Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 5. nóvember 1994 fífiwÝim 15 DAGBOK Laugardaqur 5 nóvember 309. dagur ársins - 56 dagar eftir. 44. vika Sólris kl. 9.23 sólarlag kl. 16.59 Dagurinn styttist um 7 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrennl Bridskeppni, tvímenningur, kl. 13 og félagsvist kl. 14 sunnudag í Risinu. Dansað í Gobheimum kl. 20. Félagsfundur á mánudag kl. 17 í Risinu. Rætt um fjárlagafrum- varpið og tvísköttunina og skipulagsbreytingar í öldrunar- þjónustu. Næstsíöasta Lýðveldisganga Útivistar: Ingólfstorg-lngólfstorg Sunnudaginn 6. nóvember stendur Útivist fyrir gönguferð um Kvosina og nágrenni henn- ar. Að venju verður komið vib á stöbum þar sem minnisverðir atburðir skeðu eða munu ske, því nú er það árið 1994 sem tek- ib verður fyrir í Lýðveldisgöngu Útivistar, næstsíðasta áfanga. Farið verður um svæði þar sem stór hluti sögu íslensku þjóðar- innar hefur orðið til og er geymdur í rituðu máli og minj- um. Gangan hefst á Ingólfstorgi kl. 10.30. Fariö verður um Austur- völl, meb tjörninni, suður í Vatnsmýri, um Háskólasvæðið og Melana. Þessum hluta göng- unnar lýkur með heimsókn í Þjóðarbókhlöðuna þar sem Finnbogi Guðmundsson, for- maður byggingarnefndar húss- ins, tekur á móti hópnum. Kl. 13 verður farið frá gatna- mótum Hofsvallagötu og Ægi- síðu (hægt er að koma inn í gönguna þar) og gengið eftir nýja strandstígnum meö Skerja- firðinum ab Lyngbergi við Nauthólsvík. í þessum hluta göngunnar verður kynnt nýj- ung, sem félagið er að vinna að og tekin verður upp á næsta ári, „Kjörgangan". Frá Lyngbergi verbur gengið um skógarstíga Öskjuhlíðar log áfram niður í Hljómskálagarb og á Ingólfstorg. Á leibinni verð- ur kynnt hugmynd um nýjan göngustíg sem tengi saman Hljómskálagarðinn og Öskju- hlíbina. Göngunni lýkur um kl. 15. Allir fá eigulegt göngukort sem viðurkenningu fyrir þátttöku. Ekkert þátttökugjald. Gjábakki, Fannborg 8 í dag, laugardag, kl. 14 hefst fjölskylduhátíðin í Gjábakka. Fjölbreytt dagskrá, þar sem fólk á öllum aldri er þátttakendur. Kaffihlaðborð. Hátíðin er öllum opin. Kvikmyndasýning í Norræna húsinu Á morgun, sunnudag, kl. 14 verða sýndir 3 sænskir þættir um lífið á Saltkrákunni í Nor- ræna húsinu. Sól, skemmtileg ævintýri og uppátæki einkenna lífið á eyj- unni Saltkráku í skerjagarði Stokkhólms. Þar eyðir Melker- son-fjölskyldan sumarfríunum sínum. Þar er alltaf líf og fjör og ii k- • * t . • . Margt litríkt dót er á basar Húsmœbrafélagsins. Basar Húsmæbrafélags Reykjavíkur Húsmæbrafélag Reykjavíkur heldur sinn árlega basar á morg- un, sunnudag, ab Hallveigar- stöðum vib Túngötu. Aö venju er mikið úrval af allskonar handavinnu, svo sem sokkum, vettlingum, prjónuðum leik- föngum, jólatrésdúkum, jóla- skrauti, jólapóstpokum, jóla- svuntum, prjónuðum dúkum, púbum o.fl. o.fl., ab ógleymdum lukkupokum fyrir börnin. Þessi jólabasar Húsmæðrafélags Reykjavíkur er kjörinn vettvang- ur til þess aö nálgast góðar og vel geröar jólagjafir á sérstaklega lágu verði. Allur ágóði af sölu basarmuna fer til líknarmála og hefst hann kl. 14. krakkarnir eyða tímanum m.a. í aö róa á prömmum og fara í all- skyns ævintýraleiðangra. Sýningin er rúm klst. að lengd og er með sænsku tali. