Tíminn - 27.05.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.05.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miövikudagur 27. maí 1987 Skipverji í togaranum Arinbirni: Fékk vír í höfuðið Að beiðni slysadeildar Borgar- spítalans sótti þyrla Landhelgisgæsl- unnar slasaðan sjómann um borð í togarann Arinbjörn frá Reykjavík árla sunnudags. Sjómaðurinn hafði fengið vír framaná höfuðið og var að sögn læknis á Borgarspítalanum þungt haldinn. Meiðsl hans reyndust síðar ekki alvarlegs eðlis. Arinbjörn var við veiðar um 20 mílur suðvestur af Eldey þegar óhappið varð. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 6.25,50 mínútum eftirað tilkynning- in barst, og réttri klukkustundu síðar kom hún með manninn á slysadeild. Þj Gamli miðbærinn: Nýbyggingar rísa Þrjú stórhýsi í undirbúningi Nú fer að styttast í það að ný stórhýsi taki að rísa í gamla mið- bænum í kjölfar þess að deiliskipu- lag fyrir svæðið hefur verið samþykkt. í byrjun júlímánaðar hefjast framkvæmdir við hús Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna sem mun rísa við hlið Morgunblaðshall- arinnar þar sem Fjalakötturinn sál- ugi stóð áður. Húsið mun verða fjórar heilar hæðir, auk einnar hæðar undir súð. Til samanburðar þá er Morgun- blaðshöllin sex hæðir, auk þakhýs- is. í Lækjargötunni þar sem Hag- kaup er nú til húsa er í undirbún- ingi að reisa háhýsi fyrir starfsemi Hins íslenska bókmenntafélags. Áætlað er að hæðarlína hússins muni verða svipuð og hæðarlína Nýja bíós. Nú er verið að vinna teikningar fyrir bygginguna og er vonast til að framkvæmdir geti hafist fyrir næstu áramót. Þá er Happdrætti Háskólans að kanna möguleika á byggingu stór- hýsis á lóð sinni á horni Tjarnar- götu og Suðurgötu. Arkitekt er nú að störfum við frumhönnun hússins, en ákvörðun um fram- kvæmdir verður tekin þegar teikn- ingar liggja fyrir. Þá er unnið að byggingu heilsu- gæslu og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða á horni Garðastrætis og Vesturgötu svo Ijóst er að ásjón gamla miðbæjarins mun taka nokkrum breytingum á næstunni. - HM Flensborg slitið Flensborgarskólanum var slitið föstudaginn 22. maí sl. og voru þá brautskráðir 45 stúdentar frá skólan- um. Bestum námsárangri náðu Þuríð- ur Stefánsdóttir og Rakel Kristjáns- dóttir, sem báðar brautskráðust af náttúrufræðibraut eftir að hafa stundað nám í öldungadeild skólans. Við skólaslitin söng Kór Flens- borgarskóla undir stjórn Hrafnhild- ar Blomsterberg. Skólameistari, Kristján Bersi Ólafsson flutti skóla- slitaræðu, afhenti einkunnir og bæk- ur í viðurkenningarskyni fyrir góðan námsárangur. Einnig tók til máls Gunnar Markússon fyrrverandi skólastjóri og færði skólanum mynd- arlega peningagjöf til bókakaupa frá 50 ára gagnfræðingum. Sýnikennsla hjá danska leiðbeinandanum á námskeiðinu. Búvörudeild Sambandsins: Námskeið í slátrun svína Búvörudeild Sambandsins hefur nokkur undanfarin ár haldið reglu- leg námskeið í slátrun. Leiðbeinendur hafa verið fengnir að utan, enda engirfaglærðirslátrar- ar hér á landi, en sláturhús mörg ný og allvel búin. Nú er nýlokið námskeiði í slátrun svína og nautgripa. Námskeiðið var tvískipt, þannig að sá hluti þess sem lýtur að slátrun svína fór fram í nýju og fullkomnu sláturhúsi Kristins Sveinssonar í Reykjavík, en naut- gripaslátrunin í nýlegu