Tíminn - 27.05.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.05.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund Aöstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Neysluvenjur og matartíska Eitt allra mikilvægasta atriöi í sölumálum landbúnað- arins er aö efla sölu og neyslu á dilkakjöti á innanlands- markaöi. Á undanförnum árum hefur orðiö mikil neyslubreyting hér á landi og hefur hún komið niður á kindakjötssölunni miklu meira en ætlað var og leitt af sér vanda fyrir bændastéttina, sem nauðsynlegt er að bæta úr með jákvæðum aðgerðum, en ekki samdráttar- aðgerðum einum. Jákvæða leiðin er sú, að auka kjötsöluna og beita í því sambandi sölutækni og matvörukynningu sem ber árangur. Ýmsir telja að samdráttur í kindakjötsneyslu sé einhvers konar tískusveifla og má vafalaust til sanns vegar færa, en ef svo er þá ætti að vera nokkur von til þess að breyta megi tískunni og snúa neysluvenjum inn á nýja braut sem líkleg væri til þess að haldast fremur en að ráðast af sveiflukenndri matartísku frá einum tíma til annars. Auk þess er ósennilegt að tískan geti út af fyrir sig ráðið því hvaða hráefni er notað til matargerðar, heldur hinu hvernig matargerð er háttað úr því hráefni sem fyrir hendi er. Fráhvarfið frá kindakjötsneyslunni gæti allt eins stafað af því að neytendur vilja nýja og fjölbreytta matargerð úr hráefninu fremur en að þeir fráfælist þessa kjöttegund sem slíka. Að þessu sérstaka atriði ber að hyggja miklu meira en verið hefur. Það er brýnt að samstarf geti tekist við matreiðslumenn og veitingahús um að auka fjölbreytni þeirra rétta sem unnir eru úr lambakjöti, enda eru þar miklir möguleikar fyrir hendi, ef matreiðslumenn leita sér fyrirmynda um lambakjötsrétti víðar en raun ber vitni og þá í þeim löndum, þar sem fagmannleg matargerð úr lambakjöti á sér langar hefðir, og mætti þar m.a. nefna Grikkland og Tyrkland og reyndar mörg fleiri lönd. Góð matargerð er ekkert einkamál Frakka, svo dæmi sé tekið, og einhliða fordæmi frá þeim um það hvað teljist góð hráefnisnotkun, eða matreiðsla og samsetning matseðla, má allt eins líta á sem þröngsýna eftiröpun fremur en skynsamlega stefnu í matargerðar- list á lslandi. Því er sérstaklega að þessu vikið að matsölustöðum, litlum veitingahúsum, fjölgar sífellt og setja meiri svip á lifnaðarhætti fólks en áður var. Almenningur leitar ekki aðeins ánægjunnar af því að sækja góða matsölu- staði, heldur fær þar fyrirmyndir um mataræði og matargerð. Þau hafa áhrif á matartískuna, ef menn kjósa að nefna neysluvenjur því nafni. Hvar sem komið er í heiminum er lögð áhersla á að hafa fjölbreyttan mat úr innlendum hráefnum á boðstól- um á veitingahúsum og þróa innlenda matargerðarlist á þeim grundvelli. Ekki skal það lastað sem íslenskir veitingamenn gera vel í þessum efnum, og íslenskir matreiðslumenn hafa mjög aukið menntun sína á síðustu árum. Eigi að síður er mikil þörf á að matreiðslumenn beiti meiri hugkvæmni varðandi matar- gerð úr innlendum hráefnum, ekki síst lambakjöti, þar eru miklir möguleikar fyrir hendi og hægt að sækja sér fyrirmyndir í því efni víða um heim. Með hollum erlendum áhrifum á matgerðarlistina ætti að vera hægt að skapa íslenska matarmenningu í stað eftiröpunar og tískusveiflna. Miðvikudagur 27. maí 1987 GARRI Þegar brestur á með blíðu Það hefur verið með cindæmum gott veðrið hérna hjá okkur síðustu dagana. Garri hefur ekki komist hjá því að veita því eftirtekt hvaða áhrif veðurblíðan hefur á fólk. Menn eins og mildast allir, verða brosmildari, og jafnvel alræmdir geðvonskupúkar verða alls ólíkir sjálfum sér, léttir og glaðsinna. Þetta leiðir hugann að þvi hvað viö hér á íslandi erum mikið háð veðri og vindum. Og ekki er ein- leikið hvað áhugi á veðri og veður- frcgnum er hér mikill og alménnur. Jafnvel innisetufólk, sem það kem- ur í rauninni ekki