19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 9

19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 9
145 19. JÚNÍ 146 sveitastúlkur, er stunduðu nám hér við háskólann, að eignast nokkur herhergi á Hallveigarstöðum. Vildi eg því leggja það til, að nokkur hluti þeirrar fjár- upphæðar, er safnast til Stúdentagarðsins, yrði lagð- ur til Hallveigarstaða. Þá er hinn fyrirhugaði matsölustaður. Eg geri ráð fyrir, að hann ætti að geta svarað kostnaði — og sennilega orðið húsinu tekjuauki, ef vel væri rekinn. Og að minsta kosti væri nauðsynlegt að hafa tæki til þess að veita kaffi, te og súkkulaði, bæði til morgundrykkjar gestum, og til veitinga á fundum. En svo hefir reynst í Höfn, að matsalan getur því að eins svarað kostnaði í Lestrarfélagi kvenna, að vel sé til hennar vandað að öllu leyti — en þó við- höfð hin mesta gát á öllu. — Skal eg eigi um það dæma, hver nauðsyn sé hér á slíkum matsölustað, en það veit eg fyrir víst, að húsið yrði að vera á allfjölförnum stað, ef matsala ætti að gefa veru- legar tekjur. — Pá er enn eitt atriði, sem vert er að líta á, í sam- bandi við Hallveigarstaði. það er gestrisnin islenzka. Gestiisninni íslenzku er að maklegleikum við- brngðið, hún er skilgetin dótlir sveitanna og strjál- bygðarinnar á voru landi. Þar á gestrisnin við og þar er hún lýtalaus kostur. En nú er fjöldinn allur af Reykjavíkurbúum fæddur í sveit og uppalinn 1 sveit. Þeir hafa því flutt sveitasiðina rneð sér, er þeir komu I höfuðstaðinn. — En svo fór um gestrisnina, er hún flutti úr sveitinni, að hún hætti að vera kostur — og má nú frekar með löstum teljast. Svo mikið er hæft í því, að sitt á við á hvorum staðnum. Rað er til dæmis gestrisni — en misskilin og mis- brúkuð gestrisni, er gerir það að verkum, að vart er unt að ganga i næsta hús hér í Reykjavík, ef maður annaðhvort á erindi við einhvern eða langar til að skrafa stundarkorn um daginn og veginn, án þess að húsmóðurinni finnist það gestrisnisskylda sín að bjóða veitingar. — Og liggur við að henni finnist virðing sinni misboðið að einhverju leyti, ef neitað er að þiggja eitthvað. Þessi gestrisni fælir, i stað þess að laða. — Þá veit eg og til, að nokkrar konur hér reyndu eitt sinn að mynda ofurlílinn »klúbb«, og áttu þær að koma saman í ákveðnum tilgangi hver hjá annari til skiftis eftir kvöldverð. Svo var ákveðið, að te og kex ætti að veita. En viti menn, gestrisnin góða, en misbrúkaða, hl|óp með konurnar í gönur. Þær fóru alveg ósjálfrátt að keppa hver við aðra um að hafa sem fjölbreyttastar kökur og »sandw ches« með teinu. — Afleiðingin varð, að samkomukvöldin urðu of kostnaðarsöm — og fóru alveg út um þúfur. — Misskilin gestrisni reið hinu góða niálefni að fullu — það katnaði í kökusam- kepni og hefir ekki risið upp síðan. Þessi gestrisni lifir og blómgvast hjer, enn, þrátt fyrir dýrtið og féleysi. Og hún er það aðallega sem hamlar því, að konur geti komið saman hver heima hjá annari, til þess að ræða áhugamál sin. Óbein- línis verður hún því flestum áhugamálum kvenna til ógagns hér í bæ. En svo er hún rik í hugum hús- freyjanna, að óhugsandi er að útrýma henni fyrst um sinn. — Hér mundu því Hallveigarstaðir — ef haganlega væri fyrirkomið — geta unnið konum stórgagn. Þar ætti að vera vistleg stofa — eins og í Lestrarfélags- byggingu kvenna í Höfn — þar sem allir »meðlimir« hússins — hlutafélagsins eða lestrarfélagsins — gætu hitst og skrafað saman, er þær fýsti, Þar væri engin ein frekar húsmóðir en önnur — og málefnin sætu þar í fyrirrúmi fyrir öllum veitingum. Er eg sann- færð um, að slíkt gæti leitt til þess að auka og efla áhuga fjölda kvenna á ýmsum þeim málum, er varða bæði sjálf heimilin, bæjarfélagið og þjóðfélagið. Og mundi þetta verða til þess, að rýmka sjóndeildar- hring kvenna gfirleitt og kenna þeim að hugsa betur en áöur, kgnna þœr hverja annari og sýna þeim fram á, að þær geta fjölmörgu góðu til leiðar komið með samtökurn og samúð, þar sem hver einstaklingur er lítils megnugur, ej hann starfar einn sér. Ytra eru konur fyrir löngu síðan farnar að finna, hve nauð- sgnlegt þeim er, að losna um stundarsakir úr eldhás- inu. baðslotunni eða stáss-stofunni og koma satnan utan heimilis — sem frjálsir þjóðborgarar — til þess að kgnnast og ráða ráðum sínum um sameiginleg áhugamál. Um heimilismál — uppeldismál — menta- mál kvenna og barna — og um ýms og margbreytt málefni, er til þjóðþrifa horfa. Hafa þvi kven- »klúbbar« og kvennabyggingar víða verið reist i borgum og bæjum, og jafnan þótt bera hinn bezta árangur. — Get eg ekki óskað okkur islenzku kon- unum annars betra, en að hjá okkur mætti vakna sem fyrst slíkur áhugi og nú er víða vaknaður meðal kynsystra okkar ytra á velferðarmálum sjálfra okkar, heimilanna, bœjarfélagsins og þjóðfélagsins. Og eg fæ ekki betur séð, en að Hallveigarstaðir mundu geta átt góðan þátt í því, að glæða og efla slíkan áhuga — og viðhalda honum. Bygging Hallveigarstaða er tvent í senn: einkamál kvenna og nauðsgnjamál. — Og þó um leið áreiðan- lega eitt af þeim málum, er teljast mega til belztu þjóðþrifamála. Við eigum mállæki, sem segir: »Bóndi er bústóipi — og bú er landstólpi«. — En hvað er þá konan? Hún er margt í senn — ef vel er. Hún er fyrsl og fremst skapari heimilisins. Þar á hún hinum ábyrgðarmestu störfum að gegna, sem til eru innan vébanda mannfélagsins: móðurskyldum, upp- eldisskyldum og húsmóðurskyldum. Sumir kunna að lita svo á, að bygging eins og Hallveigarstaðir dragi nú konurnar frá heimilunum — geri þeim óljúfara að gegna hversdagsskyldum hins daglega lífs, er hugur þeirra fær meiri þioska og víðsýni fyrir samkvæmi með konum þeim, er kunna að láta ýms þjóðíélagsmál til sín taka. - En þetta er óþarfa hræðsla — þvert á móti: hver sú kona, sem á kost á, og gerir sér far um, að læra að

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.