Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. nóvember 1994 tRtnfntt 3 Halldór Ásgrímsson tók viö for- mennsku í Framsóknarflokkn- um þegar Steingrímur Her- mannsson geröist Seblabanka- stjóri í vor, og býbur sig fram til áframhaldandi starfa á flokks- þingi sem stendur fyrir dyrum. Hann kemur hér víba vib í vib- tali vib Árna Gunnarsson. Segir álit sitt á forsætisrábherra og forystu verkalýbshreyfingar- innar, minnkandi fylgi, fram- bobi Jóhönnu Sigurbardóttur og fjölmiblum. Hann leggur mikib upp úr því ab halda sér í góbu líkamlegu formi, en segist hvorki skilgreina sig sem hægri- né vinstrimann. „Breytingin er ekki byltingar- kennd en samt veruleg," segir hann abspurbur um breytingúna frá því ab vera varaformaöur yfir í að vera formaður Framsóknar- flokksins. „Ég er vanur löngum vinnudegi, en hinu er ekki að leyna, að það bætist við kvöld- og helgarvinna. Flest kvöld og flestar helgar eru undirlagðar. Þetta er hins vegar ekkert nýtt. Þeir sem standa í stjórnmálum upplifa þetta." Líkamsræktin „Nei, ég stunda nú ekki lóðalyft- ingar. En ég hef tekið upp þann hátt að hreyfa mig miklu meira en ég gerði. Þaö hefur orið til þess að heilsan er betri og úthaldið meira. Það á jafnt við um stjórn- málaménn og aðra, sem eru í vinnu sem reynir lítið á líkam- ann, þeim er nauðsynlegt að hreyfa sig til þess að hafa úthald og halda góðu líkamlegu jafn- vægi." Hvers vegna ber minna á framsóknarmönnum? „Ég átta mig ekki alveg á því. Flokkar í stjórnarandstööu hafa minni möguleika til að koma sín- um mönnum á framfæri í gegn- um fjölmiöla. Við framsóknar- menn höfum oft verið óánægðir með ljósvakamiðlana. Við teljum að þeir séu oft á tíðum of hlut- drægir, án þess að ég ætli að fara nefna nein sérstök dæmi. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur hert tökin á ríkisfjölmiðlunum í gegn um sín áhrif. Besta sönnunin er fram- ganga þeirra í Hrafnsmálinu. Við erum ekki í vafa um að brottvís- anir Arthúrs Björgvins og Illuga em líka runnar undan þeirra rifj- um." Þing frjálslyndra flokka í Reykjavík „Það voru fréttamenn á ríkisfjöl- miðlunum sem áttuðu sig á mikil- vægi þessa fundar, vegna þess að þarna voru saman komnir mikil- vægir aðilar alls staðar aö úr heiminum. Það átti einnig við um Tímann og Morgunblaðið, sem sinntu þessu prýðilega." Skýrsla Ríkisendurskoöunar „Fjölmiðlar komu skýrslu Ríkis- endurskoöunnar um breytinguna á virðisaukaskattskerfinu á fram- færi með eðlilegum hætti. Hins vegar kom hún illa við ýmsa aöila í þjóbfélaginu, sem höfbu haldib ööru fram. Þeir vildu ekki umræb- ur um hana. Það kom þarna fram, að sú aögerö sem aðilar vinnu- markaðarins féllust á var ekki til þess fallinn að jafna kjör fólksins í landinu. Einhverra hluta vegna geta þeir ekki rætt það með þeim hætti sem þeim ber. Við stjórn- málamenn gerum stundum mis- tök og við verðum að viðurkenna þau, en í þessu tilfelli er mönnum fyrirmunað að horfa á málið í því ljósi sem að þama kemur fram. Það hefur valdið mér miklum vonbrigðum." Vonbrigði meö verkalýösforystu „Ég á meöal annars við forystu- menn í verkalýöshreyfingunni, sem eiga að gæta hagsmuna um- bjóðenda sinna. Ég tel að þeir hafi lokað sig inni í ákveðnum fíla- beinsturni í þessu máli. Ég vil ekki á nokkurn hátt nota þetta mál til þess að gera lítið úr þeirra störf- um. Hlutverk verkalýðshreyfing- arinnar er mikilvægt og ég og