mál við hvernig vindar blása úti, fylgist með þessu fullt af áhuga. Það skyldi þó ekki vera að enn þá leyndist innra með okkur arfur frá forfeðrum okkar sem áttu allt sitt undir því hvort -viðraði til heyþurrkunar eða sjóróðra. Lík- lega er bara töluvert stutt i bónd- anh og sjómanninn í okkur flestum. Og-Garri er vissulega ekki undir aðra sök seldur en landsmenn al- mennt að þvi er þetta varðar. Menn geta því ekki með sanngirni vænst þess að meðan veðurbliðan helst verði hann tiltakanlega skömmóttur. Til þess að svo gæti orðið þyrfti eitthvert verulega Ijótt mál að koma upp. Svo sem að Davíð borgarstjóri léti íbúa Key kjavíkur kaupa undir sig annan Kádilják. Greiðslukortin Hún var athyglisverð fréttin sem kom í Tímanum í gær um greiðslu- kortin. Eftir því sem þar var reikn- að út kostar það íslensku þjóðina hvorki meira né minna en einn lítinn miljarð á ári að nota greiðslu- kortin scm nú eru komin hér í hvers manns veski. Allir þurfa af og til á smálánum að halda. Og það fer ekki á inilli mála að hér á landi hafa menn tekið þessi litlu plastkort dálítið öðru vísi í þjónustu sína en víðast gerist og gengur í útlandinu. Þar eru þessi litlu kort víst nánast hvarvetna notuð fyrst og fremst til þess að flýta fyrir við- skiptum og gera þau greiöari. Af útlendingum eru þau notuð til þess að losa fólk við að þurfa að ganga stöðugt með reiðufé á sér. Jafn- framt eru þau viss trygging fyrir þann sem ber; þau eru yfirlýsing viðskiptabanka hans um að þar sé á ferðinni einstaklingur sem hafi sýnt sig í því að vera áreiðanlegur og hrekklaus í peningaviðskiptum. Hér á landi notar fólk þau hins vegar fyrst og fremst til þess að slá sér skyndilán. íslendingar eru upp til hópa stórhuga fólk, og þar af leiðir að við erum oft fljót að eyða mánaðarkaupinu okkar. En miljarður á ári er hins vcgar óneitanlega töluvert stór upphæð. Er virkilega ekki cinhver leið til þess að lækka þessa tölu? Hvernig væri að starfsemi greiðslpkortafyr- irtækjanna væri nú sett'undir dálít- ið harða endurskoðun? Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta nú cinu sinni ekki annað en reikningur sem öll þjóðin borgar í hærra vöruverði en annars þyrfti að vera. Gróðinn hjá Bylgjunni Þá voru þær fréttir að berast að nýja útvarpsstöðin, Bylgjan, hefði skilað heilum eilefu miljónum króna í gróða eftir þá Ijóra mánuði sem hún starfaði á árinu 1986. Vel af sér vikiö hjá þeim Bylgjumönn- um, og cr þetta víst örugglega töluvert betri útkoma en búast hefði mátt við þegar þeir ýttu úr vör. Að vísu er að því'að gæta að þarna er um allra fyrstu mánuðina að ræða, eða þann tínia þegar nýjabrumiö var hvað mest af stöð- inni og áður en aukin samkeppni frá Rás tvö kom af fullum þunga til sögunnar. En aftur á móti sýnir þetta að grundvöllurinn hér fyrir aukinni hljóðvarpsfjölmiðlun er töluvert meiri en menn væntu kannski meðan fyrst var verið að tala um slíkt hér á árunum. Þó er að því að gæta að hér er, á sama hátt og varðandi greiðslu- kortin, um að ræða kostnað sem þjóðin tekur á sig og greiðir síðan þegar upp er staðið í gegnum almennt verðlag á neysluvörum. Bylgjan hefur ncfnilega, að því er Garri best veit, ekki aðrar tekjur en auglýsingar fyrir vörur og þjón- ustu. Hún er í rauninni lúxus sem þjóðin veitir sér meðan hún hcfur efni á. Og líka telur Garri að þessi tímabundna vclgengni Bylgjunnar megi ekki verða til þess að loka augunum á fólki fyrir þeim eðlis- mun sem er á útvarpi hennar og gamla Gufuradíósins. Bylgjan er fyrst og fremst dægrastytting, til þess að kitla eyru ungmenna og þcirra sem langar í tilbreytingu. Ríkisútvarpið er hins vegar eitt helsta öryggistæki þjóðarinnar og jafnframt ein merkasta menningar- stofnun hennar. Þessu má ekki gieyma þótt þjóðin hafi um sinn kosið að skrúfa frá tækjunum og ' njóta nýjabrumsins af nýju stöð- inni. Gárri. VÍTTOG BREITT