Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 8
8 i^' l 111111 mmmu Laugardagur 5. nóvember 1994 Upp komast s vik um síbir — Þaö tók lögregluna í Fort Lauderdale 11 áraö fá réttlœt- inu fullnœgt í dramatísku morömáli Snemma mánudagsmorguns, 8. nóvember 1983, var hringt í lög- regluna í Fort Lauderdale, Flór- ída, og tilkynnt um mögulegt dauðsfall í rólegu íbúöarhverfi í norðausturhluta borgarinnar. Það var fátítt að glæpir væru framdir í þessu hverfi. Ungt par beið lögreglunnar er hún kom á vettvang. Þau sögð- ust vera vinafólk konu, ná- granna þeirra, sem ekki hafði lát- iö frá sér heyra í nokkra daga, án frekari skýringa. Þau höfbu margsinnis bankab og hringt dyrabjöllu og labbað í kringum húsib, en ekkert lífsmark fannst meö íbúunum. Inni í stofunni var allt á tjá og tundri og því ótt- aðist fólkib að eitthvaö hefði komið fyrir. Áöur en þau hringdu á lögregluna áræddu þau að brjótast inn bakdyrameg- iþ, en sneru strax frá vegna Íyks, sem mætti þeim, líkt og af tnandi holdi. murleg aðkoma Lögreglumennirnir, sem fóru inn í húsib, fundu strax að fnyk- inn lagði frá eldhúsinu. Var- færnislega athuguðu þeir kring- umstæbur, sem jafnvel voru öm- urlegri en hægt var að búast við. Ung kona lá örend á eldhús- gólfinu meb símasnúru vafða um hálsinn. Auk þess hafði hún verið stungin með hnífi. Ljóst var á nályktinni að nokkrir dagar höfðu liðið frá morðinu. En þetta var ekki allt. í einu svefnherberginu fannst lík barns, eins árs gamallar stúlku í rimlarúmi. Þegar var haft sam- band við morðdeildina. Ray Riggs yfirfulltrúi var skip- abur yfirmabur rannsóknarinn- ar. Allt benti til að brotist hefði verib inn í húsið, hlutir voru brotnir og bramlaðir og einnig kom til greina að konunni, Sus- an Hamwi, hefði verið nauðgað. Nærbuxurnar voru dregnar nib- ur um hana, er hún fannst. Eng- ir áverkar voru aftur á móti á lík- inu af dóttur hennar, Shane, en tvær flöskur fullar af djús í seil- ingarfjarlægð frá rúminu vöktu athygli lögreglunnar. Langt um libib Vinir Susan sögbu að þeir hefðu ekki vitað til að hún hefði átt neinn óvin. Hún hafði átt í erfið- um skilnaði viö manninn sinn, Paul, vel þekktan vibskiptajöfur í Aspen, Colorado, nokkrum mánuðum ábur, og verib ab koma sér fyrir á nýjum slóöum í Fort Lauderdale. Lögreglan færbi Paul tíðindin um kvöldiö og virtist hann mjög sleginn yfir atburðunum. Hann gat engar upplýsingar gefib um glæpinn. „Hún átti enga óvini," sagði Paul, líkt og vinir hinnar látnu höfðu skýrt frá. Krufning leiddi í ljós að Susan lést af völdum kyrkingar, en einnig fundust tvö stungusár eft- ir hníf á brjósti hennar. Henni hafbi ekki verib naubgab. Dóttir hennar hafbi hlotið hræðilegan daubdaga. Hún hafbi látist úr vökvatapi. 10 dagar höfbu liðið frá dauba Susan, en stúlkubarnið hafði látist tveimur sólarhring- um fyrr. Það var fátt um vísbendingar á morðstað, engin fingraför, en þó fannst karlmannshár hjá líki Susan, sem mögulega kæmi ab gagni við rannsóknina síbar meir. Ljóst var ab morðinginn hafði fyrst myrt móðurina og sett síöan stúlkuna í hátt rimla- rúm, sem hún var ófær um að komast upp úr, eða skilið hana eftir þar. Það voru reiðir lög- reglumenn sem yfirgáfu vett- vang tveimur dögum eftir morð- ið, þegar rannsókn á kringum- stæðum var formlega lokið. Nágranninn Ray Riggs sá í gamalli lögreglu- skýrslu að einn af nágrönnum Susan, Ben Clark, 41 árs, hafbi áreitt hana nokkrum vikum fyrir morbið. Hann var einfeldning- ur, sem hélt til hjá móbur sinni án þess aö stunda nokkra at- vinnu. Clark féllst á ab tala viö Ray. Snemma í viötalinu játaði Clark sekt sína og sagðist hafa framið glæpinn. Hann sagði þó ekkert nánar um hvernig morðib hefði verib framib og Ray var vantrú- aður á gildi játningarinnar. Samt sem áður var hann ákærður, en þegar réttarhöldin hófust snerist Clark hugur og hann dró játn- inguna til baka. Samt sem áður var hann sakfelldur og dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar, þar sem sálfræðimat sýndi fram á sakhæfni hans. Ár libu, en þá var maöur hand- tekinn í annarri borg Flórída fyr- ir morö. í herbergi hans fundust fjölmargar blaðaúrklippur um Hamwi-málib