19. júní - 01.11.1927, Qupperneq 8

19. júní - 01.11.1927, Qupperneq 8
143 19. JÚNÍ 144 Þá er enn eftir tangelsið, af þeim byggingum, sem eg hefi heyrt nefndar nauðsynlegri en Hallveigar- staði. En viðvíkjandi þeirri byggingu, iiggur mér við að segja, að hún ætli að réttu lagi að vera sér- mál karla. í því »gistihúsi« eru karlar að jafnaði bér á landi, svo langum fjölmennari en konur — að eg álít þeir ættu að vera einir um hituna að koma því upp. Eg get því eigi séð að mótbára sú, er um er að ræða gegn byggÍDg Hallveigarstaða, sé á góðum og gildum rökum bygð. Og víst er um það, að vart getur þá framkvæmd að eigi megi flnna eitlhvað annað sem einhverjum kunni að þykja nauðsyn- legra í svipinn. — En um allar þessar byggingar: spítala, hjúkrunarheimili, barnahæli, dómkirkju og háskóla má með sanni segja, að þar er um sameig- inleg áhugamál karla og kvenna að rœða, og að konur spilla frekar en bæla fyrir framgangi mála þessara með því að gera þau að sinum sérmálum — sínum einkamálum. Petta er fyrir þá sök, að karlar þykjast oft lausir allrar ábyrgðar gagnvart þeim málum, er konur gera að sínum einkamálum — en konur á hinn bóginn venjulegast svo félitlar, að þær geta eigi séð neinum stórmálum borgið svo vel sé. Lítum þá á ástæðurnar, sem færðar hafa verið fyrir nauðsyn þessarar kvennabyggingar, og athug- um svo, hvort húsið muni verða að tilætluðum notum. Fyrst er nú það að segja, að vér megum alls eigi láta það villa oss sýn, þó eitthvað það, sem vér eigi höfum, kunni að vera til í stórborgum ytra og reyn- ist þar vel. Slíkt er engin sönnun fyrir því, að okk- ur beri nauðsyn til þess að fá það bið sama, og að það mundi reynast vel hjá okkur. Staðhættirnir og lífskjörin í smábæ eins og Reykjavík annarsveg- ar og hins vegar í stórborgum eins og Kaupmanna- höfn, París eða Lundúnum, eru svo gerólík og svo frábrugðin hver öðrum, að óhugsandi er að álykta frá einu til annars. Eina skynsamlega leiðin hér, þá er um einhverja nýbreytni er að ræða, sem kostar bæði fé og fyrir- höÍD, eins og til dæmis það, að koma upp stórri kvennabyggingu, hún er sú.að gera sér sem Ijósasta grein fyrir því, hvort hér sje þörf fyrir slíka bygg- ingu — hvort okkur, með okkar staðháttum og okk- ar lifskjörum verði slík bygging nothæf og gagnleg. Vér verðum að gera oss sem ljósasta grein fyrir því, að hverju leyli slík bygging geti átt þátt í þvf, að auka og efla menningu vora, að flytja okkur nær einhverju ákveðnu markmiði, er vér stefnum að. Petta verðum vér að rökræða á óhlutdrægan hátt. Og eftir niðurstöðu þeirri, er vér komumst að, verð- ur það svo að fara, hvort vér álítum slíka byggingu þess verða fyrir oss, að stuðla að framkvæmd henn- ar með fjárfrarnlögum, eða hvort vér eigum að hyggja af henni. Lítum þá á ástandið hér og athugum hver þörf er á slíku húsi, sem Hallveigarstaðir eiga að verða. Hér eru nú komin upp allmörg kvenfélög: Kven- réttindafélag, Kvenfélag, Lestrarfélag kvenna, Banda- lag íslenzkra kvenlélaga, Hringurinn, Hvíta bandið, K. F. U. K. og mörg fleiri. En sameiginlegt er það öllum þessum félögum, að þau eru algerlega hús- J nœðislaus. Lestrarfélagið býr til leigu á stað, sem er orðinn óhentugur og þröngur, enda er dú bókasafn þess orðið allstórt, um 3000 bindi. Er þetta félaginu til hins mesta baga og hindrar meðlimi þess í því að notfæra sér bókasafnið á fullnægjandi hátt, er góðan lestrarsal vantar. Hentugt húsnæði fyrir félagið fæst eigi byggt nema fyrir afarveið, og flutn- ingar á jaÍDStóru bókasafni og félagið nú á, eru alt af erfiðir og kostnaðarsamir. Er þetta tvent ærin ástæða til þess, að félag þetta reyni með öllu móti að eignast hentugan og varanlegan samastað. — Þessar sömu ástæður voru og fyrir hendi, er Lestrarfjelag kvenna í Kaupmannahöfn réðist í að byg§ja eigið hús, og hefir sú raunin orðið á, að það hús borgar sig vel, enda var það um leið bygt til þess að fullnægja fleiri þörfum, er þá köll- uðu að. Er það því alt í senn: Lestrarfélagshús kvenna, gistihús kvenna, fundarstaður ýmsra félaga — bæði kvenfélaga og annara, og matsöluhús — karla jafnt og kvenna. — Svo er til ætlast, að Hallveigarstaðir séu sniðnir eftir þessari byggingu í Höfn, og á Lestrarfélag kvenna þar vísan samastað, þegar til kemur. Og er það í vel. — En eru þá fleiri knýjandi þarfir hér fyrir hendi, sem Hallveigarstaðir geti bætt úr — þarfir, er geti gert það að verkum, að húsið svari kostnaði fjárhagslega og verði konum hagræði á menningar- braut þeirra, ef frá sjónarmiði framþróunar er á mál- ið litið. — Eg nefndi áðan húsnæðisleysi allra vorra mörgu kvenfélaga. Enginn vafi er á því, að ódýr og hag- kvæmur fundasalur mundi létta þeim störf og til- kostnað sinn tilfinnanlega. Hér í bæ er mjög lítið um hentuga fundarsali. Væri hér því bælt úr brýnni þörf, ef vistlegur og um leið ódýr fundarsalur feDgist í hinu fyrirhugaða húsi. — Þá er að líta á þörfina fyrir nokkur gistiherbergi handa konum, er bæði væru ódýr og smekkleg. Eg get af eigin reynslu sagt ineð sanni, að okkur vanhagar algerlega um slík herbergi hér í höfuðstað landsins — og það bæði fyrir innlendar og útlendar ferðakonur. Geri eg ráð fyrir að slík herbergi þyrftu eigi að standa ónotuð, og væri þar ráðin bót á verulegri þörf. — Húsnæðis- eklan og húsaleigan, eins og hún er orðin hér nú, hamla því víðast hvar að fjölskyldur geti leyft sér að hafa gestaherbergi og taka vini eða ættingja inn á heimilí sín um skemri eða lengri tima. Væri þá handhægt að geta þó vpað á góð herbergi, þá er um konur værí að ræða, er kæmu sér til ánægju eða heilsubótar til höfuðstaðarins — eða í hvaða er- indum sem væri. — Og eigi hvað sízt væri gott fyrir

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.