Réttur


Réttur - 01.06.1942, Side 25

Réttur - 01.06.1942, Side 25
sveitakjördæmum leit þorri kjósenda enn svo á aS baráttan stæöi milli íhalds og Framsóknar. Um ann- að væri ekki að velja. Skæruhernaðuriim. Verkföllin í janúar brutu þaö skarð í gerðardóms- lögin, sem átti eftir að ríða þeim aö fullu. í lok þess- arar verkfallsbaráttu skrifaði Þjóðviljinn, málgagn Sósíalistaflokksins, eftirfarandi í forystugrein 12. febrúar þ. á.:' „Baráttan fyrir afnámi gerðardómslaganna og op- inberum viðurkenndum kjarabótum verkalýðsins verður nú tvíþætt, í stað þess, aö síöasta hálfan ann- an mánuðinn hefur hún verið ein, háð af iðnfélög- unum. Baráttan fyrir afnámi gerðardómslagaima færist inn á hið pólitíska sviö og hvert einasta verkalýðs- félag landsins verður aö taka þátt í henni....... .... Hina pólitísku baráttu verður að herða um all- án helming nú, er þing kemur saman. Hinn þáttur baráttunnar, — fyrir bættum kjör- um á öllum sviðum, — veröur nú haður hvar sem verkalýðurinn vinnur og starfar. Það verður barátta útlaganna, sem bannað hefur verið áð beita sam- tökum sínum í því skyni. Einræöisstjórn milijóna- mæringanna., sem heldur að hún geti brotið allt imdir sig með ofstopa sínum, á nú eftir að sjá nýja hlið á baráttu verkalýðsins: óþreytandi skæruhern- að, þar sem hugvit, þrautseigja og fórnfýsi verka- lýðsins mun knýja fram kjarabætur og grafa grunn- inn undan yfirdrottnun einræöisþjösnanna.........“ „........Verkalýðurinn flytur sig nú í ný virki og bregður tveim öðrum bröndum. Thorsklíkan skal sjá þaö, að hann á eftir aö sigra með þeim“. Verkalýðurinn fylgdi þessari stefnu, beitti þessari bardagaaðferð og sigraði. 89

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.