Réttur


Réttur - 01.08.1964, Blaðsíða 30

Réttur - 01.08.1964, Blaðsíða 30
F.INAR OLGEIRSSON: Meistari Þórbergur 75 ára í ár er Þórbergur Þórðarson 75 ára og Bréf til Láru fertugt. Það er ástæða fyrir sósíalistiska alþýðu íslands að staldra, þó ekki sé nema örstutt, við á slíkum tímamótum, að íhuga hvað hún s meistaranum Þórbergi að þakka, — ekki aðeins fyrir list hans, skáldskap og hugarflug allt, — það þakkar nú öll þjóðin og heyrist stundum mest í þeim, er sízt skyldi, — heldur fyrir boðskapinn, sem liann hefur flutt alþýðu alla sína ævi, og á svo einstæðan hátt, að þess munu naumast önnur dæmi að sósíalisminn hafi verið boð- aður þannig. „Bréf til Láru“ er eins konar kommúnistaávarp íslendinga, — eitt furðulegasta og dásamlegasta áróðursávarp og listaverk, sem nokkru sinni hefur boðað sósíalismann. Grunntónn þess er einmitt hoðskapurinn. Ekki hefur humoristinn Þórbergur fyrr sagt að „grunntónn tilverunnar væri meinlaust grín“, en spámaðurinn Þór- hergur lætur engan minni en sjálfan Drottin allsherjar tilkynna aðalniðurstöðu umþenkinganna: „Vér breytum skipulaginu" — og draumamaðurinn Þórbergur lýsir því hvernig byltingin í Reykjavík gerist. „Bréf til Láru“ er eins og bókmenntalegt tónahaf, ein sósíal- istisk sinfónía, þar sem leikið er á hina ólíkustu og óskyldustu strengi. Það er sem eldmóður Tolstojs og hreinskilni Rousseaus, eggjanir Upton Sinclairs og ævintýrasnilld Andersens renni saman í einn allsherjar samhljóm með þungu undirspili drauma- og drauga- sagna íslenzkra, ádeilna á fortíð og nútíð, — allt í hinum klassiska þórbergska útsetningi, endand.i með þeim básúnuhljóm himnaríkis, er boðar byltinguna. Skyldi nokkurs staðar í sósíalistiskum bók- menntum heims finnast slíkt undirspil við boðskap marxismans, slík sinfóníuhljómsveit, þar sem einn meistari leikur á öll hljóðfærin? Það varð sem „Bréf til Láru“ yrði sjálft sá básúnublástur, sem boðaði þá atlögu íslenzkrar alþýðu, er hófst á því ári, þá sleitidausu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.