrum chileskum ráðherra í Bandaríkjunum eins og ekkert hafi í skorist", sagði Kennedy sem bætti við að í tillögum félaganna væri meðal annars gert ráð fyrir að Chilestjórn yrði neitað um ný lán frá bandarískum peninga- stofnunum. Pinochet forseti Chile: Mun fortíðin koma honum á kaldan klaka? Mexíkóborg: Gleðikonuslagur Mexíkóborg • Reuter Garibalditorgið í Mexíkóborg varð vettvangur mikilla slagsmála milli tveggja hópa gleðikvenna í vikunni. Konurnar notuðu hnífa, rakvél- arblöð, naglasköfur og bera hnefa í átökunum sem urðu vegna deilna um yfirráðarétt yfir svæðum í mið- borginni sem er þekkt fyrir vínstof- ur sínar og tónlist. Gleðikonurnar voru harðskeytt- ar í átökunum og eftir að lögregl- unni hafði tekist að brjótast í gegnum hóp ferðamanna og aðra sem fylgdust með slagsmálun- um kom í ljós að fjórar kvennanna voru það illa meiddar að þær þurfti að flytja á sjúkrahús.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.