Tíminn - 27.05.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.05.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miövikudagur 27. maí 1987 Stofnfundur Hvalavinafélagsins á Hótel Borg: Beitir sér gegn vísindaveiðunum - Guörún Helgadóttir vill ekki láta bendla sig viö félagiö í dag, miðvikudag, klukkan 20.00 verður Hvalavinafélag íslands stofnað. Á dagskrá stofnfundar eru stutt ávörp og erindi. Meðal annars flytur Þór Jakobsson, veðurfræðing- ur, stuttan fyrirlestur um lífið og náttúruna í víðum skilningi, Rósa B. Blöndal, rithöfundur, fjallar um hvali við ísland og loks verða leiknar upptökur af hvalasöng, sem hljóðrit- aður var í undirdjúpum. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir á fundinn, sem er haldinn á Hótel Borg. Hvalavinafélagið er stofnað af um 50 mönnum, sem undanfarið hafa hist og rætt stöðu hvalamálsins á íslandi, sem þeir telja dapurlega. í fréttatilkynningu segir: „íslendingar sem á sínum tíma höfðu forgöngu um að Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna var komið á, hafa nú forgöngu meðal þjóða heims um að sniðganga og brjóta vísvitandi sátt- mála og skuldbindingar sínar við Alþjóðhvalveiðiráðið." Hvalavina- félagið mun beita afli sínu gegn vísindaveiðum Islendinga og Hvals hf. sem eru lögleysa að mati félags- ins. Undirbúningsnefnd Hvalavina- félagsins bendir á, sem eina afleið- ingu hegðunar mannsins, að þremur hvalastofnum hefur verið útrýmt hér við land á þessari öld og enn fremur að ekki verður lengur vart við Grænlandshvalinn. í tilkynningunni frá undirbúnings- hópi félagsins segir frekar: „Við höfum það eitt sameiginlegt að vera andvíg hvalaveiðum íslendinga, sem nú eiga senn að hefjast eitt misserið enn illu heilli.“ Varðandi frétt DV um þetta mál, þar sem tekið er fram að Guðrún Helgadóttir, alþingismaður, sé félagi í Hvalavinafélaginu og að mikill vilji væri í félaginu fyrir að hún settist í stjórn, vill Guðrún gera athuga- semd. Hún vill ekki vera bendluð við þennan félagsskap og segist ekki hafa haft neitt með hann að gera. Það sé því fráleitt að ætla að hún setjist í stjórn. þj Kópavogur: Eldsvoði í verslun Eldur kom upp í versluninni Matvali við Þinghólsbraut 21 í Kópavogi aðfaranótt laugar- dags. Það voru íbúar í næstu húsum sem gerðu slökkviliði viðvart. Töluverðan reyk lagði frá versluninni, en lagerrými hennar var alelda. Reykkafarar, sem fóru inn f húsið, réðu niðurlögum eldsins og til þess þurfti að rífa niður millivegg að birgðageymsl- unni, sem farinn var að brenna. Nokkrar skemmdir urðu einnig af völdum reyks. íbúð á efri hæð hússins er óskemmd. Rannsóknarlögregla ríkisins reyndi samkvæmt venju að komast að eldsupptökum og segir að ekkert bendi til þess, að um íkveikju sé að ræða. Þj Ráðstefna viö lowa háskóla: Mannfræði íslands Um þessar mundir stendur yfir fjögurra daga ráðstefna um mann- fræði íslands við háskólann í Iowa fylki í Bandaríkjunum. Um tuttugu þátttakendur eru á ráðstefnunni og er helmingurinn íslendingar. Fimm íslendingar fengu styrk frá Fulbrightstofnuninni til að sækja þessa ráðstefnu. Það eru Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mann- fræðingur, Haraldur Ólafsson mannfræðingur, Guðmundur Ólafs- son Þjóðminjasafni íslands, Margrét Hermannsdóttir, sem stundar dokt- orsnám í Svíþjóð og Halldór Stef- ánsson, sem kennir við Osaka há- skóla í Japan. Þá munu tveir aðrir íslendingar halda erindi á ráðstefnunni. Það eru þau Inga Dóra Björnsdóttir, sem stundar doktorsnám við háskólann í Arizona, og Finnur Magnússon sem er í doktorsnámi í Svíþjóð. Ráðstefna þessi, sem skipulögð er af Gísla Pálssyni lektor við Háskóla