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Kolrassa krókríbandi á Bóhem vib Vitastíg Hljómsveitin Kolrassa krókríð- andi leikur á skemmtistaðnum Bóhem við Vitastíg í kvöld, laugardagskvöld. Aðgangseyri er stillt í hóf, aðeins kr. 300. Kolrassa hélt nýverib útgáfu- tónleika þar sem sveitin fór á kostum og er mál manna að þar fari ein sterkasta tónleikasveit landsins. Leikin verða lög af nýju plötunni, Kynjasögum, auk gamalla slagara o.fl. Keflvíska rokksveitin Pile hitar upp. Allir eru velkomnir og húsiö opnar kl. 22. Hausthrabskákmót Taflfélags Reykjavíkur Hausthrabskákmót Taflfélags Reykjavíkur fer fram á morgun, sunnudag, í félagsheimilinu að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 14. Tefldar veröa 9 umferðir eftir Monradkerfi. Umhugsunartími er 5 mínútur á mann. Haust- hrabskákmótið er jafnan eitt sterkasta og fjölmennasta hrað- skákmót sem haldið er hér á landi. Öllum er heimil þátttaka. 2. bindi Sögu Akureyrar að koma út: Útgáfusýning í Lista- safninu á Akureyri í tilefni af því að 2. bindi Sögu Akureyrar er að koma út um þessar mundir býður menning- armálanefnd Akureyrar til út- gáfusýningar í Listasafninu á Akureyri, Kaupvangsstræti 4. Sýningin varir í fjóra daga, frá deginum í dag til þriðjudagsins 8. nóvember, og verður opin alla fjóra dagana frá 14 til 16. Markmið sýningarinnar er að gefa áhugamönnum um sögu Akureyrar örlitla innsýn í þab mikla verk sem Saga Akureyrar, 2. bindið er. Bókin er ríflega 350 síbur að stærð, prýdd fjölda gamalla ljósmynda er margar hafa aldrei fyrr komið fyrir augu almennings. Og eitt er óhætt ab fullyrða: sýningin er óvenjuleg og reyndar sú fyrsta sinnar teg- undar hér norðan fjalla. En sjón er sögu ríkari. Verið öll hjartanlega velkomin, segir í fréttatilkynningu frá Menningarmálanefnd Akureyrar. Tónleikar í Hafnarborg Ingunn Ósk Sturludóttir, mezz- ósópran, og Guðrún Anna Tóm- asdóttir, píanóleikari, halda tónleika í Hafnarborg annað kvöld, sunnudag, kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru 2 an- tíkaríur eftir Cristoph Willibald Gluck, þjóðlagaútsetningar eftir Johannes Brahms, lagaflokkur- inn Haugtussa eftir Edvard Gri- eg, Sígaunaljóð Antonins Dvo- rak og Gamansöngvar eftir Atla Heimi Sveinsson. Basar Kvenfélagsins Hrings Kvenfélagiö Hringurinn heldur sinn ár’lega handavinnu- og kökubasar á morgun, sunnudag, kl. 14 í Fóstbræðraheimilinu vib Langholtsveg. Margir fallegir handunnir munir til jólagjafa og góðar kökur verða þar til sölu. Basarmunir verða til sýnis í dag í glugga verslunarinnar Dömunnar, Laugavegi 32. Ennfremur verða til sölu nýju jólakortin, sem í ár eru með mynd eftir Karólínu Lárusdótt- ur, sem hún gerði sérstaklega fyrir félagið. Allur ágóði rennur til Barnaspítalasjóðs Hringsins. Hringskonur hafa af miklum dugnaði unniö að mannúðar- málum í marga áratugi. Sérstaka rækt hafa þær lagt vib Barna- spítala Hringsins og allan búnab hans. Nú er fyrirhuguð bygging sér- hannaðs barnaspítala. Hrings- konur hafa lofað 100 milljónum króna til byggingaframkvæmd- anna. Leggjumst öll á eitt og sýn- um áhuga á þessari þörfu fram- kvæmd í verki. Sækjum basar- inn, styrkjum Hringskonur, stublum að byggingu barnaspít- alans, segir í fréttatilkynningu. Ásgrímssafn: Nýtt listaverkakort Út er komið listaverkakort eftir vatnslitamynd Ásgríms Jóns- sonar, „Arnarfell", frá árinu 1927, á vegum Listasafns ís- lands og Safns Ásgríms Jónsson- ar. Enn fremur hefur kort eftir olíumálverki Ásgríms, „Skamm- degissól yfir Hafnarfirði", frá 1929-30 verið endurprentað, en það hefur ekki fengist undanfar- in ár. Kortin eru til söíu í Lista- safni íslands, sem opið er alla daga nema mánudaga, kl. 12- 18, og Safni Ásgríms Jónssonar ab Bergstaðastræti 74, en það er opib á laugardögum og sunnu- dögum kl. 13,30-16. Hægt er að panta kortin hjá Listasafni ís- lands, í síma 621000, kl. 8-16. Fréttir í vikulok Nýtt ísienskt átak Nýtt „íslenskt, já takk" átak hófst á Selfossi urn síðustu helgi og mun átakið standa til áramóta. Átakiö skilabi 13% aukinni sölu á íslenskum vörum í fyrra. Hrefna veidd aftur í vor Sjávarútvegsráðherra áformar að íslendingar hefji hrefnuveið- ar að nýju næsta vor, en þingsályktunartillaga þess efnis er til skoðunar í ríkisstjórn. Hrefnuveiðisjómenn fagna ákvörbun ráðherra, en hún mun umdeild. 