minn flokkur viljum standa vörð um hana. Ég skrifa hins vegar ekkert undir allt sem foringjar verkalýðshreyfingarinnar segja, án þess að kynna mér það. Með sama hætti eiga þeir ekki að taka undir allt sem stjórnmálamenn segja og gera það heldur ekki. Þeir og aðrir veröa að þola að þeirra mál séu yfirfarin. Verkalýðshreyf- ingin getur ekki haldið styrk sín- um án slíkrar umræðu." Skattsvikin „Það á að vera forgangsmál í skattamálum að draga úr skatt- svikum, enda mikilvægt réttlætis- mál. Viö getum ekki horft upp á að sumir borgi til samfélagsins en aðrir ekki. Það má ekkert gera í skattkerfinu sem auðveldar skatt- svik. Þetta segja menn en fram- fylgja því ekki. Það er alveg aug- ljóst að tveggja þrepa kerfi hefur aukið áhættuna á skattsvikum í virðisaukaskattskerfinu. Þetta segja allir sérfræðingar og allir sem vinna við skattakerfið, en á þá er ekki hlustað. Það þýðir ekki fyrir stjórnmálamenn að vera meö svona tvískinnung. Ef st jórn- mál á íslandi eiga að ganga út á að villa mönnum sýn og telja fólki trú um að rangt sé rétt, þá erum við á miklum villigötum." Viöbrögö Davíös Oddssonar „Hann brást við eins og venju- lega. Hann hefur lýst því yfir, að hans ríkisstjórn hafi náb þeim mesta og besta árangri sem að nokkur ríkisstjórn hafi náð á þess- ari öld. Menn sem þannig tala geta ekki viðurkennt að þeim hafi einhverntíma mistekist. Ég hef aldrei heyrt forsætisráðherra tala um að stjórninni hafi mistekist. Hann hefur að vísu gagnrýnt harölega einstaka ráðherra Al- þýöuflokksins og oft með réttu. Ab öðru leyti hefur að hans mati aldrei verið gert neitt rangt. Hann að og abrir hafa reynt ab halda því fram aö ég vilji skerða kjör fólksins, þó að sýnt hafi verið fram á þab með skýrum dæmum ab þab hefbi verib hægt ab bæta kjör almennings meir meö minni tilkostnaði ef farib hefði veriö að okkar tillögum í skattamálum. Halldór Ásgrímsson. Það er ekki von að stjórnmála- rnenn njóti virðingar þegar sið- ferðið er á þessu plani." Ertu aö breyta Framsókn í hægriflokk? „Ég gekk ungur maður í Fram- sóknarflokkinn sem miðjuflokk og hef alltaf aðhyllst hógværar stefnur. Þeir flokkar sem hafa ver- ið lengst til vinstri eru búnir að týna öllum sínum rótum og eru ab reyna að planta nýjum á miðju stjórnmálanna. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag tala ekki leng- ur um þjóönýtingu. Það sama má segja um flokka sósíalista um ger- valla Evrópu. Slagorðib „ísland úr Nato og herinn burt", sem var tal- ið eitt aðal einkenni vinstri manna hér áður fyrr, heyrist ekki lengur. Þaö hafa líka risið upp öfgastefnur til hægri sem hafa fyrst og fremst veriö kenndar við frjálshyggju, sem ég lít á sem óheftan markaðsbúskap. Þegar nær dregur kosningum hafa sjálf- stæðismenn viljaö setja þessar stefnur inn í geymslur sínar. Það kom til dæmis fram í borgar- stjórnarkosningunum i vor. Þar drógu menn í land." Hvorki hægri né vinstri „Eysteinn heitinn Jónsson var kallaður hægrimaður hér áöur fyrr vegna þess að hann taldi nauðsynlegt fyrir íslendinga að ganga í Nato. Steingrímur Her- mannsson var kallaður hægri- maöur vegna þess að hann var fylgjandi byggingu álversins í Straumsvík. Ég býst vib ab menn hafi tekib upp þetta tal vegna þess ab ég hef ávallt verib fylgjandi evrópsku efnahagssvæbi og talib naubsynlegt ab stígajrab skerf til að tryggja hagsmuni Islands í Evr- ópusamstarfinu, þó að ég