Tíminn - 27.05.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.05.1987, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 27. maí 1987 Tíminn 15 MINNING llllllll! Illllllli Árna Sigurðssonar og síðast en ekki síst, hin talandi fegurð hins víð- feðma umhverfis og undirspil náttúr- unnar, virðulegt framstreymi árinn- ar, brotnandi bárurnar við ströndina og kvak fuglanna. Það var enn vor í lofti yfir Húnabyggð. Blessuð sé minning Zophoníasar Zophoníassonar, bifreiðastjóra Blönduósi. Staddur á Blönduósi 17. maí 1987. Einar Þ. Þorsteinsson Hugurinn leitar heim til Islands, til Blönduóss, til afa og ömmu. En það er öðruvísi að hugsa til þeirra núna en áður, því nú er afi dáinn. Eiginlega erfitt að gera sér grein fyrir því. Minningarnar koma fram hver af annarri. Frá því, þegar afi og amma komu í heimsókn í Eiða, á græna Bronconum, og ég hljóp út í glugga mörgum sinnum yfir daginn, til að vita hvort þau færu nú ekki að koma. Og svo gleðin og spenningurinn þegar þau loksins renndu í hlað. Því það að afi og amma kæmu í heim- sókn, þýddi bíltúra í afa-bíl, sem var jú miklu meira spennandi en aðrir bílar. Og svo nennti afi örugglega að spila eða gera galdur. Ég minnist óþreyjunnar, dagana áður en við fjölskyldan lögðurn af stað í ferðalag til Blönduóss og hvað síðasti spölurinn milli Akureyrar og Blönduóss var oft agalega langur. En loksins var áfangastað náð og mikið var það góð tilfinning að aka „fyrir hornið" og sjá ömmu og afa hús, blasa við. Það var alltaf á sínum stað. Þegar ég varð eldri fór ég stundum ein í heimsókn til þeirra með rútu. Rútuferðirnar voru spennandi og gaman að prófa að ferðast á eigin spýtur. En jafnframt veitti það mikið öryggi að vita af því að afi mundi taka á móti mér við rútuna. Það brást heldur aldrei, og það besta var, afi var alltaf eins. Hversu mikið sem mér fannst ég hafa breyst og stækkað síðan síðast, þá var það alltaf sami afi, sem beið eftir mér. Ég fékk á tilfinninguna að afi og amma væru þeir stólpar í tilverunni sem aldrei myndu breytast. Á s.l. sumri þegar afi varð áttræð- ur átti ég þess kost að dvelja nokkra daga hjá þeim í gamla húsinu. Þá var ég nýkomin í sumarfrí frá Dan- mörku. Enn einu sinni kom ég með rútunni til Blönduóss og enn beið afi eftir mér. Ég hef aldrei fundið svo sterkt fyrir því sem þá, hvað það var mér mikils virði að eiga afa og ömmu, þar sem ég alltaf gat komið, ár eftir ár og fundið sama öryggið, hlýjuna og samþykkið, þrátt fyrir, að oft liði langur tími milli þess er við sáumst, sérstaklega hin síðari ár. Þetta voru góðir dagar sem við áttum saman s.l. sumar og eru þeir mér dýrmæt minning. Sérstaklega er mcr minnisstæð bílferðin í Borgar- fjörðinn á afmælisdaginn. Það var skrýtin tilfinning að aka á fullri ferð á malbikinu og á sama tíma hafa afa við hlið sér og hlusta á hann segja frá, hvernig vegurinn hafði verið þegar hann byrjaði að aka bíl og einnig heyra um ýmis atvik sem hann hafði upplifað á ferðum sínurn. Það var eins og þessir staðir sem hann talaði um og ég annars aldrei hafði veitt athygli fengju nýjan blæ og meiningu. Ég var ríkari eftir þennan dag. Það er skrýtið að hugsa til þess, að næst þegar ég kem á Blönduós þá verður það ekki afi sem bíður eftir rútunni, tilbúinn til að taka á móti mér eins og alltaf áður. Annar stólpinn sem mér fannst eins og aldrei myndi breytast, er horfinn, en minningin um yndislegan afa lifir. Elsku amma, ég bið Guð um að gefa þér styrk til þess að standa ein eftir og byrja upp á nýtt, án afa. Til þín amma, mamma, Kolla,Dússi og allt hitt skyldfólkið, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi