19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 10

19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 10
147 19. J Ú N í 148 skilja til hlítar, hve fjölþættar og hve mikilvægar skyldur hennar eru, hún hlýtur að ganga úr skugga um það, að heill og hamingja heimilisins er undir því komin, að hún ræki skyldur sínar af alúð og með hliðsjón af allri þeirri þekkingu, sem unt er að afla sér á hverju einstöku sviði. Og þá verða hinar >'smáu« daglegu skyldur ekki lengur smáar. Pær verða hver um sig mikilvœgt atriði — mikilvœgur þáttur í þeirri byggingu, sem lengst á að standa og bezt skal til vanda — en sú bygging er líkamleg velliðan og audlegur þroski allra þeirra, sem konan á heimilinu hefir undir stjórn sinni, bæðí sem eiginkona, móðir og húsmóðir. — Eg tók það fram áðan, að Hallveigarstaðir ættu að stuðla að þjóðþrifum og væri því hér ekki ein- ungis um einkamál kvenna einna að ræða, heldur og um alment þjóðþrifamál. Og eg vona að öllum skilj- ist að þetta er rétt mælt. Pví aðal-tilgangurinn með þessa fyrirhugaða húsi er sá, að gera konum auð- veldara en ella, að ná þeim andlega þroska, að þær skilji betur en áður — og þeirri þekkingu að þær gegni betur en áður hinni fjölþættu köllun sinni, sem heimllisborgari, bæjarborgari og þjóðfélagsborgari. Vera mætti og, að aukið samkvæmi við erlendar konur á hinu nýja kvennaheimili, gæti orðið til þess, að gera íslenzkum konum það og Ijósara en áður, að þrátt fyrir fæð og smæð og fjarlægð, þá erum við lika heimsborgarar, og að okkur hvíla líka skyldur á herðum gagnvart umheiminum, gagnvart heims- heimilinu — og eigi að eins gagnvart eigin þjóðar- heimili okkar. Eigi ætla eg mér þá dui, að neita því með öllu, að við íslenzkar konur getum eigi einhvern tíma átt því láni að fagna, að öðlast þroska þann, er nú var nefndur, án þess að Hallveigarstaðir komist upp. En eg er sannfærð um, að slikt kvennaheimili mundi eiga meiri þátt, en vér nú getum gert oss Ijósa grein fyrir, í því, að flýta fgrir þessum þroska. Og, ef satt skal segja, þá þurfum við islenzku konurnar þess mikillega með, að ná sem fyrst því þroska- skeiði, að eigi verði með sanni sagt um okkur, að við r hverskonar þekkingu — á heimilismálum, menta- málum og þjóðfélagsmálum, eigum enn óstigin síð- ustu skrefin, er kynsystur okkar í útlönduin hafa þegar stigið. — Eg er sannfærð um, að Hallveigarstaðir muni eiga drjúgan þátt í því, að flytja okkur íslensku konurn- feti framar en nú er á menningar- og þroskabraut- vorri, að þar munum vér eignast laðandi samkomu- stað, er með tímanum geti átt því láni að fagna, að þar fæðist rnargháttaðar hugsjónir og framkvæmdir, landi og lýð til þrifa og konum sjálfum til þroska, vegsauka og sæmdar. Björg C. Porláksson. Kornin helgu. Lengst inni í dimma Kolufellsskóginum bjó gamli töframaðurinn, Hagar. Hve mörg ár hann bar á herð- um sér vissi enginn, jafnvel ekki sjálfur hann. En það var almenn trú að hann hefði séð jafnmörg sól- hvörf og fingurnir eru séu þeir taldir tíu sinnum, og að hann myndi eftir elstu trjánum í skóginum sem örlitlurn hríslum. 1 æsku hafði hann farið víða. f norðurveg svo langt, að hann hafði séð hina eilífu vetrarnótt. Af dvergum hafði hann numið töfra og hjá þeim gerðist hann forspár og lærði deili á leynd- um listum. í suðurvegi sá hann land sífelds sumars. þar lærði hann hvernig ávextir jarðarinnar spretla, hvernig slá má eld af steini og gera vopn, er blika sem sól. Hagar átti eina dóttur, er Embla hét. Hún var fög- ur sem dagur, með blá augu og hár, sem sólin hafði gefið lit sinn. Hún annaðist gamla manninn, og gerði ellidaga hans léttbæra. Margir ungir sveinar komu til feðginanna, til þess að tjá dótturinni ást sína, en fyr eða síðar urðu þeir allir að hverfa í burtu, án þess að hafa fengið áheyrn. þeir buðu fram gull og græna skóga, dýrmæta feldi af skógardýrunum og djásni líka steina, er þeir höfðu fundið í farvegum fljótanna. En enginn þeirra bauð nóg, enginn gat gert það, sem gamli maðurinn af þeim krafðist. Hvert sinn, sem biðil bar að garði, tók Hagar gamli fram fáeina einkennilega steina, sem hann geymdi í lítilli skinnpyngju. þeir voru aflangir, gulir að lit, en ef hann malaði þá milli tveggja hnulluuga urðu þeir að dufti, hvítu eins og vetrarsnjórinn. Sá, sem getur gert 10 korn úr einu, skal fá dóttur mína, sagði gamli maðurinn. En gestirnir hristu höfuðin og skyidu ekki hvert hann fór. Slíkt varð ekki gert nema með göldrum, og við galdur vildu þeir ekki fást. Þeir voru veiðimenn, sem hæft gáiu björninn með spjóti, hitt fugl á flugi með örinni, og hlaupið uppi hreininn á flótta, en að gera tíu korn úr einu, það gátu þeir ekki. Og þess vegna fékk enginn þeirra karlsdótturina fögru, og þeir sneru allir heim til átt- haga sinna að svo búnu. Þannig atvikaðist það, að alstaðar, þar sem menn hittust, var rætt um Hagar gamla og Emblu dóttur hans og um gullnu kornin. Sumir sögðu, að hann léti svona vegna þess, að hann týmdi ekki að sjá at Emblu, og setti því öllum þann kost, et þeir gætu ekki fullnægt. Aðrir sögðu, að hann gerði þetta í því skyni, að hafa uppi á töframanni, er orðið gæti jafningi hans að kunnáttu. Því sá hlaut að vera rammgöldróttur, sem gert gæti tíu korn úr einu. Umtal þetta barst til eyrna Úlfi, bjarnveiðimann- inum. Hann hafði séð Emblu og hún hafði heillað hann, svo að hugur hans dvaldi löngum hjá henni. Úlfar hafði séð margt og lært mikið, en þó vissi hana ekki, hvernig leysa skyldi þrautina þá, að gera A » v

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.