sé and- vígur aðild ab Évrópusamband- inu. Þab var ekki alger samhljóm- ur í skobunum okkar Steingríms í þessu máli. Vib því er ekkert ab gera. Það hendir í öllum flokkum. Ég hef verið trúr þeirri stefnu Framsóknarflokksins frá upphafi ab verðmætasköpunin skipti meginmáli til þess að bæta kjör fólksins. Þar af leiðandi hef ég vérib talsmaður öflugs atvinnulífs og talið það undirstöbu velferðar þegnanna. Mér hefur fundist þeir sem nota orðin hægri og vinstri um okkur framsóknarmenn ekki Ieggja neina skilgreinda merk- ingu í það. Ég vil hvorki vera kall- aður vinstrimaður né hægrimað- ur. Ég hef aldrei skilgreint sjálfan mig sem slíkan." Var erfitt aö taka viö af Steingrími? „Þab er að mörgu leyti erfitt að taka við formennsku við þessi skilyrði. Steingrímur hætti all- löngu fyrir flokksþing. Ég tók vib sem varaformaöur. Hef ekki verib kosinn sem formabur en býö mig fram til fomennsku á komandi flokksþingi. Ég hefði að sjálf- sögðu kosið að fá umboð frá flokksþingi mun fyrr, en það var mat manna ab ekki væri rétt ab flýta flokksþinginu út af því og vib höfum haldið okkar striki. Ég er búinn aö vera varaformabur nokkub lengi og hef setið á Al- þingi frá 1974 með stuttu hléi 1978 og 1979 og tel mig vera öll- um hnútum kunnugur." Hvern vilt þú sem varaformann? „Þab er ekki hlutverk formanns- ins að útnefna aöra í stjórn eba sem þingmenn flokksins. Þetta verbur aö gerast í grasrótinni og í umæbu meðal flokksmanna. Það er ekki þeim, sem að þessu vilja keppa, til framdráttar ab ég sé að blanda mér í þessi mál. Ég hef lýst því yfir vilji veröa formabur. Ég treysti mjög vel því fólki sem starfar með mér í strjórn flokksins og ég hef einnig mikla trú á þeim sem hafa verib orbabir vib þau embætti sem kosib verður um á flokksþinginu." Jóhanna og minnkandi fylgi í skoöanakönnunum „Auðvitaö höfum vib áhyggjur af því. Við erum þeirrar skoðunnar ab þab sé ekki líklegt að hér veröi mynduö önnur ríkisstjórn en nú situr ef Framsóknarflokkurinn styrkir ekki stöbu sína. Ef við styrkjum ekki stöbu okkar í næstu kosningum eða jafnvel komum veikari út, þá er ekki líklegt að við tökum þátt í ríkisstjórn. Jóhanna Sigurðardóttir er nýkomin út úr núverandi ríkisstjórn. Hún sækir fylgi sitt sem stjórnarandstæðing- ur, án þess þó að hafa lýst því yfir að hún sé á móti þessari ríkisstóm nema í einstökum málum. Ég átta mig ekki á hvað hún ætlast fyrir. Það er á margan hátt mjög skrýt- ib aö persóna sem ekki hefur myndað flokk, eða komið saman listum, sé tekin með í formlegar skoðanakannanir um fylgi flokka. Hún hefur ekki gert grein fyrir sér með ótvíræðum hætti, með flokksstofnun og uppröðun á lista. Ég reikna meb aö fylgi henn- ar minnki þegar þetta skýrist bet- ur." Aukiö fylgi hjá yngra fólki „Viö finnum að Jóhanna heggur í okkar raðir og þá alveg sérstak- lega á höfubborgarsvæðinu. Mér finnst hins vegar ánægjulegt að Framsóknarflokkurinn skuli vera, samkævmt skobanakönnunum, langsterkastur mebal yngstu kjós- endanna, sem sannar fyrir mér aö vib séum á réttri leið. Viö höfum venjulega verib sterkastir meðal þeirra eldri. Einhverra hluta vegna virðist vera að við höfum misst fylgi í þeim aldursflokkum en aukib tiltrú meðal yngra fólks- ins. Það er ekki hægt aö óska stjórnmálaflokki betra hlutskiptis en að eiga traust þeirra sem eiga ab erfa landið." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.