og játaði sakborn- ingurinn, Billy Washington, að hafa myrt mæðgumar tveimur árum áður. Samt sem áður var framburður hans ekki tekinn trúanlegur af einhverjum ástæð- um og Ray Riggs ekki látinn vita. Það var ekki fyrr en 1989, sem fé- lagi hans hafði verið að blaða í skjölum málsins og rakst af til- viljun á þetta atriði. Hann hringdi í Riggs, sem hafbi í hjarta sínu ætíð verib vantrúað- SAKAMAL Krufning leiddi í Ijós aö Susan lést af völdum kyrkingar, en einnig fundust tvö stungusár eftir hníf á brjósti henn- ar. Dóttir hennar haföi hlotiö hrœöilegan dauö- daga. Hún haföi um síö- ir látist úr vökvatapi, enda algjörlega bjargar- laus. 10 dagar höföu liö- iö frá dauöa Susan, en dóttir hennar dó fimm sólarhringum síöar. ur á ab Ben Clark væri morbing- inn og hann ákvað strax að kanna málið án þess að formleg heimild fengist fyrir því. Breyttar forsendur Árið 1992 var sektarkenndin ab yfirbuga Washington. Hann bað um viötal vib Riggs og skýrði honum frá því að hann hefði verið rábinn af eiginmanni Sus- an til morösins. Riggs hélt til As- pen í leit að fyrrverandi eigin- manni fórnarlambsins, Paul Hamwi. Paul liföi furbulegu lífi. Hann Billy Washington. Paul Hamwi. Susan Hamwi og dóttir hennar Shane. um veröa umbunað fyrir að frelsa Clark úr fangelsi. Wash- ington lét smátt og smátt undan þrýstingi hins reynda lögreglu- manns og sagðist ab lokum vera reiðubúinn til að bera vitni gegn Paul. „Ég myrti þau, en ég var bara handbendi eiginmanns- ins," sagbi hann. „Þetta meö stúlkuna var hræðilegt slys. Ég hélt hún myndi geta bjargað sér sjálf." Frásögn leigumorö- ingjans „Snemma ársins 1983 kom Paul Hamwi að máli við mig og bað mig að sjá um konuna sína. Hann bauð mér 14 þúsund doll- ara fyrir viðvikið og ástæðan var aðeins af persónulegum toga. Hann langabi bara til aö láta drepa hana," sagði Washington. Hann braust inn um glugga að kvöldlagi og kom aö Susan í eld- húsinu. Eftir morðið fyllti hann tvo pela af djús og setti við hlið- ina á barninu, því það hafði hvorki verið tilgangur hans né Pauls ab myröa stúlkubarnið. Þeir sáu ekki fyrir að 8 dagar myndu líða frá morbinu og þar til líkið fyndist. Washington viðurkenndi að hann hefbi verið sá sem varð Susan að bana, en sekt Pauls var engu minni í augum Riggs. bjó í hverfi þar sem sérvitrir aub- menn héldu til og var hátt lifað. Hann var ekki heima þegar Riggs hringdi dyrabjöllunni, en einn af nágrönnum Pauls staðfesti að hann byggi þar. „Eruö þið ab leita ab Paul, manninum sem lét myrða konuna sína í Flórída?" sagði granninn og glotti undir- furðulega. Riggs hitti Paul um kvöldið, en hann sagði ab málinu væri lokið og hann hefði ekkert nýtt ab segja. Riggs ákvab ab tala betur viö Billy Washington, en án vitnisburðar hans fyrir rétti væri vonlaust að sakfella Paul. Washington var harðsvíraður glæpamaöur, en hann hafði einn „veikan" blett. Hann var mjög trúaður. Riggs notfæröi sér það út í ystu æsar og útskýrði fyrir honum ab saklaus maður hefbi setib bak við lás og slá ár- um saman. Líf hans hefði verib lagt í rúst og Washington einn gæti frelsab hann úr prísund- inni. Riggs útskýröi jafnframt fyrir Washington ab ef æbri máttarvöld fyndust, myndi hon- Réttlætinu loks fullnægt 13. janúar var Paul Hamwi handtekinn af lögreglunni og ákærður um morð af fyrstu gráðu. Samhliða var Ben Clark sleppt úr fangelsi eftir margra ára óréttláta dvöl. Réttarhöldin voru einhlít, enda kom fleira til en framburður Washingtons: ýmis gögn fundust, sem sönnuðu sekt mannanna tveggja. Þeir hafa bábir verib dæmdir til ævilangr- ar fangelsisvistar. Ben Clark var náðabur eftir tæplega 11 ára dvöl innan veggja fangelsisins. Hann er, ásamt móður sinni, búinn ab höfða mál á hendur ríkinu og fer ffam á háar skaðabætur fyrir það misrétti sem hann var beittur. Það er ekki síbur óréttlátt að Paul Hamwi hafi notið frelsis í tíu ár eftir morðin óhugnanlegu, sem hann stób fyrir, að því er virðist einungis í hefndarskyni við eig- inkonuna sem vildi fá skilnað frá honum. Réttlætinu er nú loks fullnægt, ellefu árum eftir morb- ib, og betra er seint en aldrei. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.