Tíminn - 27.05.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.05.1987, Blaðsíða 11
Miövikudagur 27. maí 1987 Tíminn 11 lllllllllllllllllllllll IÞRÖTTIR llllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllll Úrslitaleikurinn í Evrópukeppni meistaraiiða í kvöld miili Bayern og Porto: Varnarmaður í sókn hjá Bæjaraliðinu? - Margir helstu leikmenn beggja liða verða fjarri góðu gamni Udo Lattek þjálfari Bayern Munc- hen hefur íhugað að setja varnarm- anninn Hans Pfliigler í framlínuna í kvöld þegar liðið mætir portúgölsku meisturunum Porto í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í Vínar- borg. Hann neitaði þó að staðfesta þessa frétt í gær, sagðist enn vera að hugsa málið og myndi tilkynna liðið í dag. Hinn 27 ára gamli Pflúgler, sem nýlega lék sinn fyrsta landsleik fyrir Vestur-Þjóðverja, kæmi í stað markaskorarans Rolands Wolfarth. Hann varð fyrir meiðslum í vöðva þegar aðeins fáeinar mínútur voru eftir af leik Bayern og Waldhof Mannheim í vestur-þýsku deildar- keppninni á laugardag. „Við getum ekki gert neitt á móti Porto á jörðu niðri“, sagði Lattek sem gaf greinilega í skyn að höfuð hins langa Pflúglers væri nokkuð sem jafnvel þyrfti í sóknina hjá Bayern. Þar er að vísu fyrir sá mikli skallamaður Dieter Hoeness svo vel gæti farið að Lattek léti danska landsliðsmanninn Lars Lunde leika við hlið Hoeness. Pflúgler hefur skorað sex mörk á þessu keppnistímabili og fari svo að hann spili frammi verður það Hans- Dieter Flick sem tekur stöðu hans í vörninni. Mikil meiðsli hafa verið hjá leik- mönnum Bæjara og varamanna- bekkurinn í kvöld verður t.d. skipaður tveimur áhugamönnum, þeim Uli Bayerschmidt og Alex Kutschera. Meðal þeirra sem missa af úrslitaviðureigninni í kvöld eru hinn ungi miðvallarleikmaður Hans Dorfner og fyrirliðinn Klaus Aug- enthaler, sem nýlega gekkst undir bakuppskurð og hefði reyndar ekki getað leikið eftir að hafa verið sendur af leikvelli í undanúrslitunum gegn Real Madríd. Mikið mun sjálfsagt mæða á hin- Vormót Kópavogs Vormót Kópavogs í frjáls- um íþróttum fer fram á Kóp- avogsvelli sunnudaginn 31. maí n.k. og hefst kl. 14:00. Keppt verður bæði í karla- og kvennaflokki. Karlar reyna með sér í 200 m hlaupi, 1000 m hlaupi, hástökki, langstökki og kúluvarpi. Konur keppa hins vegar í 200 m hlaupi, 800 m hlaupi, hás- tökki, langstökki og kúl- uvarpi. Skráningarfrestur er til föstudags á skrifstofu UMSK að Mjölnisholti 14 og þar er síminn 16016. Knattspyma: Zico heill Brasilíska knattspyrnustjarnan Zico getur hafið að æfa af fullum krafti að nýju. Þetta var haft eftir lækni Zico sem sagði hné hans nú vera tilbúið undir þau átök sem knattspyrnunni fylgja. Doktor Neylor Lasmar sagði í sjónvarpsviðtali að hnéuppskurður- inn sem hinn 34 ára gamli Zico gekkst undir í Bandaríkjunum í september á síðasta ári hefði tekist vel. Það var í annað skiptið sem hnífur var notaður á hné Zicos. Knattspyrnukappinn mun vonast til að geta hafið að leika með liði sínu Flamengo í úrslitum Ríó de Janeiró deildarkeppninnar í júlí. um leikna Futre í framlínunni hjá Porto. Búist er við að hann liggi framarlega en aðrir leikmenn bakki og síðan verði treyst á skæð hraða- upphlaup gegn sterkum Bæjurum. Tveir helstu leikmenn portúgalska liðsins, markaskorarinn mikli Fern- ando Gomes og fyrirliðinn Lima Guðlaugur Kristjánsson hlaut um helgina nafnbótina Golfmeistari Kiwanismanna 1987 fjórða árið í röð og heldur því Kiwanisklúbburinn Setberg, Garðabæ hinum veglega farandbikar sem keppt er um. Golfmót Kiwanismanna fór fram á laugardaginn á Leiru við Keflavík og var þátttaka mjög góð. Öll verð- laun voru gefin af Sparisjóðnum í Keflavík nema farandbikar sá sem keppt var um en hann gaf Trygging- armiðstöðin h.f. Guðlaugur (Setberg) sigraði eins og áður sagði í keppni án forgjafar á 80 höggum. Annar varð Ólafur Ág. Þorsteinsson (Vífill) á 85 höggum og þriðji Hafsteinn Sigurvinsson (Hof) á 86 höggum. í keppni með