Réttur


Réttur - 01.08.1964, Blaðsíða 22

Réttur - 01.08.1964, Blaðsíða 22
150 R É T T U R ins og fjórum dögum síÖar fagnaði hálf milljón verkamanna honum á hátíð „Unita“ í Róm. 1948 var Kommúnistaflokkurinn í samfylkingu við Sósíalista- ílokkinn undir forustu Nennis. Fengu flokkarnir saman yfir 8 milljónir atkvæða. 1953, þegar Nenni hafði slitið samfylkingunni, fékk Kommúnista- flokkurinn 6.122.000 atkvæði, 1958 6.705.000 atkvæði og 1963 7.768.000 atkvæði. Þannig vann flokkurinn í sífellu á og er nú sterkasti Kommúnista- flokkur Evrópu utan sósíalistisku landanna. í fjölda borga og bæja hafa kommúnistar meirihluta, víða þar að auki með sósíalistískum flokkum. Blað flokksins, Unita, er eitt útbreiddasta blað Italíu. Togliatti var einhver bezti ræðuskörungur Ítalíu, jafnt á þingi sem á fj öldafundum. Hann talaði einna fegursta ítölsku allra ræðu- manna þeirrar mælsku þjóðar. Þegar hann andaðist 21. ágúst við Yalta á Krím bárust flokk hans samúðarkveðjurnar hvaðanæva, — eigi aðeins frá Kommúnista- flokkunum og verkalýðshreyfingu allra landa, heldur og frá and- stæðingunum. Nenni sagði: Dauði hans er grimmilegt högg fyrir kommúnistana, verkamennina og landið.“ Forsætisráðherrann Aldo Moro tjáði Kommúnistaflokknum djúpa samhryggð sína og stjórnar sinnar. Luigi Preti, einn af ráðherrum hægri sósíaldemokrata, lýsti aðdáun sinni á hinni „dæmafáu, pólitísku snilli“ Togliattis og „yfir- burða gáfum“ hans. „Það er skylda vor að sýna lotningu minningu slíkra manna, þótt andstæðingar séu, sem mun æ verða minnst fyrir þátt sinn í sögu lands vors,“ sagði hann. Jarðarför Togliattis varð slík fjöldasamkoma að önnur eins hefur ei sést í Róm. Auka járnbrautarlestir og strætisvagnar voru látnir ganga til Róm allsstaðar að til að flytja fólkið, er kom hvaðanæva af landinu til að kveðja foringja sinn hinztu kveðju. Róm var þakin rauðum fánum. Verkamenn með rauð armbönd stjórnuðu umferð- inni. Yfir milljón manna fyllti torgið San Giovanni, þar sem hann svo oft hafði hvatt alþýðuna til baráttu, — og fylgdi síðan kistu hans til hinztu hvíldar. Auk fjölda fulltrúa frá Kommúnistaflokkum heims, áttu borgaraflokkar og sósíalistaflokkar Ítalíu einnig fremstu menn sína sem fulltrúa við jarðarförina, sem og þingið, borgar- sljórn Rómaborgar og verklýðssamtökin. Palmiro To'gliatti var foringi, sem ítalska þjóðin mat og ann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.