Réttur


Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 2

Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 2
130 R É T T U ft 5. Valdataka og ríkisvald alþýðustéttanna. 6. Skilyrðin fyrir framkvæmd sósíalismans. Leiðin til alþýðuvalda og verkefni Sósíalistaflokksins. 7. Flokkurinn. Þetta rit er í öllu hið merkasta og allt unnið í anda þeirra ákvæða stefnuskrár flokksins að það er „hlutverk íslenzkrar alþýðu og flokks hennar að skapa sósíalistískt þjóðfélag á þeim sögulega og þjóð- félagslega grundvelli, sem fyrir hendi er hér á landi.“ Þær rannsóknir á auðvaldsskipulaginu á íslandi sem nefndin hefur framkvæmt í þessu sambandi, eru mjög eftirtektarverðar. Niðurstöður þeirra sýna hve frábrugðið ísland er flestum öðrum auðvaldsþj óðfélögum og hve miklu auðveldara ætti að vera að fram- kvæma þjóðnýtingu og samvinnu í atvinnulífinu, koma á sósíal- isma, en í ýmsum nágrannalöndum: Hlutur einkaauðmagns í heildarframleiðslufjármunum þjóðar- innar mun vera undir 36%, — hlutur ríkis, bæja og samvinnufélaga a.m.k. 31%, en hlutur bænda um 33%. (Miðað við 1957, eftir skýrslum Framkvæmdabanka íslands). -— í Noregi er hins vegar talið 1958 að 80% af framleiðslufjármagninu sé í höndum einka- auðmagns, en 20% í höndum ríkis, sveitarfélaga og samvinnufélaga. Þar munu % hlutar af fjármagni einkaauðmagnsins vera í liönd- um 5% íbúa Noregs. Þá áttu eða stjórnuðu auðfélög 50 fjölskyldna 800 stórfyrirtækj um í iðnaði, sem framleiddu % af iðnaðarfram- leiðslu Noregs. A Islandi eiga ríki, bæir og samvinnufélög 26% fiskiskipaflotans og 31% fiskiðnaðarins a. m. k. í togaraflotanum er hlutdeild hins opinbera meiri eða 56%. Allir aðalbankarnir á íslandi eru ríkiseign og þeir ráða yfir- gnæfandi meirihluta af peningamagni þjóðarinnar. — En í Noregi réðu 1958 þrír stærstu hlutafélagabankarnir 50% af peningamagn- inu í landinu. Jafnframt öllu þessu er ýtarlega rakið hvar einkaauðvaldið er sterkast, fyrst og fremst í verzluninni og því næst í iðnaðinum, — og sýnt fram á hvernig einkaauðmagnið hins vegar fer að því að tryggja sér yfirráð yfir framleiðslufjármununum með því að ná úrslitaáhrifum á ríkisvaldið. Er mikil nauðsyn fyrir alþýðu manna að kynna sér þetta sem allra bezt. Þá er nokkuð rakin þjóðarframleiðslan og tekjuskiptingin 1962. Verg (biutto) þjóðarframleiðsla var í árslok 1962 11588 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.