Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 20
Vebrlb í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gaer) • Suburland, Faxaflói, Subvesturmib og Faxaflóamiö: Suöaustan og austan kaldi og léttskýjab í fyrstu, en heldur vaxandi austanátt og skýjaö meb köflum sí&degis. • Breibafjöróur og Breióafjaróarmib: Austan stinningskaldi. Léttir smám saman til. • Vestfiróir, Strandir og Norburland vestra, Vestfjarbamib og Norbvesturmib: Subaustan kaldi og léttir til í dag. • Norburland eystra, Austurland ab Glettingi og Norbausturmib: Subaustan kaldi og léttskýjab í innsveitum en smáel á mibum og an- nesjum. • Austfirbir, Austurmib og Austfjarbamib: Subaustan gola og skýj- ab meb köflum, en austan kaldi og skúrir síbdegis. • Subausturland og Subausturmib: Subaustan kaldi og vaxandi skúraleibingar. Haustskýrsla Seölabanka Islands: Ekkert lát á skulda- söfnun heimilanna Eva Dröfn Stefánsson Flugrániö í Noregi: íslensk-norsk kona í áhöfn- inni Eva Dröfn Stefánsson flug- freyja var ein af áhöfn SAS flug- vélarinnar sem var rænt í inn- anlandsflugi í Noregi í fyrradag. Eva Dröfn, sem er fædd árið 1956, á íslenskan fööur en móðir hennar er norsk. Fjöl- skyldan flutti til Oslóar þegar Eva Dröfn var þriggja ára en hún býr nú í bænum Drammen í Noregi. Eva Dröfn hefur starf- að hjá SAS undanfarin ár. Hún kom heim til sín í fyrrinótt eftir að hafa dvaliö um borð í flug- vélinni á Gardemoen flugvelli í sex tíma áður en flugræninginn gafst upp. Hún var yfirheyrð af norsku lögreglunni í gærmorg- un en sagðist ekki hafa leyfi til ab tala við blabamenn um at- burðinn. ■ Skuldir heimilanna við lána- kerfið hafa haldið áfram að vaxa í ár og þá aðallega vegna náms- og húsnæðislána, en hlutur bankakerfisins í lán- tökum heimilanna hefur staðið í stað. Frá árinu 1980 hafa skuldir heimilanna vaxið úr því að vera 13% af landsframleiðslu í 64%. Þessi mikla eftirspurn heimilanna eftir lánsfé hefur því m.a. stuðlað að því háa vaxtastigi sem verið hefur frá því vextir voru gefnir frjálsir. Þetta kemur m.a. fram í haust- skýrslu Seðlabanka íslands um þróun peninga, gengi og greiðslujöfnun. Þar kemur einnig fram að í lok júní sl. sé áætlað að lán til heimila hafi numið um 264 miljörðum króna og aukist um rúma 11 miljaröa síðustu tólf mánuð- ina. Helstu ástæbur fyrir þessari skuldaaukningu eru raktar til jákvæðra raunvaxta og verb- tryggingar en fyrir þann tíma var skuldsetning heimila mjög lág vegna neikvæðra raunvaxta og takmarkaðs abgangs þeirra að lánsfé. Seðlabankinn telur hinsvegar erfitt að leggja mat á þab hversu langt heimilin geta gengið í sinni skuldsetningu, sem nemur um 115% af ráb- stöfunarfé heimila í stað 25% 1980. Bankinn bendir jafn- framt á ab skuldsetning heimil- anna getur orðib nokkru hærri Iðulega hafa kaupfélögin tek- ið yfir gjaldþrota eöa vonlít- inn rekstur kaupmannsversl- ana úti á landi og tekið að sér þjónustu viö íbúana. Nú gerist það að kaupmenn taka yfir eöa leigja rekstur kaupféiags- búöa, eins og nú er aö gerast á Suðurnesjum, öfugt við þaö sem áður var. Þar er Kaupfélag Suðurnesja að leigja frá sér smáverslanir eða að selja til einkaaðiia. Ýmsar breytingar eru að verða í matvörudreif- ingunni. „Það hefur margt gerst í mat- vörudreifingunni hér á svæðinu sem verður þess valdandi að við gerum breytingar. Sannleikur- inn er sá að litlu búðirnar voru hérlendis en víba erlendis þar sem verðtrygging er ekki til staðar. En þar sem heimilin eru farin að nálgast efri mörk í mögu- leikum sínurn til veðsetningar, telur bankinn iíklegt að það fari orönar byrði á okkur. Þær verða varla reknar í dag nema af ein- staklingum eða fjölskyldum. Opnunartími þessara verslana er gjarnan á kvöldin og um helgar og það rekstrarform hentar okk- ur ekki", sagði Guðjó,n Stefáns- son, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Suðurnesja. „Vegalengdir í dag eru orðnar afstætt hugtak og þannig er varla nema tíu mínútna akstur frá Garðinum og Sandgerði í verslanir okkar í Keflavík og Njarðvík þar sem eru