íslands og E. Paul Durrenberg próf- essor við Iowa háskóla, fjallar um ýmsa þætti mannfræði Islands í nútíð og fortíð. Þetta er án efa mikilvæg- asta ráðstefnan sem haldin hefur verið um þetta efni. Ætlunin er að gefa út tvær bækur um niðurstöður ráðstefnunnar. Verður önnur á ensku en hin á íslensku. íslenska útgáfan verður notuð sem grundvallarkennsluefni í mannfræði við Háskólann, en ekki er til svo yfirgripsmikið rit um mann- fræði íslands á íslensku í dag. ÞÆÓ Að bera ríkulegan ávöxt Meðan vísindamenn og ýmsir fræðingar sitja yfir rykföllnum skræðum í myrkum kjöllurum og reyna að finna leið til að láta sólina auka framlegð létu þessar stúlkur til skarar skríða. Gullnir geislar sólar- innar verða umsvifalaust arðsamir, ef farið er að ráði þeirra. Til þess er gengið út á hlýjum sumardegi og ávöxtur bókstaflega borinn um háls og smátt og smátt þyngist pyngjan þeim mun lengra sem gengið er. Þessar sölustúlkur báru ríkulegan ávöxt í sumarblíðunni í Reykjavík í gær. þj Hvalveiðar: Islendingar aðalskot- mark grænfriðunga - í kjölfar þess að Sovétmenn hætta veiðum í ábataskyni íslendingar verða aðalskotmark grænfriðunga á næstunni, en græn- friðungar ætla sér að einbeita sér í því að koma í veg fyrir vísindahval- veiðar íslendinga í kjölfar þess að Sovétmenn hafa ákveðið að hætta hvalveiðum í ábataskyni. Þetta kom fram í máli talsmanns Green- peace samtakanna eftir að sovéska ríkisútvarpið hafði tilkynnt á- kvörðun Sovétmanna þessa efnis síðastliðinn laugardag. Talsmaðurinn sagðist telja að ákvörðun Sovétmanna um að hætta hvalveiðum í ábataskyni verði til að auka þrýsting á þær þjóðir sem stunda veiðar í vísinda- skyni að láta af veiðum. Hann sagði að á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í Bournemouth á Englandi í júní muni Greenpeace samtökin einbeita sér á að koma í veg fyrir áframhaldandi vísinda- veiðar íslendinga, Norðmanna, Japana og Suður Kóreumanna. Á síðasta ári var heildarhval- veiði í heiminum um 7000 hvalir, en var 40-50.000 hvalir á ári um miðjan 8. áratuginn. Þar sem Sov- étmenn hafa nú hætt veiðum mun þessi tala lækka verulega. Ætlunin er að íslendingar veiði 120 hvali í vísindaskyni á þessu ári. -HM Stuðmenn meö nýjung: Leitað að látúnsbarka Táningahljómsveitin Stuðmenn mun innan skamms senda frá sér flunkunýja breiðskífu, sem nefnist „Á gæsaveiðum" og inniheldur 10 lög. Til að fylgja plötunni og sölu hennar eftir verður haldið í tónleika- ferð um kjördæmin. Samfara tónleikaferðinni mun hljómsveitin standa fyrir nýjung í íslensku skemmtanalífi, sem slær jafnvel leðjuglímuna út, hvað frum- íeik varðar. Þetta er umfangsmikil og metnað- arfull söngstjörnuleit undir yfir- skriftinni „Leitin að látúnsbarkan- úm“. Á hverjum viðkomustað í ferð Stuðdrengjanna verður fimm kepp- endum gefinn kostur á að skrá sig og flytja eitt lag hver með hljómsveit- inni eða við eigin undirleik, á hljóð- færi eða af segulbandi. Keppendur geta ráðið sjálfir hvaða lag þeir velja til flutnings i forkeppninni, svo fremi það sé annaðhvort úr söngvasafni Stuðmanna, eða til á nótum eða snældu og þá sent skrifstofu keppn- innar (Templarasundi 3, sími 24144) a.m.k. þrem dögum fyrir keppni. Lokakeppnin verður síðan haldin í sjónvarpssal í beinni útsendingu sunnudagskvöldið 5. júlí Verðlaun í keppninni eru mjög glæsileg, m.a. Lundúnaferð, tónleikahald, plötusamningur og glæsilegur verðlaunagripur, sem er látúnsbarki á stalli. í leikreglum segir m.a. að kepp- endur skuli allsgáðir vera, einungis skal einn keppandi flytja hvert lag ogaðhugurskalfylgjamáli. -SÓL (Tímamynd: Pjeíur)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.