19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 4

19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 4
135 19. J Ú N í 136 Manrice Maeterlincb, höfundur greinarinnar »Þögnin«, er einhver allra frægasti rithöfundur, er nú er uppi. Bækur hans hafa vakið mikla aðdáun og verið pýddar á mörg tungumál. Maeterlinck ritaði fyrst eingöngu sjun- leika, en á síðari árum hefir hann einnig gefið sig að öðrum efnum. Hann hefir ritað bók um „Lif býflugnanna“, og um ,Sálarlif blómanna“, og ýmislegt heimspekilegs efnis, t. d. bókina „Um dauðann“. Greinin, sem hér er prentuð er tekin úr ntgerðasafninu »Les trésors des humbles«, sem á íslensku mundi heita »Auðæfi hinna litilmótlegn«. Maeter- linck er Belgi, fæddur árið 1862. Fyrir löngu hafa honum verið veitt bókmentaverðlaun Nóbelssjóðsins. Gestur Pálsson. IVIinriiiig-. Gestur á jörð. gestur — hlaut að skrifa. Veikur í styrkleik, vissi eí ráð, að lifa. Öðrum gat hann kent, öðrum gat hann bent, sjálfum sér verstur — veslings veslings Gestur. Engan djarfari væng hefur ísland átt. Innan skamms innan skamms féll hann lægra en lágt í ólánsins myrkvið — en — söngurinn sveif ofar sársaukans veg ofar manntapans kleif, þar, sem fallinn hann lá með frosthagl á brá. Söngurinn sveif. Og hann svífur enn hvar sem frelsið fer, hvar, sem einurðín er; þann falslausa tón á ísland enn. Hver þakkar, sem vert er hið göfga, sem gert er ? Hvernig spyr ég — alt gott á sinn eiginn vott í sjálfu sér, hvernig sem alt fer. Gestur, geislinn hreini laðar grát úr steini. Farðu heill um höf, ofar húmi og gröf. Blys, er Guð þér gaf leggur geisiastaf út á okkar haf. Hulda. Pögnin eftir Maurice Ma(itei' 1 inc 1<. »Þögn og einvera«, hrópar Carlyle, »yður ættu mennirnir að reisa ölturu, þar sem allir menn gætu fallið fram fyrir yður í tilbeiðslu — en nú á dögum reisa menn eigi slík ölturu. Þögnin er það ríkið, er hið stærsta myndast í, þar til það fullkomið og tignarlegt gengur fram í Ijósið og lifið, sem það á að drotna yfir. Eigi að eins Vilhjálmur hinn þögli — nei, öll þau mikilmenni, er eg hefi sögur af, alls eigi að eins stjórnvitringar og hershöfðingjar, hafa forðast að tala um fyrirætlanir sínar og framkvæmd- ir. Og, sjálfur þó, í hversdagssmámunum þínum, reyn þú að temja tungu þína daglangt og þú munt sjá hversu miklu Ijósari og skirari fyrirætlanir þín- ar og skyldur verða þér næsta dag. Orðin eru altof oft, ekki eins og frakkneski málshátturinn segir: »listin að dylja hugsunina«, heldur listin að kæfa og fjötra hugsunina, svo að síðast vetði einkis að dyljast. 0 ðin eru mikilsverð, satt er það, en þau eru þó eigi það, sem mest er um vert. »Ræðan er silfur, þögnin gull«, eða öllu heldur: ræðan er tím- inn, þögnin eilífðin. Býflugan starfar að eins í myrkri, hugsunin í þögn, hið góða í leyni . . . «. Enginn skyldi ælla, að orðin nokkru sinni beri nokkur veruleg boð milli tveggja sálna. Varir og tunga geta komið í stað sálaiinnar, á sama hátt og tölusetning eða númer vísa á málverk, t. d. eftir Memling, á listasafni; en undir eins og vér, í raun og veru höfum eitthvað að segja hver öðrum, neyð- umst til að þegja. Og ef vér á slíkri stundu spjrrn- um á móti hinu ósýnilega knýjandi lögmáli þagnar- innar, bíðum vér eilíft tjón, sem allir fjársjóðir mannlegrar visku aldrei geta bætt oss, því þá höf- um vér mist af tæki ærinu til að hlusta á aðra sál og gefa vorri eigin sál eins augnabliks tilveru, og mörg eru þau mannslífin, er að eins einu sinni eiga völ á slíku tækifæri. Vér tölum að eins þegar vér ekki lifum, þegar vér viljum eigi verða varir meðbræðra vorra og þegar oss finst vér vera langt frá veruleikanum. Og jafnskjótt og vér tölum, segir hugboð vort oss, að hlið him- insins lokist einhversstaðar. Þess vegna erum vér svo spör á þögnina, og jafnvel þeir af oss, sem ó- varkárastir eru, þora eigi að þegja með hverjum sem er. Óljós meðvitund var um raunveruleik hins yfir- nattúrlega, sein oss öllum er gefin, segir oss, að oss sé hættulegt að þegja með hverjum þeim, er vér eigi óskum að komasl I náin kynni við, eða sem oss eigi geðjast að. Því orðin, sem fara manna á milli, gleymast, en hafi þögnin fengið að starfa eitt augna-

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.