30% lækkun á mati eigna í garb- yrkjunni Erfiðleikar garðyrkjubænda voru mjög í umræðunni í liöinni viku og kom m.a. fram að eignamat þeirra hefur lækkað um 30% frá liðnu ári. Sú gagnrýni hefur komið fram að vegið hafi veriö aö greininni við undirritun EES-samningsins vegna inn- flutnings á blómum og grænmeti. Dræm þátttaka í prófkjöri sjálfstæöismanna í Reykjavík Forusta Sjálfstæðisflokksins er mjög óhress meb prófkjöriö í Reykjavík um síðustu helgi. Kjörsókn var svo dræm aö nibur- stöburnar ná ekki að vera bindandi fyrir kjörnefnd, en það hef- ur ekki komið fyrir áður. Aðeins 48% greiddu atkvæði. Einna mesta athygli vakti að Markús Örn Antonsson náði aðeins 10. sæti og er engan veginn öruggur um þingsæti. Tækninýjungar geta valdiö stór- auknu atvinnuleysi í rækjuiönaöi Flestar rækjuverksmiðjur landsins munu á næstu mánuöum taka í notkun nýtt vélvætt flokkunarkerfi, sem gæti valdib því ab 120 manns misstu vinnuna, að mati Péturs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Þegar er búið að segja upp 45 manns af þessum sökum. Erró í Hafnarhúsiö Borgarráö samþykkti á fundi sínum í vikunni ab Hafnarhúsið muni hýsa hina stóru listaverkagjöf Errós, sem hann gaf Reykjavíkurborg fyrir nokkrum árum. Eins og kunnugt er stóð til að safniö yrði til húsa á Korpúlfsstöðum, en ástand bygg- inga þar bauð ekki upp á það. Rekstur ríkissjóös: 43 milljóna kr. tap á dag Rekstrarhalli ríkissjóðs var 11,5 milljarðar króna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þetta samsvarar því að sjóðurinn sé rekinn með 42 milljóna kr. tapi á hverjum degi. Björn Önundarson dæmdur Björn Önundarson, fyrrverandi tryggingayfirlæknir, var dæmdur fyrir undirrétti í 3ja mánaða skilorösbundið varðhald í 2 ár fyrir skattsvik og auk þess gert að greiða 3 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs og allan sakarkostnað. Tekið var lit til þess í dómnum að Björn lagði sitt af mörkum til að upplýsa brot sín. Mál Hágangs II í Noregi: Saksóknari krefst 60 daga varöhalds Norski saksóknarinn hefur farið fram á það í héraðsdómi í Tromsö að Anton Ingvason, stýrimaöur á Hágangi II, verbi dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að hafa skotib úr haglabyssu að norskum sjóliðum í gúmmíbáti sl. sumar. Verjandi krefst sýknu. Hágangur II er farinn frá Tromsö á veibar í Smuguna ab nýju. Meölög í vanskilum nema 5 millj- öröum kr. Barnameðlög í vanskilum nema um fimm milljörðum króna. Vanskilaskuldir hlaðast upp hjá Innheimtustofnun sveitarfé- laga, sem á ab innheimta meðlög hjá greibendum. Vanskil hafa stóraukist síðan greiðslur voru hækkaðar um 36% í árs- byrjun 1993. lönnemasambandiö hafnar nýrri þjóöarsátt 52. þing Ibnnemasambands íslands hafnar alfarið nýrri þjóðar- sáttarleið og gerir skilyrðislausa kröfu um aukinn kaupmátt. Jafnframt krefst þingið þess að í næstu samningum veröi sam- ib um laun iðnnema, sem nemi ákveðnum hundraöshluta af launum ibnsveina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.