19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 7

19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 7
141 19. JÚNÍ 142 Eg veit að eg hef ei að bandsama þig, hve hýrt sem að vonir svo benda, mín elskaða fjarlægð, þótt flýirðu mig, eg fylgi þér heiminn á enda. I. E. Th. Hvers vegna er það nauð- synjamál kveuna að Hall- veigarstaðir homist upp ? Erindi flutt á fundi hluthafa í hlutafélaginu »Hallveigar- staðir« 8. þ. m. Háttvirtu áheyrendur: Við eigum til gott og gamalt spakmæli, er hljóðar svo: Vel skal það vanda, sem lengi á að standa. — Þetta máltæki felur í sér lífspeki, sem allir ættu að athuga, er þeir ráðast í eitthvert fyrirtæki, sem ætl- að er til langframa. Og ádar en ráðist er í slík fyr- irtæki, ber bæði nauðsyn og skylda til þess að gera sér fyllilega Ijóst, hvort fyriitækið sé gagnlegt og nothæft — hvort það sé þannig hugsað og þann- ig áformað, að það geti, bæði í bráð og lengd, svar- að tilgangi sínum. Kvennabygging sú — Hallveigarstaðir — sem hér er áformað að koma upp fyrir 1930 er nú eitt af þeim fyrirtækjum, sem hugir manna hér i Reykja- vík — og ef til vill líka út um sveitir — skiftast allmjög um. — Sumir álíta að vér eigum að koma þes^ari byggingu upp vegna þess helst, að slíkar kvennabyggingar séu nú reistar víða í stórborgum ytra, hafi bætt þar úr brýnni þörf og þvi orðið bæði heiltadrjúgar og vinsælar. — Aðrir álíla, að hér hotfi svo mjög á annan hátt við en i stórborgum ytra, að slík kvennabygging mundi vart svara kostnaði hjá okkur, enda litil eða engin nauðsyn á henni að svo stöddu Aðrar byggingar skorti hér mjög til- finnanlegar, til dæmis landsepítala, hjúkrunarheimili — barnaheimili — háskóla — dómkirkju — ogjafn- vel fangelsi. Ýmislegt er athugavert við ástæður þessar, sem venjulegast eru á takteinum með og mót byggingu hússins. En það er fljótgeiðara að svara þeim, sem telja öll tormerki á henni og sný eg mér því fyrst að þeim, og þá einkum og sér i lagi að þeim hluta mótbárunnar, er telur konum skyldara að verja fé sinu og kröftum til stuðnings húsum, er brýnni nauðsyn sé á að koma upp heldur en hinum fyrir- huguðu Hallveigarstöðum. — Hinn hluta mólbár- unnar mun eg grandskoða, þar sem eg reyni að sýna fram á, hvort slíkt hús sé oss nauðsynlegt eða eigi. Það var þá spítalinn. — Engum virðist mér bland- ast hugur um það, að fylsta nauðsyn beri til þess, að ráða sem fyrst bót á þeim vandkvæðum, sem eru á spítalavistum þeim, sem höfuðstaður landsins á völ á handa sjúklingum sínum. Hafa konur og endur fyrir löngu séð nauðsyn þessa. Og senni- lega er það konunum einum að þakka að ráðist var i að byrja á hinum svonefnda landsspítala. Læknar hafa furðu-lítið látið sig þetta mál skifta — og ein- kennilegt er það að sjá, að vart getur nú þann smá- kaupstað, að eigi hafi hann komið upp sæmilegu sjúkraskýli — en sjálfur höfuðstaðurinn á ekki rúm fyrir einn einasta sjúkling, og engum læknir hefir hugkvæmst að koma hér upp einka-spítala þó ekki væri nema fyrir 8 — 10 sjúklinga. Og eru þó dæmin nóg frá Kaupmannahöfn, að slíkir smáspitalar eru mjög vel sóttir og bera sig fjárhagslega þrátt fyrir gnægð góðra spítala þar. Eg geri því ráð fyrir, að bæði læknum og ef til vill fleiri karlmönnnum hafi fundist sp talamálið í heild sinni vera orðið einskonar einkamál kvenna, vegna þess, að konur hófu fyrst máls á nauðsyn spítala og tóku að 'ér að safna fé til hans. Væri því ef til vill nú ekki úr vegi, að konurnar beindu hug sínum lika að öðrum viðfangsefnum, enda þótt eigi megi skilja orð mín svo, að eg ætlist til þess að þær sleppi alveg hendinni af spítalamálinu. Rá eru hinar stórbyggingarnar, sem allmargir telja að brýnni nauðsyn beri til að koma upp heldur en kvennabyggingunni fyrirhuguðu. Um þær er það að segja, að víst er um það, að hjúkrunarheimili og barnahæli eru byggingar, sem konur munu telja sér bæði ljúft og skylt að styðja bæði í orði og á borði. Þó má eigi gleyma því, að eigi þurfa sjúkir karlar síður hjúkrun en sjúkar konur, hvort heldur er innan spítala eða utan — á hjúkrunar- eða hress- ingarhæli. Og eigi mun barnahæli frekar eiga að vera fyrir stúlkubörn en piltbörn. Rað væri því ein- feldni af þeim konurn, sem hafa gert slíkar bygg- ingar að áhugamálum sinum að leita frekar fjár- styrks til þeirra hjá konuui en körlum. Bygging og rekstur slíkra hæla er almenningsmál, og varðar jafnt karla sem konur. Og að réttu lagi ættu karlar og konur að beita sér í sameiningu fyrir framgangi þessara fyrirtækja og leggja fé til þeirra í réttu hlut- falli við laun og tekjur hvors um sig, karla og kvenna. Sama á auðvitað líka við um spítalann. — Og enn verður hið sama ofan á teningnum, er tíl dómkirkju og háskólabyggingar kemur. Því neitar enginn, að mikil þörf er á báðum þeim byggingum, og þar sem konur í rauninni eiga upptökin að há- skólahugmynd hér á landi og hafa þar full borg- araréttindi, þá er eigi nema sanngjarnt, að þær styðji slika byggingu eftir megni. En konur mega ekki ætla sér þá dul að gera hana á nokkurn hátt að sérmáli sinu eða einkamáli. Og sama má segja um dómkirkju-byggin^u. Trúarlíf kvenna er eigi siður vakandi en karla, og er þeim þvi eigi síður en körl- um Ijúft og skylt að taka þátt i öllum kirkjumálum og kostnaði þeim, er þau kunna að hafa í för með sér.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.