stórgripaslát- urhúsi Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. Þátttakendur voru 17 víðsvegar að af landinu. Námskeiðið stóð í fjóra daga og var kennsla bæði verkleg og bókleg. Slátrunarkennari var Peer Jansen en Sigurður Örn Hansson dýralækn- ir sá um að útskýra meðferð dýranna fyrir slátrun, kjötgæði, kælingu og flutninga. Námskeiðið þótti takast vel. - SÓL Þjóðleikhúsið í leikferð vestur á ísafjörð: Frumsýnir verk eftir Njörð P. Leikritið „Hvar er hamarinn?", eftir Njörð P. Njarðvík, verður frumsýnt á ísafirði í tengslum við M-hátíð sem haldin verður þar að undirlagi menntamálaráðuneytis í næstu viku. Það er Þjóðleikhúsið sem frumsýnirverkið. Leikrit Njarð- ar er byggt á Þrymskviðu og að sögn blaðafulltrúa Þjóðleikhússins er verkið „poppað" og fremur djarft. Hljómlist og söngur er stór þáttur í sýningunni og til þess fallið að gera hana léttari og skemmtilegri. Aðal- leikendur eru: Erlingur Gíslason sem leikur Þrym. Lilja Þórisdóttir sem leikur Freyju, RandverÞorláks- son sem leikur Loka og Örn Árnason sem leikur Þór. Erlingur Gíslason heldur upp á 30 ára leikafmæli sitt á frumsýningunni. Auk ofangreindra koma fram Ey- þór Arnalds, Herdís Jónsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Ólafur Örn Thoroddsen og Valgeir Skagfjörð. Þau flytja tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson og bregða sér einnig í líki ýmissa furðuvera. Leikstjóri er Brynja Bcnedikts- dóttir en Sigurjón Jóhannsson gerði leikmynd og búninga. Ingimundur Sigurpálsson, bsejar- stjóri Akrancss, ráðinn bæjarastjóri Garðabæjar. Nýr bæjar- stjori i Garðabæ - Einhugur ríkti um Ingimund Sigurpálsson í bæjarstjórn Á fundi bæjarstjórnar í Garðabæ í gærdag var samþykkt með atkvæð- um allra bæjarfulltrúa að ráða Ingi- mund Sigurpálsson, hagfræðing, í starf bæjarstjóra í Garðabæ. Hann hefur störf um miðjan júlímánuð, þegar Jón Gauti Jónsson, núverandi bæjarstjóri hættir, til að sinna frekari stjórnunarstörfum í stórfyrirtækj- um. Ingimundur Sigurpálsson var einn 16 umsækjenda um bæjarstjórast- öðuna og hefur verið bæjarstjóri á Akranesi í nær fimm ár. Aðrir umsækjendur óskuðu nafnleyndar.þj Nýi blöðungurinn sem Þjóðgarður- inn á Þingvöllum hcfur gefíð út til hægðarauka fyrir ferðalanga. Með þessu er bætt úr brýnni þörf, en áður hefur verið stuðst við fjölrituð blöð. Þingvellir: Tjaldsvæðin ennþá lokuð Eins og að vanda lætur á þessum tíma árs verða tjaldsvæði innan Þjóðgarðsins á Þingvöllum lokuð enn um sinn. Vorið hefur verið fremur svalt í Bláskógum og þrátt fyrir nokkra góðviðrisdaga að undanförnu er gróður skammt á veg kominn. Ekki telst rétt að heimila tjaldvist í Þjóðgarðinum fyrr en útjörð er gróin og sumar gengið í garð að fullu. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur nú í vor gefið út myndskreyttan upplýsingablöðung á fjórum tungu- málum, íslensku. dönsku, ensku og frönsku. í honum er m.a. saga Þingvalla og íslands rakin í stuttu máli og kort af staðnum. Höfundur textans er Þórhallur Heimisson en ljósmyndir tók Snorri Snorrason. Fjölrituðum upplýsingablöðum hefur undanfarin sumur verið dreift meðal ferðalanga en komið að tak- mörkuðu gagni. Blöðungurinn nýi bætir úr brýnni þörf og ætti að gera gestum hægara um vik í öllum efnum. Hann kostar kr. 50,00 og er m.a. til sölu í Þjónustumiðstöðinni á Leirum. þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.