Réttur


Réttur - 01.09.1963, Side 78

Réttur - 01.09.1963, Side 78
206 R É T T U R myrtur. Fjöldafundir hafa verið haldnir á fæðingarstað Gizenga í Kuilu. 25. september s.l. var haldinn mikill mótmælafundur í Leopoldville að frumkvæði vinstrisinnaðra samtaka. Lögreglan og hermenn Mobutu hefndu sín með árásum á samtök vinstrimanna. Eftir að búið var að banna Þjóðfylkingu Kongó og Einingarflokk Afríku og handtaka aðalleiðtoga þeirra, leysti Kasawuba forseti þingið upp, en það hafði aftur borið fram kröfu um það að Gizenga yrði tafarlaust sleppt úr haldi. Heimsvaldasinnar og erindrekar þeirra hafa þannig þverskallazt við að fallast á kröfur þings og þjóðar, og það hefur vakið eðli- legar áhyggjur manna um líf Antoine Gizenga. Allir þeir sem bera umhyggju fyrir framtíð Kongó krefjast þess að endir verði bundinn á lögleysur og ofbeldi og að þjóðheljunni Antoine Gizenga verði tafarlaust sleppt úr haldi.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.