Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 5. nóvember 1994_________________________- ÍSLENSKT, ]Á TAKK -_____________________________________________________________9 Átak í kynningu og sölu á íslenskum náttúru- og heilsuvörum: Fjöldi íslenskra framleið- enda sameinast í átakinu Þessa dagana er veriö aö hrinda í framkvæmd kynningu og sölu á íslensk- íslenskir dagar í Kringlunni: Islenskar vörur í hávegum haföar í tilefni af íslenskum dögum í Kringlunni, sem haldnir eru í tengslum viö kynningarnar „ís- lenskt — já, takk" og „Tryggj- um atvinnu — verslum heima", veröur margt um a& vera í Kringlunni um helgina. Handverksfólk sýnir íslenskt handverk á göngugötum Kringl- unnar og er þar um að ræöa kera- mik, glerskurð og handunninn pappír. Folda sýnir íslenskar væröarvoöir á annarri hæð og kynntar verða ýmsar íslenskar vörur, s.s. nýtt íslenskt krem sem unnið er úr hákörlum, angóru- ullarfatnaður, konfekt, bækur, matvörur og margt fleira, auk þess sem margar íslenskar vörur verða á tilboðsverði. Síðast en ekki síst verða nokkur stærri listaverk Errós til sýnis á göngugötunum, en þau eru frá tímabilinu 1955 til 1957 og hafa aldrei verið sýnd áður hér á landi. Listamaðurinn sjálfur mun árita bók sína á sunnudaginn frá kl. 13.30 til kl. 16.00. ■ um náttúru- og heilsuvör- um. Það er náttúru- og heilsuvöruverslunin Hrím- gull í Reykjavík sem stend- ur fyrir átakinu, í sam- vinnu við nokkra íslenska framleiðendur. Guðjón Kristjánsson hjá Hrímgulli er bjartsýnn á árangur af átakinu. Hann segir tals- verða vitundarvakningu vera fyrir þeim möguleik- um, sem í boði eru í ís- lenskum náttúru- og heilsuvörum, og segist binda miklar vonir við átakið. Guðjón segir markmiðið með átakinu vera að vekja athygli á íslenskum náttúru- og heilsuvörum. Hann segir gríðarlega mikið af slíkum vörum flutt inn, og benda verði almenningi á að þær séu einnig framleiddar hér á landi. Fyrirtækin, sem taka þátt í átakinu, eru dreifð út um allt land, en þau eiga það sameiginlegt að framleiðslu- vörur þeirra eru framleiddar úr náttúrulegum efnum. „Þaö er alveg greinilegt, ef við lítum á framtíðina, að smáiðnaöur í landinu hlýtur að byggjast einmitt að veru- legu leyti á framleiöslu af þessu tagi. Það er alveg ljóst að auðlind eins og t.d. jurt- irnar okkar, sem eru nú lítið notaðar, kemur til með að verða mikilvæg í framtíð- inni," segir Guðjón. Þótt framleiðsla úr jurtum hafi ekki veriö mikil undanfarin ár, hefur hún farið vaxandi. Cuöjón Kristjánsson. Tímamynd GS f Jgjj rte Á Patreksfirði er starfrækt fyrirtækið Rannveig og Co., sem framleiðir jurtaolíu og jurtakrem, sem hefur gefið mjög góða raun. Þá er í deigl- unni stofnun snyrtivörufyr- irtækis, sem mun eingöngu vinna snyrtivörur úr jurta- efnum. Guðjón segist verða var við mikla hugarfarsbreytingu hjá almenningi, gagnvart ís- lenskum náttúru- og heilsu- vörum. Þau fyrirtæki, sem taka þátt í átakinu, eru ekki aðeins að hugsa um innan- landsmarkað í framtíöinni, heldur segir Guðjón nokkur þeirra vera farin að huga að útflutningi. Hann nefnir sem dæmi að umrætt fyrir- tæki á Patreksfirði sé þegar fariö að leita markaða fyrir vörur sínar í Bandaríkjun- um. ísland er þekkt þar fyrir hreinleika náttúrunnar og því sjái menn möguleika á markaössetningu þar. Jeppasmiöjan hf. á Ljónsstööum skammt frá Selfossi sérhœfir sig í breytingum og viöhaldi á jeppabifreiöum: Þjónustar landið allt Á Ljónsstööum í Gaulverjabæj- arhreppi, um fjóra kílómetra frá Selfossi, er starfrækt fyrirtæki, sem hlotið hefur nafnið Jeppa- smiðjan hf. Fyrirtækið sérhæfir sig, eins og nafnið gefur reyndar til kynna, í breytingum og við- haldi á jeppabifreiðum og er í eigu Ólafs Leóssonar, en hjá því starfa tveir menn. Ólafur Leósson stofnaöi Jeppa- smiöjuna hf. árið 1990, en segir að vegna jeppadellu sinnar hafi hann lengi unnib að breytingum og lagfæringum á jeppabifreiöum. „Eg haföi áöur unniö viö viögerö- ir á þungavinnuvélum, auk þess sem ég fór út í þaö aö bauka í jeppum fyrir sjálfan mig. Viö þaö leiddist ég út í aö vinna í jeppum annarra, eitt leiddi af ööru og ég stofnaöi fyrirtækiö árið 1990, auk þess sem ég haföi aöstööuna. Þetta hefur gengiö ágætlega og þaö hefur veriö vitlaust aö gera," segir Ólafur. Hann segir mikla eftirspurn vera eftir þessari vinnu, auk þess sem þróunin hafi veriö sú að sala á varahlutum og þjónusta ýmiss konar hafi veriö vaxandi þáttur í starfseminni. Ólafur segir aöstöö- Þeir brœöur Ólafur Leósson (t.v.) og Tyrfingur Leósson hafa nóg aö gera viö lagfœringar og breytingar á jeppum, en starfsemina reka þeir aö Ljónsstööum, skammt fyrír utan Selfoss. Tímamynd Sigurbur Bogi i una á Ljónsstööum góöa, en j kjölfar aukinna umsvifa hafi farió aÓ þrengja ab starfseminni. Á síö- ustu árum hafi starfsemin breyst frá því aö vera eingöngu breyting- ar á jeppum í aö vera minniháttar breytingar og viöhald, sem út- heimti aukiö húsnæöi. Markaður fyrir meiriháttar breytingar hafi minnkað, enda minni peningar í umferö í þjóðfélaginu, en á með- an á góöærinu stóö hafi miklum fjölda bíla veriö breytt. Markaössvæbi fyrirtækisins er langt frá því aö vera bundið viö Selfoss og nágrenni og segir Ólaf- ur vera leitaö til sín alls staöar af landinu. Sem dæmi má nefna aö nýlega var lokiö viö breytingar á fjöörunarbúnaöi á sjúkrabíl, sem keyptur var til Ólafsfjaröar. Sett var loftpúbafjöðrun undir bílinn í staö þeirrar gömlu, og mun líka vel. Ólafur segist sjá framtíö í þessum: iönaöi, svo framarlega sem hún veröi ekki eyðilögb af stjórnvöld- um meö auknum álögum. Eitt- hvaö sé farib aö bera á því nú þeg- ar meö tilkomu EES- samningsins, en framtíöin leibi þab þó frekar í ljós og ekkert sé öruggt. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.