19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 11

19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 11
149 19. J Ú N í 150 tíu korn úr einu. Dág nokkurn gekk hann á fund töframannsins og sagði: Gefðu mér dóttur þína, og ég skal þjóna þér af dygð. Gamli maðurinn tók fram pokann meðkornunum: Getir þú tífaldað þelta korn, gef ég þér hana, að öðrum kosti ekki. Hvaða gagn er að því ? spurði Úlfur. Sá, sem það getur verður mikill maður. Þú vilt þá að Embla verði voldugs manns kona, sagði Úlfur. Svo er víst, sagði Hagar. Viljir þú verða mikil- menni, skalt þú leita og muntu þá finna. Eu hjá inér færð þú enga leiðsögn. Hagar rétti Úifi tíu korn. Komdu aftur, þegar þú ert búinn að tífalda þau, sagði hann. Úlfur tók við þeim. Ég skal ráða gátuna, hvað sem það kostar, sagði hann og gekk burtu. Þelta var um vor. Snjór var horfinn og sólargang lengdi með hverjum degi. Alstaðar var lif og söng- ur. Náltúran fagnaði endurfæðingu og hringrás lífs- ins. Úlfi var létt um hjarta, en þó mundi hann glað- ari verið, heíði hann verið búinn að ráða gátu korn- anna helgu. Dag einn gekk hann um skógarhæð Eldurinn hafði farið þar um herför árinu áður. Fáeinir trjá- stofnur stóðu eftir, berir og blaðlausir, þeir voru eins og minnismerki þass sem eytt var og deytt. Hann seltist niður að hvíla sig, en varð þá liiið á litla jurt, sem gægðist upp úr sviðinni mörkinni milli steinanna. Hún var svo lítil og vesældaileg, að ef öðru vísi hefði á staðið, mundi hann alls ekki veitt henni athygli. Nú fór hann að brjóta heilann um það, hvernig hún væri hingað komin, út í auðn- ina, þar sem alt lif var eldi eytt. Hann skyldi ekki gátu gróandans. Blómin komu og hurfu, á vorin risu þau úr moldinni, það sá hann, en hvaðan þau komu, vissi hann ekki. Á haustin hurfu þau aftur, en hvert þau fóru, var skilningi hans ofvaxið. Varlega tók hann jurtina milli handa sér og at- hugaði hana vandlega. Hann þuifti að skoða hana gaumgæfilega. En bráðlega slepti hann henni aítur og glatt bros breiddist um andht hans. Gatan er ráðin, sagði hann við sjalfan sig. Jurt- irnar koma úr moldinni og sólin gerir þær að heil- ögum kornum. Hann dróg nú upp pyngjuna með kornunum, sem Hagar haiði fengið honum í hendur og lagði þau varlega niður í moldina, með nokkru millibili. Þetta er rétta aðferðin, sagði hann. Á jVorin fæð- ast þau, á haustin deyja þau, en þegar sólin hefur kyst þau, skilja þau eftir tíu í sinn stað. Svo er það um blómin og svo er það um mennina. Þannig er ráðgáta Hagars. Alt sumarið dvaldi Úlfur í námunda við hina sviðnu mörk, hann annaðist og gætti jurtanna smáu. Með hverjum degi sá hann þær vaxa og dafna og er haustið kom, blöktu tíu kornöx fyrir blænum, og í öxunum voru fleiri korn, en hann fékk talið. Um haustið fór hann á fund Hagars. Nú fastna ég mér dóttur þína, sagði hann. Hefur þú þá korn- in, spurði Hagar. Komdu, svo skaltu sjá, svaraði Úlfur. Hagar og Embla fylgdu honum, og er þau komu á mörkina, sem skógareldurinn hafði farið um ó- milduin höndum, sá Hagar, að Úlfur hafði leyst þrautina, og gleðibros koma á öldungsandlit hans. Nú er Ernbla þín, sagði hann. Þú verður mikill maður, Úlfur. Þú skilur ráðgátu jarðaiinnar og lög- mál gróskunnar. Ptjlt úr sœnsku. Grazia Deledda. Bókmentaverðlaun Nóbelsjóðsins hafa í ár hlotn- ast ítölsku skáldkonunni Graziu Deledda. Hún er nú talin í fiokki allra merkustu skáldsagnahöfunda. Fór ung að semja skáldsögur og kom fyrsta sagan hennar út þegar hún var 15 ára. Fyrstu viðfangsefni hennar voru lýsingar á lífinu í átthögum hennar, Sikiley, en smátt og smátt tók hún sér stærri við- fangsefni. Dýrasögur hennar lýsa náinni athugun á lífi dýra og ást til þeirra. Eins hefir hún ritað fallegar barna- sögur. Grina Lombroso. Ömur ítölsk kona, er getið hefir sér nafn sem rilhöfundur er Gina Lombroso. Faðir hennar var hinn frægi læknir, Cesare Lombroso, er um leið var mikill sálarfræðingur og fyrstur manna rannsakaði sálarlíf glæpamanna. Lombioso flutti ýmsar nýjar kenningar t. d. þá, að sumir menn væru frá upp- hafi vega sinna ákvaiðaðir fyrir glæpamannsbraut- ina og bæru frá fæðingu merki úrkynjunar og hneigðar lil glæpa. Dóttir hans var um mörg ár rit- ari föður síns og samverkamaður. Hefir hún samið nokkrar bækur er snúast eingöngu um sálarlíf kvenna og hæfileika til að taka þátt í lífsbarátlunni. Athuganir Ginu Lombroso er fram koma í bók hennar »SálarIíf konunnar«, eru efalaust á rann- sóknum og rökum bygðar, en þess ber að gæta, að ályktanir sínar dregur hún af konum Suðurlanda, og verða þær því ekki allar heimfærðar upp á Norð- urlanda konur. Nýlega hefir komið út bók eftir hana »Konan í lífsbaráttunnici. Höfundarinn kemur þar fram, sem furðanlega afturhaldssamur og þiöngsýnn. Skilningi hennar á konu nútímans viiðist ábótavant og álykt- anir hennar verða ekki alt af jafn ljósar. Áhiif kaþóLkra trúarskoðana eru greinileg í skoð- un hennar á hjóuabandinu — það vill hún að sé

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.