sorgin breytast í þakklæti og gleði yfir því að hafa fengið að hafa afa svo lengi hjá okkur. Drottinn er minn hirðir. mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum. þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal. óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Davíössálmur nr. 23, vers 1-4) Kveðja, frá Rúnu í Danmörku. LESENDUR SKRIFA Skilningur í stað dulrænu í Tímanum 22. febrúar 1987 er at- hyglisverð grein eftir Margréti Ás- geirsdóttur, sem leggur stund á „dul- speki“ og þar sem hún segir frá eigin reynslu á „dulrænu sviði“, -og svo hvernig hún skiiur þessa reynslu. Langar mig til að nefna fáein atriði í því sambandi. „Skrokkarnir." Margrét segir svo m.a.: „Ég byrjaði að ferðast í fleiri „skrokkum“ en venjulegt er og gerði mér grein fyrir að ekki voru þeir allir eins ogég“ (leturbreyting mín I.A.). ...„Hvernig sem veltist þarf ekki að óttast. Maður veit að maður býr í öll- um sínum „skrokkum“. Við höfum fimm skrokka, og einn þeirra er minnstur og hann er eilífur.“ Þetta mun ekki vera einstæð tií- finning og ekki heldur einstæð skýr- ingartilraun. En fleira er til skýringar á slíkri reynslu en sú dulræna ein. Ekki skyldi gengið framhjá kenning- um dr. Helga Pjeturss í þessum efnum, en hann byggir þær á nátt- úrufræðilegri þekkingu og eigin at- hugunum. Samkvæmt hans skilningi er hér ekki um það að ræða að hver einstaklingur búi í mörgum, „skrokkum", heldur er hér um sam- band (fjarsamband) að ræða við aðra menn. Margrét segir þá líka að hún hafi gert sér grein fyrir því, að ekki voru „skrokkarnir" allir eins og hún sjálf. Þetta var góð athugun. M.ö. orðum, þá tók hún eftir því, að hún var ekki hún sjálf í öllum þessum „skrokkum“ heldur varð hún sem önnur mannvera í hvert sinn er hún skipti um „skrokk“. Þar var um að ræða annan persónuleika, aðra hugsun, aðrar minningar o.s.frv. hún var önnur en sú, sem hún er í venjulegu vökuástandi. Og í raun engin furða. Því hún hefur ekki farið í einhvern af sínum eigin „skrokkum" (um þá er ekki að ræða), heldur má segja að hún hafi eins og samsálast öðrum manni, sem hún ekki þekkir, hennar eigin vitund hverfur að mestu eða öllu leyti. Það er hans reynsla, hugsanir og tilfinn- ingar sem hún lifir, meðan þetta leiðsluástand hennar varir. Og er hún síðar kemst aftur í svipað ástand, þá fær hún ekki samband við sama skrokkinn, heldur enn annan mann, og lifir þá hans reynslu, hugs- anir o.s.frv. Hinn fjarlægi og henni ókunni sambandsvinur (sambands- gjafi, reynslugjafi), er oftast einn í dag og annar á morgun, ef svo má ^egja, þótt ekkert mæh gegn því að samband fáist oftar við einn og sama mann svo sem einn- ig eru dæmi um. Vel má líkja þessari leiðslu-reynslu við venjulega draum- reynslur, en þar mun ævinlega vera um samband að ræða við annan mann (draumgjafa). Þessa skýringu ættu sem flestir að athuga, þeir sem af ofangreindri reynslu hafa að segja: Þeir munu þá verða þess vís- ari, að það eru ekki eigin „skrokkar“ heldur fjarsamband við aðra menn. Endurfæðing. Á öðrum stöðum í grein sinni talar Margrét um endur- fæðingu. Hún segir í því sambandi: „Flestir fæðast á ný og á þeim tím- um sem við nú lifum er það mjög vit- urlegt að fæðast aftur.