Pólitísk þefvísi Það er ekki seinna vænna að fara • að láta ljós sitt skína í þeirri pólitísku umræðu sem rís hvað hæst þessa dagana, sem Þorsteinn er að mynda sósíalistastjórn með konum og krötum. Hér er um að ræða það hárfína pólitíska lyktar- skyn, sem hákarlar stjórnmála- skrifa merkustu málgagnanna hafa deilt um og útlagt í hugmynda- fræðilegu samhengi. Allt byrjaði þetta með því að leiðarahöfundur Þjóðviljans gætti ekki að sér í hita þjóðfrelsisbarátt- unnar og lét þefvísina stjórna skrif- um sínum er hann sagði að taðlykt væri af Framsókn. Tímanum rann blóðið til skyld- unnar og rauk upp í fússi. Leiðara var helgað efnið og síst dregið úr þvf að fjósalykt væri af Framsókn og vonandi fisklykt líka. Tækifærið var notað til að af- hjúpa hinn innri mann, sem leynist í þjóðviljastrákunum. Þeir þola ekki fnykinn af hinum vinnandi stéttum, ekki lykt af mykju, slori eða svita erfiðisvinnumanna. Þeirra lykt er ilman af leðurmubl- um í gömlum, uppgerðum húsum. Það er í hæsta lagi að þeir þoli púðurreyk af byltingum. Fylgishrun allaballa stafar fyrst og fremst af því hve þefvísi þeirra er kræsin. Framsókn telur sér aftur á móti sóma að því að lykta af allri þeirri þefjan sem undirstöðuat- vinnuvegirnir gefa frá sér og af svita stritandi lýðs til viðbótar. Uppskeran er eftir því. Taðskegg- ungar til sveita og slordónar við sjávarsíðuna snúa ekki baki við Framsókn, sem stærir sig af að lykta eins og þeir. Feitt á stykkinu Þegar hér var komið fundu fleiri að feitt var á stykkinu í umræðunni um hugmyndafræðilega þefvísi. Staksteinar Morgunblaðsins skelltu sér í slaginn og reyndu að ' JW OG SKOBIÐ gÝ^S/ahhrtl .. gera lítið úr háalvarlegu ágrein- ingsefni Tímans og Þjóðviljans, eins og venjulega. Hins vegar var ekki lagt út í vísindalegar skilgreiningar á af hverju íhaldið lyktar. Nú berbrýna nauðsyn til að fá fram svart á hvítu hver þefurinn af flokki allra stétta er. Hver veit nema að fylgishrunið stafi af því að kjósendum geðjast ekki daunninn af steinkvatninu sem eyðileggur allt eðlilegt lyktar- skyn. Kannski rétt að splæsa eins og einu Reykjavfkurbréfi til að útlista íhaldslyktina. Þjóðviljinn lét ekki við það sitja að hefja stælurnar um pólitíska lykt. Fleiri leiðarar hafa birst um efnið og Klippt og skorið hjakkar í því. Blaðið og flokkurinn er svo sem ekkert á móti taðlykt, ekki heldur fisklykt og jafnvel ekki vinnandi stéttum og illa lyktandi. Þetta sé eiginlega ekki skítalykt, eða svoleiðis, og vill gjarnan deila lyktinni með Framsókn. Er málflutningurinn orðinn álíka skiljanlegur og fagnaðarboð- skapurinn um vísindalegan Marx- isma hér um árið. Forgangur taðlyktarinnar Nú er Garri, sem maður verður .ÝV- '• Lykt er goö 1 11 Að tlokka lanosmenn ettir lyM ut \\n®n Oö :u Átna, að þola hér fyrir ofan sig alla daga, kominn á kaf í stælurnar um pólit- íska lykt. í fávísi sinni heldur hann að agúrkutíð í blaðaheiminum hafi hrakið pólitíska umfjöllun út á þessa braut. En það er öðru nær. Af nógu er að taka til að halda reisn stjórn- málaskrifanna, eins og hvernig Þorsteinn, kratar og konur ætla að gera alla landsmenn forríka með einu pennastriki, eða um aulabárð- ana, sem byggja hús í höfuðborg- inni án þess að kunna það. Eðlilegt er að taðlyktin af Fram- sókn hafi allan forgang og þar með af hverju aðrir stjórnmálaflokkar lykta, hvernig þeir vilja ekki þefja og hvaða ilm þeir telja sér hag- kvæmastan. Pólitísk þefvísi er einn höfuð- kostur stjórnmálamanna. Þeir sem ekki skynja það heltast úr lestinni eða leiða flokka sína í ógöngur, eins og dæmin sanna. Þegar komið er að því, af hverju stjórnmálaflokkar lykta, er farið að nálgast kjarna málsins. Því skyldi enginn furða sig á að stjórn- málaskribentar yddi stílvopn sín og leggi hart og títt þegar þeir takast á um grundvallaratriði. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.