Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 10
Laugardagur 5. nóvember 1994 10 MíWÍUm - ÍSLENSKT, )Á TAKK - Hverabakarí í Hveragerbi sérhœfir sig í hverabökuöum rúgbrauöum: Rúgbrauð rotvarnar- bindiefna Hverabakarí í Hveragerbi hef- ur nú verib starfrækt í 50 ár, en síbastlibin 15 ár hefur þab verib í eigu Sigurjóns Hauks- sonar bakara. Sigurjón byggir afkomu síns fyrirtækis mebal annars á hverabökuðum rúgbrauðum, sem hafa að sögn Sigurjóns ver- ið talsvert stór liður í sölunni. Að auki selur fyrirtækið önnur hefðbundin bakaríisbrauð. Hann segir það langt frá því að vera einsdæmi að brauð séu bökuð með þessum hætti hér á landi, en líklega enginn í svo miklum mæli eins og Hvera- bakarí. „Ég hugsa aö fyrri eig- andi hafi verið sá fyrsti sem fór að fjöldaframleiða og hafa at- vinnu af bakstri á þessum brauðum," segir Sigurjón. Hverabökuðu brauðin hafa um langt skeið fengið góðar vibtökur þeirra sem þau hafa prófað. Lykilinn segir Sigurjón vera að rúgbraubið sé seytt í gufu í staö ofna, sem skapi tals- verban bragðmun. Sigurjón segir mörg vandamál í vegi fyrir því að auka sölu hverabakaðra rúgbrauða. Aðal- vandamálið sé hve lítið geymsluþol þessi tegund brauða hafa. Hann segir þó þessi mál hafa verið í skobun allt frá því hann tók við fyrir- tækinu, að reyna að auka geymsluþol brauða án þess að setja í þau rotvarnarefni eða annað slíkt. „Vafalaust tekst þetta að lokum og það getur verið að það sé að styttast í það, því hjá Matvælatækni hf. í Reykjavík er nú verið ab vinna úr prufum, sem virðast ætla að gefa nokkuö góba raun." Sigurjón segir að ef þetta tekst, án sé virkilega hægt að láta reyna á hvort hægt sé að auka söluna og hvort brauðin líki eins vel og fólk vilji vera láta. Nokkur áhugi hefur verið fyrir útflutningi á hverabökuðum braubum, en því er helst til fyr- irstöbu . að verð á íslensku brauðunum virðast vera of há. „Það er ekki nema ab hægt sé að markaðssetja þessa vöru, þar sem lögb sé áhersla á brauð án rotvarnarefna og annarra auka- efna, en undanfarið hefur mik- il umræða farið fram um slíkt. Það er mikill áhugi útlendinga fyrir þessum brauðum, en ég hygg að það sé aðallega aðferð- in sem vekur áhuga þeirra. Að það skuli vera farið með brauð- in út á hverasvæði og þau bök- uð þar," segir Sigurjón að lok- um. Sigurjón Hauksson, bakari í Hverabakaríi, stendur hér vib hverinn þar sem hann bakar rúgbraubin, sem þykja lostœti og njóta œ meiri vin- sælda. Tímamynd Sigurbur Bogi Atvinnuátaksverkefni hafib á Selfossi. Róbert Jónsson verkefnisstjóri: Aðstobar fyrirtæki við nýja möguleika í rekstri Selfosskaupstabur hefur ný- lega rábib Róbert Jónsson sem verkefnisstjóra atvinnuátaks- verkefnis bæjarins, meb þab ab markmibi ab efla atvinnu- líf í bænum. Róbert er rábinn til tólf mán- aða fyrst í stað, og er það verk- svið hans ab aðstoða fyrirtæki og stofnanir á Selfossi við að greina nýja möguleika, sem nýt- ast munu til aukinnar atvinnu og viðhalda þeirri sem fyrir er, auk þess að bæta núverandi rekstur. Róbert segir engan vafa á því aö möguleikar atvinnulífs á Sel- fossi séu meiri en það er nú. At- vinnulíf í bænum sé þekkt fyrir stöðugleika og hann sé nauð- synlegur fyrir fyrirtækin. Þetta hafa margir atvinnurekendur nýtt sér og valið atvinnustarf- semi sinni stað á Selfossi. At- vinnulífið þjáist ekki af þeim sveiflum, sem einkenni at- vinnulíf í sveitarfélögum við sjávarsíðuna, og Selfoss njóti þess. Staðsetning bæjarfélagsins sé auk þess mjög góð og stutt í stóra markaði, en stöðugleikinn meiri en t.d. á höfuðborgar- svæbinu. Sem dæmi nefnir Róbert að kjötvinnslur í bænum séu nú fimm talsins, sem hafi unniö mikiö starf í vöruþróun og ný- sköpun. Fjöldi bygginga- og verktakafyrirtækja er í bænum. Þau eru þekkt og rótgróin og hafa lifaö af erfiða tíma í þess- um geira atvinnulífsins. Auk Róbert jónsson, verkefnisstjóri at- vinnuátaksverkefnis Selfosskaupstabar. þess má nefna plastiönað, fata- iðnað og húsgagnaiðnað. Róbert segir að á þessu megi sjá að atvinnulífið standi nokkuö styrkum fótum, en betur megi ef duga skuli og það sé stefna bæjarins að styrkja það enn frekar. Stöðugleikann, sem um ræðir hér að framan, segir Ró- bert að margir atvinnurekendur hafi nýtt sér og því hafi fyrir- tækjum og þjónustuaðilum fjölgað stöbugt á síöustu 10 ár- um. Nú búa um fimm þúsund manns á Selfossi og er bærinn miðstöð þjónustu og verslunar á svæðinu. Bærinn hefur vaxið hratt á undanförum árum og hefur íbúafjölgun þar verib langt umfram landsmeðaltal. ■ Högum akstri eftir aðstæðum. Gatnamáiastjórinn í Reykjavík flff

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.