“ ... „Við höf- um öll lifað áður og sjálf man ég eftir hluta af fjórum æviskeiðum, en það þýðir ekki að segja frá þeim því þau eru svo skrýtin. Elsta æviskeið er mjög langt aftur í tímanum, því þar er fólk í mjög einkennilegum klæðn- aði. Ég fer inn í þessi líf og er þá sú persóna sem ég var, en alltaf mjög stutta stund." Flest það sem dulspekingar tala um sem fyrri æviskeið sín, bendir oft til þess að um samband sé að ræða við einhvern framliðinn (sem fluttur er til annars dvalarstaðar fyrir löngu eða skömmu) og sem þá stundina er að rifja upp atburði frá liðinni ævi sinni hér á jörðu. Sambandið nær að- eins til þess hluta af vitund hins fram- liðna, sem snertir liðna ævi hans. Margrét segist muna eftir hluta af fjórum fyrri æviskeiðum sínum. Élstu æviskeiðin eru svo skrýtin að ekki þýðir að segja frá þeim, „þar er fólk í mjög einkennilegum klæðn- aði“. Ég hygg að frásögn þessi bendi til sambands við fólk á öðrum hnetti eða hnöttum, og þá í öðru sólhverfi, e.t.v. frumlífshnöttum, þar sem henni (sjáandanum) kemur flest ein- kennilega fyrir sjónir, t.d. klæðnað- ur fólksins. Þá segist hún fara inn í þessi líf og vera þá sú persóna sem hún var. Þessi orð benda eindregið til þess, að sýn hennar eða fjarhrifa- reynsla gerist í nútímanum og að hún „samsálist“ sambandsveru sinni svo algjörlega, að henni finnist hún sjálf vera þessi mannvera, á meðan sam- bandið stendur, en það varir aldrei nema stutta stund. Margt er áhugavert í frásögn Mar- grétar Ásgeirsdóttur um eigin reynslu, og dettur mér ekki í hug að draga sannleiksgildi hennar í efa. Virðist mér einnig á frásögnunum, að allar séu þær trúverðugar. En það er sitthvað að greina rétt frá eigin reynslu, eða að bera fram haldbærar sícýringar á þeim fyrirbær- um, sem um ræðir. Hygg ég að ís- lensk heimspeki verði hér ólíkt drýgri til skilnings, heldur en austur- lenskar staðnaðar kennisetningar og dulræna. Ingvar Agnarsson NOLBRAinASXÓUNN BREIÐHOUTI Frá Fjölbrautaskólanum í Ðreiðholti Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðholti fer fram í Miöbæjarskólanum í Reykjavík dagana 1. og 2. júní næstkomandi kl. 9.00 til 18.00 svo og í húsakynnum skólans við Austurberg dagana 3. og 4. júní á sama tíma. Innritun tekur bæði til Dagskóla- og öldunqa- deildar F.B. Umsóknir um skólann skulu að öðru leyti hafa borist skrifstofu stofnunarinnar fyrir 15. júní. Þeir sem senda umsóknir síðar geta ekki vænst skólavistar. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður fram nám á 7 sviðum og 50 brautum. I ALMENNT BÓKNÁMSSVIÐ (menntaskólasvið) 1. Eðlisfræðibraut 2. Fornmálabraut 3. Náttúrufræðibraut 4. Nýmálabraut 5. Tæknibraut 6. Tölvunarfræðibraut II HEILBRIGÐISSVIÐ 1. Heilsugæslubraut 2. Hjúkrunarbraut 3. Snyrtibraut 4. Framhaldsbrautir að stúdentsprófi III LISTASVIÐ 1. Handmenntabraut 2. Myndlistar- og handíðabraut 3. Tónlistarbraut 4. Framhaldsbrautir að stúdentsprófi IV MATVÆLASVIÐ 1. Grunnnámsbraut fjögurra iðngreina. 2. Matartæknabraut 3. Matarfræðingabraut 4. Framhaldsbrautir að stúdentsprófi V TÆKNISVIÐ 1. Málmiðnabraut 2. Rafiðnabraut 3. Sjávarútvegsbraut 4. Tréiðnabraut 5. Framhaldsbrautir að sveinssprófi 6. Framhaldsbrautir að stúdentsprófi VI UPPELDISSVIÐ 1. Félagsfræðibraut 2. Félagsstarfabraut 3. Fjölmiðlabraut 4. Fósturbraut 5. íþróttabraut 6. Framhaldsbrautir til starfa í atvinnulífinu 7. Framhaldsbrautir að stúdentsprófi VII VIÐSKIPTASVIÐ 1. Samskipta- og málabraut 2. Skrifstofu- og stjórnunarbraut 3. Verslunar- og sölufræðabraut 4. Tölvufræðibraut 5. Stjórnunar- og skipulagsbraut 6. Markaðs- og útflutningsbraut 7. Framhaldsbrautir að stúdentsprófi 8. Læknaritarabraut Nánari upplýsingar um Fjölbrautaskólann í Breiðholti má fá á skrifstofu skólans að Austur- bergi 5, sími 75600. Er þar hægt að fá námsvísi og bæklinga um skólann. Þá er veitt frekari fræðsla um nám bæði í dagskóla- og öldunga- deild F.B. SKÓLAMEIST ARI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.