19. júní - 01.11.1927, Síða 6

19. júní - 01.11.1927, Síða 6
139 19. JÚNÍ 140 því sál þín veil þá þegar hverju hún má treysta. Til eru þær verur, er jafnvel hinir mestu fullhugar eigi þora að þegja með og sálir sem engu hafa að leyna, titra af ótta um að aðrir muni afhjúpa þær. Aðrir aftur á móti, vita eigi af neinni þögn, þeir deyða þögnina umhverfis sig, og eru þeir einu, sem liða fram hjá, án þess þeim sé veitt eftirtekt. Peim auðnast ekki að komast fram í belti hins skæra, fasta óbreytanlega ljóss. Vér getum eigi gert oss ná- kvæma hugmynd um þann, sem aidrei þegir. Það er líkt og sála hans sé andlitslaus. »Við þekkjumst eigi enn þá«; skriíaði kær vinur í bréfi til mín »við höfum enn eigi árætt að þegja i sameiningu«. Og það var satt. Við unnum hvort öðru þá þegar svo mjög, að við óttuðumst að sú raun yrði oss of- urefli. Og í hvert sinn er þögnin, engillinn með æðstu sannindin, sendiboði hins dularfulla, er býr i hverjum kærleika, leið niður til okkar, var eins og sálir okkar féllu á kné og bæðust vægðar, bæði um nokkr- ar stundir saklausra ósanninda, fávisku og unggæð- isháttar. Og þó hlaut tími hennar að koma. Því hún er sól kærleikans og þroskar ávexti sálarinnar, eins og sól jaiðarinnar þroskar ávexti hennar. Það er þó eigi að ástæðulausu að mennirnir óttast þögnina, því menn vita aldrei fyrirfram hvers eðlis hún kann að verða. Öll orð eru hvert öðru lik, en engin þögn líkist annari, og oftastnær er alt líflð komið undir eðli fyrstu þagnarinnar milli tveggja sálna. Sambönd myndast, vér vitum eigi hvar, því forðabúr þagnar- innar liggja langt um ofar en forðabúr hugsunarinn- ar, og drykkurinn sem þar er byrlaður getur orðið óheillavænlega beiskur eða uudursamlega ljúffengur, Tvær göfugar, jafnsterkar sálir geta orðið valdar að fjandsamlegri þögn og barist í myrkrinu um lífið eða dauðann, en hins vegar getur sál óbótamanns hik- laust komið og þagað með sál skírlífrar meyjar. Vér vitum ekkert fyrir og á himni þagnarinnar sjást eng- in jarteikn. Því er það, að þeir, sem heitast unnast, forðast í lengstu lög, að lofa hinum volduga opin- berara insta eðlis þeirra að halda innreið sína há- tíðlega........ Þeir vita, að alt annað er sem barnaleikur kring- um lukta múrveggi, og að nú munu borgarveggirnir hrynja og land tilverunnar liggja opið; og að finni þau eigi hvort annað í fj’rstu þögninni, geta sálir þeirra eigi framar unnað hvor annari, því þögnin breytist eigi. Hún getur stigið eða fallið milli tveggja sálna, en eðli hennar er jafnan hið sama, og ait til dauða elskendanna ber hún sama svipinn og hún bar þegar hún kom til þeirra í fyrsta sinn. Á vegferð vorri gegn um lifið verðum vér þess varir, að alt fer fram eftir nokkurs konar fyrirfram samkomulagi, sem vér eigi hirðum um, sem vér alls ekki hugsum um, en sem vér þó vitum að er til einhversstaðar hátt yfir höfðnm vorum. Þeir, sem kærulausastir eru, hlæja að fyrstu árekstrunum, eins og þeir, frá fornu fari, séu samsekir í örlögum bræðra sinna. Og á þessu sviði, er vér nú tölum um, skilja þair, sem léttast veitir að finna dýps'u orðin, það öðrum betur, að orð geta aldrei látið í Ijósi það seni mikilvægast er í hverju einstöku sambandi tveggja vera. Og þó eg nú tali við yður um alvarlegustu málefni mannlífsins, um ástina, dauðann og örlögin, kemst eg þó eigi að insta kjarna ástaiinnar, dauðans eða örlaganna, og þrátt fyrir allar tilraunir verður þó ávalt eitthvað ósagt; sannindi sem vér eigi get- um sagt, sem oss eigi kemur til hugar að segja. En þessi sannindi, sam aldrei verða að orðum, munu þó eitt augnablik hafa verið það einasta er lifði með oss, svo að vér þá gátum eigi hugsað um neitt annað. Þessi sannindi eru, sannindi vor um dauðann, ástina og örlögin, og að eins í þögninni getum vér greint þau. Það er ekkert nema þögnin ein, er þar hefir gildi. »Systur«, segir ung stúlka í skáldsögu, »þið búið allar yfir ykkar leyndu hugsunum, þær vil eg fá að vitaw. — Vér búum öll yfir einhverju því, er aðra langar til að vita, en það felst dýpra en leyndustu hugsanir vorar. Það er vor leyndasta þögn. Spurn- ingar eru gagnslausar. Ofbeldi að eins til hindrunar fyrir það líf, sem lifir i þessum leyndardómi. Ef vér viljum verða vísir þess, sem í raun og veru er til, verðum vér að rækta þöguina á meðal vor, því hún ein megnar að opna eina svipstund leyndustu djópin, þar sem blómin breyta lit og lögun, eltir því í hvers návist vér erum staddir. Sálirnar eru vegnar í þögn- inni, eins og gull og silfur er vegið í tæru vatni, og orðiu, sem vér segjum, öðlast gildi að eins af þeirri þögn, er umkringir þau. Fjarlægö. í dimmunni syng eg um Ijómandi lit, við Ijósið um myrkranna völdin, í Júní um neistandí norðljósa glit, um náttsól um skammdegiskvöldin. Eg syng um þig fjarlægð og sæki til þín, þú seiðir með blámanum fína. Þú bergmálar hálfsungnu hljómföllin mín, og hallir við mistrið þitt skína. Sem örninn þarf svigrúm að hefja sig hátt, þaif hugurinn mannsins það líka, því getur hann sungið um grendina fátt, hann guggnar við bindingu slíka. Þú fjarlægð ert elskunnar örugga vog, hún án þín er léttvægust fundin, og átökin verða sem úthafsins sog, ef ykkar er samtaka mundin.

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.