19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 12

19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 12
151 19. J Ú N í 152 órjúfanlegt. Skilningur hennar á kröfum um sama siðferöi karls og konu er vísvitandi eða óvísvitandi rargur. Þeir, sem þeirri kröfu halda fram, gera það í von um að hefja siðferðið en ekki lækka. »Kven- réttindakonurnar hrópa hástöfum um skirlífi karl- mannsins um leið og þær heimta fullkomið frelsi, til handa sjálfum sér«, segir hún. Frú Lombroso hefir drukkið í sig kenningu föður síns, um fyrir- fram ákvörðun glæpamanna, og notar sér hana til þess að kveða upp þann dóm að flokkur kvenna sé fæddur lil þess að verða skækjur. Virðist hún ekki sjá neitt athugavert við það, heldur nauðsynlega varnarráðstöfun fyrir hinn flokkinn. Þeir, sem bókina lesa, æltu ekki að láta blekkjast af nafni höfundarins og trúa staðhæfingum hennar afdráttarlaust. Konan, sem hér er gerð að rannsókn- arefni, er suðræn en ekki norræn, og á milli skoð- ana Suðurlanda- og Norðurlandabúa á hlutverki kvenna, er mikið djúp staðfest. Suðurlandabúar líta á konuna fyrst og fremst sem kynveru, skapaða til þess að þjóna fýsnum karlmannsins. Bókin ber merki þess hugsunarháttar. Máleíni, sem vert erað styðjn. Nokkurir menn í Reykjavík hafa bundist samlök- um um að efna til nýrrar útgáfu fornrita vorra. Ráðgert er að byrja á útgáfu íslendingasagna og komi tvö fyrstu bindin út vorið 1930. Siðan verður haldið áfram með Sturlungu, Eddurnar o. s. frv., uns öll hin íslensku fornrit eru út komin. Útgáfan á að vera sérlega vönduð, svo vönduð sem sæmir slíkum bókmentadýrgripum sem hin forna íslenska sagnaritun er. Vönduð útgáfa þessara rita er enn eigi til bjá þjóð vorri, og þó er það víst, að þeir eru margir, sem engar bækur mundu frekar kjósa í eign sína en fallaga útgáfu fornritanna. Af öilu þvf, sem hendur manna skapa, er fátt fegurra en fallega útgefin bók. Bók, sem er listaverk að efni og úlliti, er uppspretta ævarandi gleði — a joy for ever. En vönduð bókaútgáfa er dýr og höfum við íslendingar, þrátt fyrir alla bókhneigðina, orðið að neita oss um hana, sem væri hún óhóf. Og ofvaxið yrði flestum að eignast jafndýrt ritsafn og þetta, ef þeir ættu að borga það fullu verði. En ritsafn, sem er svo dýrt, að eigi geta aðrir eignast en auðugir bókasafnendur og stærstu bókasöfn, kemur fáum að gagni. Væri illa farið, ef svo yrði um þessa fyrirhuguðu útgáfu islenzkra fornrita. Útgefendurnir vilja fyrir hvern mun girða fyrir þetta og ætla sér að safna inn svo miklu fé, sem nægi til að bera kostnaðinn við tvö fyrstu ritin, áður en byrjað verður á útgáfunni. Áætlað er, að hægt sé að byrja með 25 þús. kr. og eru loforð komin QlobllQg jóll og goót nýéi clt l fyrir þriðjungi þeirrar upphæðar. Öllum, sem eignast vilja vandaða og um leið ódýra útgáfu islenskra gullaldarrita, ætti að vera Ijúft að leggja til þessara samskota. Pað er fornritunum að þakka, að íslensk tunga er nú töluð hér á landi. »íslendingar viljum vér allir vera«. En hvernig skyldi oss takast að sanna öðruin tilveru smáþjóðarinnar íslensku, ef ekki ættum vér enn »ástkæra, ylbýra málið«. Hefði það gleymst, væri þjóðerni vort og gleymt og grafið. Forgöngumenn útgáfunnar eru þessir: Jón Ás- björnsson, hæstaréltarmálflutningsmaður; Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður; Ólafur Lárusson, pró- fessor; Pétur Halldórsson, bóksali; Tryggvi þórhalls- son, forsælisráðherra. Taka þeir við samskotum og svara spurningum um útgáfuna, ef þess er óskað. Pér viljið ekki nota erlendar vörur, þegar hægt er að fá jafngóðar innlendar. HREINS- VÖRUR eru jafngóðar erlendum vörum og auk þess íslenzkar.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.