forgjöf var einnig hart barist. Þar sigraði Reynir Guðmundsson( Gullfoss), annar varð Jón (pípari) Guðm. (Boði) og þriðji Jóhann Stefánsson (Geysir). Fleiri verðlaun voru veitt. Ted Osborn (Brú) fékk verðlaun fyrir að Pereira, hafa báðir fótbrotnað á þessu tímabili og verða ekki með, hins vegar gæti svo farið að brasilíski landsliðsmaðurinn Walter Casa- grande leiki með að nýju eftir að hafa misst úr margar vikur vegna meiðsla. vera næstur holu á 16. braut, aðeins 35 sentimetra vantaði upp á að hann færi holu í höggi. Guðlaugur Krist- jánsson (Setberg) skaut lengsta teig- högginu á 18. braut, um 280 metra. Björgvin Kjartansson (Setberg) hlaut viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar frá fyrstu 9 holunum yfir að næstu 9 og Kjartan Steinólfs- son (Setberg) fékk verðlaun fyrir besta árangur á nýtingu vallar. Tveir þekktir golfleikarar háðu harða baráttu um verðlaun þau sem í boði voru fyrir furðulegasta högg dagsins en það voru þeir Finnbogi Kristjánsson (Vífill) og Hallbjörn Sævarsson (Keilir). Ekki treysti dómnefnd sér til að dæma þetta afrek, þannig að púttkeppni þurfti til að fá úrslit. Hallbjörn hafði þar betur. Mætingabikarinn fór til Setbergs úr Garðabæ sem mætti á þetta golfmót Kiwanismanna með fjöl- mennasta hópinn. Guðlaugur Kristjánsson: Kiwanismeistari í golfi Klaus Augenthaler fyrirliði Bayern Munchen: Fjarri góðu gamni í kvöld Golfmót Kiwanismanna: Guðlaugur vann IÐNSKÓLINN I REYKJAVÍK Innritun fyrir skólaáriö 1987-1988. Innritun fer fram dagana 1.-4. júní aö báöum dögum meðtöldum. Innritað verður í eftirtaliö nám: 1. Samningsbundið iðnnám. (Námssamningur fylgi umsókn nýnema.) 2. Grunndeild bókiðna. 3. Grunndeild fataiðna. 4. Grunndeild háriðna. 5. Grunndeild málmiðna. 6. Grunndeild rafiðna. 7. Grunndeild tréiðna. 8. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði 9. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun. 10. Framhaldsdeild í bókagerð. 11. Framhaldsdeild í hárgreiðslu. 12. Framhaldsdeild í hárskurði. 13. Framhaldsdeild í húsasmíði. 14. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun. 15. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvélavirkjun. 16. Framhaldsdeild í vélsmíði og rennismíði. 17. Almennt nám. 18. Fornám. 19. Meistaranám (Sveinsbréf fylgi umsókn). 20. Rafsuðu. 21. Tæknibraut. 22. Tækniteiknun. 23. Tölvubraut. 24. Öldungadeild í bókagerðargreinum. 25. Öldungadeild í grunnnámi rafiðna og rafeindavirkjun. Innritun fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík frá kl. 10.00 til 18.00 alla innritunardagana og í Mið- bæjarskólanum 1. og 2. júní. Öllum umsóknum nýnema fylgi staðfest afrit prófskírteina. Iðnskólinn í Reykjavík. Fjölbrautaskól- inn við Ármúla Innritun fyrir haustönn 1987 verður í Miðbæjar- skóla 1. og 2. júní kl. 9.00-18.00 báða dagana og á skrifstofu skólans kl. 8.00-15.00 til 5. júní, s. 84022. Skólinn býður upp á nám til stúdentsprófs á eftirtöldum brautum: Félagsfræðibraut, hagfræðibraut, íþróttabraut, náttúrufræðibraut og nýmálabraut. Tveggja ára nám stendur til boða á heilsugæslu- braut (aðfaranám Sjúkraliðaskólans; framhald til stúdentsprófs á náttúrufræðibraut), uppeldis- braut (góður undirbúningur fyrir Fósturskólann: framhald til stúdentsprófs á félagsfræðibraut), viðskiptabraut (lýkur með almennu verslunar- prófi, framhald til stúdentsprófs á hagfræðibraut) og þjálfunarbraut (A-stig Í.S.Í, framhald til stú- dentsprófs á íþróttabraut. Stundaskrá fyrir haustönn og bókalisti verða afhent í skólanum þriðjudaginn 1. september kl. 11.00, kennsla hefst skv. stundaskrá miðvikudag 2. september. Skólameistari. !S1 Vinnuskóli 'lr Reykjavíkur Leiðbeinandi óskast strax til að vinna með hópi fatlaðra ungmenna. Vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 622648 eða hjá Vinnuskólan- um, Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgar- túni 3. Vinnuskóli Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.