stærri búð- ir og meira vöruval," sagði Guð- jón. Hann segir að fyrir 10 árum hafi kaupfélagið tekið yfir rekst- ur Kaupfélagsins Ingólfs í Sand- að hægja á vexti lána til þeirra. Þótt útlánatöp vegna heimila séu talsvert lægri en töp vegna annarra lána hjá lánastofnun- um viröist þó farið að gæta vax- andi vanskila og þá einkum í húsnæðislánakerfinu. ■ gerði. Síðar komu útibú í Grindavík þar sem lengi var rek- in verslun. Þar er ekki pláss fyrir fleiri en eina góöa verslun og keypti kaupmaður þar rekstur kaupfélagsins. Þá tók Kaupfélag- ið að sér rekstur á gamalli kaup- mannsbúð í Garðinum og rak þar útibú í 5-6 ár, en sá rekstur hefur nú verið leigbur hjónum til reynslu í eitt ár. í Vogum var útibú kaupfélagsins rekið í 5 ár og var reksturinn seldur í fyrra. Kaupfélag Suðurnesja hefur á síðustu árum rekið stórmarkað- inn Samkaup í Njarðvík, en auk þess Kasko og Sparkaup í Kefla- vík, auk útibúanna í Garbi, Sandgerði, Vogum og í Grinda- vík. ■ Suöurnes: Litlu útibúin ekki lengur rekin af kaupfélaginu: Breyttir verslunarhættir Uppfinning Einars Einarssonar, fjaöranlegir snjónaglar, í prófun hjá Vag 8f Traffik í Svíþjóö og vekur áhuga hjá Volvo-verksmiöjunum Erlendum framleiðanda líst vel á hugmyndina „Mér sýnist að göturnar í dag séu jafnskítugar og þær voru í gamla daga," segir Einar Einarsson uppfinningamað- ur. I rúma tvo áratugi hefur hann unnið aö gerð snjóhjól- barba, sem gætu orðib „vin- samlegri" götunum en nú- verandi tækni býbur upp á. Einar er enn ab og gefst ekki upp, þrátt fyrir talsvert skiln- ingsleysi „kerfisins", en áhuga hins almenna borg- ara, lögreglu og slysavarna- fólks. Frumgerb ab uppfinn- ingu Einars er nú í rannsókn hjá Vág & Traffik Institutet í Svíþjób, virtu opinberu fyrir- tæki sem annast um vegamál þar í landi. En hvað er Einar að hugsa? „Hugmyndin hjá mér er negldur hjólbarði meb fjaðran- legum nöglum, sem eru plast- fóðraðir og þar af leiðandi mun léttari en venjulegir stál- naglar. Þetta er rörnagli sem slitnar jafnt ög dekkin og held- ur fjöðrun allan tímann," sagði Einar. Naglarnir taka í raun sjálfkrafa tillit til allra að- stæðna og eru auk þess mun hljóðlátari en stálnaglar þeir sem nú eru notaöir. Hugmynd Einars er í raun allt í senn, umhverfismál, vegamál og ibnaðarmál. Og hugmynd- in er líka öryggismál, því nýju naglarnir eiga að endast betur og halda sér betur en núver- andi gerð nagla, sem oft og iðulega beyglast á barðanum, vísa út og suður og virka í raun eins og skautar, í stað þess ab veita viðspyrnu. Hér er um að ræða frumlega hugmynd og hafa margir veg- samað hana. Til dæmis sænski hjólbarbaframleiðandinn Gislaved, sem spáir því að hér kunni að vera möguleiki á mikilli framleiðslu. Ennfremur hafa Volvo- verksmiðjurnar lýst yfir áhuga og vilja fá ab fýlgjast með framvindu þróun- arinnar og jafnframt kvaðst verksmibjan reibubúin ab láta fara fram prófun á hjólbörðun- MAL DAGSINS ____________SÍMI: 99 56 13______________ Spurt er: Á hib opinbera ab greiba ferbakostnab maka rábherra og embættismanna vegna utanferba þeirra á vegum ríkisins? Álit lesenda Síðast var spurt: Á aö afnema tvísköttun lífeyrisgreiöslna? Mínútan kostar Kr. 25.- um í samvinnu við Gislaved. Einar segir að forráðamenn Vag & Traffik í Svíþjóð hafi sagt sér á dögunum ab rann- sóknir þeirra og prófanir gengju vel. Hins vegar þarf að gera aðrar og dýrari prófanir í kjölfarið. Sagði Einar að hann leitaði nú stuðnings hér á landi til að svo mætti verða. Sagðist hann vongóður um að málið fengi stuðning hér, enda eru íslendingar nú að leita tækifæra til hvers konar ný- sköpunar í iðnaði. Þessi hugmynd Einars um fjaðranlega snjónagla er í raun framhald af fyrri hugmyndum hans frá árum áður. Hann hef- ur fengið einkaleyfisvernd í Bandaríkjunum en segir að síðan hafi hann gert ýmsar breytingar. Sjálfur hefur Einar smíðað naglana og annab sem til þarf. ■ Þannig lítur frumsmíbi hjólbarba Einars út. BEINN SIMI AFGREIÐSLU TÍMANS ER 631 • 631

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.