19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 5

19. júní - 01.11.1927, Blaðsíða 5
137 19. J Ú N í 138 blik, munu áhrif hennar aldrei hverfa, og hið sanna líf, það líf, er lætur eftir sig óafmáanleg merki starf- ar að eins í þögn. Mudöu þetta og auðnist þér — í þessari þögn sem vér oftsinnis verðum að leita til, til þess að bún sjálf geti talað — auðnist þér þá að stíga örlitla stund niður í það djúp sálar þinnar þar sem englarnir búa, þá munt þú, framar öllu öðru, sem þér er minnisstætt um þann, sem þú hefir elskað heitast, muna, eigi orðin sem hann eða hún sagði eða látbragðið, sem þeim fylgdi, heldur þær stundir þagnarinnar, sem þið haflð átt saman. Því það var eðli þagnarinnar, sem opinberaði ykkur djúp sálna ykkar, djúp kærleika ykkar. Eg tala hér að eins um hina starfandi þögn, því til er dauðaþögn, sem er endurskin svefnsins, dauð- ans og hins óverulega. Þögn sem sefur og er þessvegna hættulausari en orðin. En óvænt atvik getur vakið hana skyndilega, og þá er það systir hennar, hin volduga, starfandi þögD, sem völdin tekur. Vertu á verði 1 Tvær sálir munu mætast, tálmanir vikja úr vegi, stýflur munu hrynja og hverdagslífið þoka fyrir iífi, þar sem alt verður mikilvægt, þar sem alt verð- ur varnarlaust, alvarlegt, óstjórnlegt og ekkert getur gleymst......... Og vegna þess að vér þekkjum öll þetta dularafl og hve hæltuleg áhrif þess eru, flýjum vér þögnina og óttumst hana. Vér getum, þegar nauðsyn krefur, borið einstaklingsþögnina, vora eigin þögn. En þögn fjöldans, er oss ofurefli, undir óskiljanlegum þunga hennar fá, jatnvel hinar sterkustu sálir eigi risið. Vér eyðum miklum hluta af lífi voru til þess að flýja þögnina, leita uppi þá staði, er hún eigi ríkir. Ef tveir eða þrír hittast hugsa þeir íyrst af öllu um það að reka burtu þennan ósýnilega óvin. Hve mörg venju'eg vináttubönd eiga eigi rót sína að rekja til sameiginlegs haturs á þögninni. En geti hún, þrátt fyrir allar varúðarreglur smeygt sér inn þar sem menn eru samankomnir, verða þeir fyrst óró- legir og búa sig svo í skyndi til brottferðar, og munu æ síðan víkja úr vegi hver fyrir öðrum, því þeir óttast að þúsund ára barátlan muni enn einu sinni verða áraDgurslaus og að einhver í hópnum hafi ef til vill í leyni opnað dyrnar fyrir óvininum.. Flestir munu að eins örsjaldan á æfinni skilja þögnina og opna dyrnar fyrir henni. Að eins við há- tíðleg tækifæri þora þeir að veita þessum dularfulla gesti viðtökur, en því nær allir taka þá á móti hon- um með lotningu, því jafnvel þeir sem lítilmótleg- astir eru, eiga á æfinni þau augnablik, er þeir breyta eins og þeir vissu það, sem guðirnir vita. Rifjaðu upp fyrir þér daginn þann, sem þú í fyrsta sinni mættir. þögninni, án ótta. Hin mikla örlagastund var komin og þögnin kom á móti sálu þinni. Þú sást hana stíga upp úr því djúpi örlaganna, er enginn þorir að nefna, sást hana koma upp frá sjáfarbotni fegurðarinnar eða andstygðarinnar, og þú flýðir ekki. Það var einu sinni þegar þú komst heim, eða varst ferðbúin að heiman, þegar þú varst aðnjótandi mik- illar gleði, eða þegar dauðinn og óhamingjan gengu nærri þér. Rifjaðu upp fyrir þér þessi augnablik, þegar allir huldir gimsteinar glitra og sofandi sannindi spretta upp, og segðu mér, hvort þögnin var þá eigi fögur og nauðsynleg, hvort faðmlög ó- vinarins, er þú ávalt rekur á burtu, voru eigi guð- dómleg atlot. Hver gleymir kossum hinnar þögulu sorgar, og í sorginni faðmar þögnin oss innilegast. Þess vegna eru þeir, sem oftar en aðrir hafa fundið þá, betri en aðrir. Að eins þeir vita ef til vill, á hve þöglu og djúpu vatni lífsfleytan flýtur Þeir hafa komist nær Guði, og spor þau, er þeir hafa stigið í áttina til Ijóssins, hala eigi verið árangurslaus; því mannssálin er sá hlutur, er að vísu getur vanrækt að leita hærra, en sem aldrei getur sokkið dýpra . . . »Þögn, mikla keisarariki þagnarinnar«, hrópar Carlyle aftur — hann sem flestum betur þekti þessa jörð, er vér byggjum — whærra en stjörnurnar, dýpra en konungsríki dauðans! . . . . Ó, þögn og þér göf- ugu, þögulu menn I Þeir eru dreifðir hér og þar, hver á sínu starfsviði, þeir hugsa í þögn, vinna i þögn, og dagblöðin geta þeirra að engu............ Þeir eru salt jarðarinnar, og illa er það land statt, er á enga slíka menn, eða of fáa. Það er eins og skógur, sem er eintóm blöð og greinar, en ræturnar vantar — og sem bráölega munu visna og hælta að vera skógur ...... Hin djúpa, andlega þögn, sem er enn þá meiri og sem erfiðara er að lýsa en þögn efnisheimsins, er Carlyle talar um, telst eigi til þeirra guða er yfir- gefa mennina. Hún umkringir oss á alla vegu. Hún er hið insta í lífi undirmeðvitundar vorrar, og hve nær sem einhver af oss, með skjálfandi hendi drep- ur að dyrum einhvers af hliðum örlagadjúpsins. er það jafnan sama árvakra þögnin, er opnar hliðið. Hér erum við öll jöfn, frammi fyrir hinu ómæl- anlega, er þögn konungsins og þrælsins, er þeir horf- ast í augu við dauðann, sorgina eða ástina, sama eðlis og hylja hina sömu fjársjóði undir ógagnsærri skikkju sinni. Leyndardómur þessarar þagnar, sem er þögnin sjálf, friðheilagt svæði sálna vorra, mun aldrei verða að eDgu, og jafnvel ef sá maður, er fyrstur var borinn i þennan heim mætir síðasta íbúa jarðarinnar, myDdi þögn þeirra, í öllu því, er skilj- ast á án )ygi, verða hin sama. Og þrátt fyrir allar þær aldir er á milli liggja, mundu þeir, í þjgninni, skilja hvor annan jafnvel og þeir hefðu legið í sömu vöggunni; skilja það, sem vörunum aldrei að eilífu lærist að segja .... Þegar varirnar sofa vakna sálirnar og taka til starfa. Því þögnin er veldi hins óvænta, bættanna og hamingjunnar, þar eiga sálirnar hvor aðra án hindrunar. Viljir þú, í raun og veru, gefa þig öðr- um á vald, þá ver þú þögull, og óttist þú að vera þögull í návist hans — það er að segja, ef ótti þinn er eigi ótti hins bíðanda kærleika — þá flý þú hann,

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.